Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 63
EIMREIÐIN]
RITSJÁ
255
Einhverja óljósa hugmynd hafa ýmsir haft um »litunarmosa«
og »njólalit«, en fæstum mun hafa komið til hugar, að neitt
verulega væri hægt að nota íslenskar jurtir til litunar. En nú
kemur annað upp úr kafinu, því þetta kver, sem hér ræðir um,
sýnir, að aallir regnbogans litir« eru fólgnir í íslenskum jurtum,
ef menn að eins hefðu vit og nenningu til þess, að færa sér þá
í nyt. Fái menn sér nú þetta kver og hagnýti ef þeir finna lil
dýrtíðarinnar. M. J.
BREIÐFIRÐINGAR. Fimm skáldsögur eftir JÓNAS GUÐ-
LAUGSSON. Guðm. G. Hagalín þýddi. Guðm. Gamalíelsson;
Rvík 1919.
Sögur þessar eru frumsamdar á dönsku, og hétu þá »Brede-
fjordsfolk«. Pær eru allar stuttar og fremur efnislitlar, en þó
laglegar. Pær þurftu að koma á íslensku, því að það er ekki
nema sjálfsagt metnaðarmál, að fá á íslensku alt, sem íslensk
skáld rita. Pýðingin er lipur eins og aðrar þýðingar Guðmundar,
en nokkuð fljótvirknislegar á köflum. M. J.
Ónnur rit send Eimreiðinni:
Stefán Stefánsson: Grasbrestur, fellir og fóðurbirgðafélög.
Ljóð eftir Goethe: Alexander Jóhannesson sá um.
Hallgrímur Jónsson: Stafrófskver.
Halldór Briem: íslensk málfræði.
Andvaka, tímarit fyrir stjórnmál og bókmentir.
E. A. Westermarck: Trú og töfrar. Guðm. Guðm. skáld þýddi.
Udvalgte isl. Digte, Olav Hansen.
Árbók Fornleifafélagsins 1918.
Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess. Skýrsla Gísla sýslumanns
Sveinssonar.
Sigurður Nordal: Fornar ástir (sögur).
Timarit samvinnufélaganna.
Jóu J. Aðils: Einokunarverslun Dana á íslandi 1602—1787.
Kvæöi eftir Jón Thóroddsen, 2. útg.
Magnús Helgason: Uppeldismál.
Jakob Thorarensen: Sprettir (kvæðabók).
Jón Porláksson, æfisaga, Ijóðmæli o. fl. 100 ára dánarminning,
Ur öllum áttum. 8 sögur eftir Guðm. Friðjónsson.
Johan Skjoldborg: Ný kynslóð. Björg P. Blöndal þýddi.
Búnaðarrit.
Verður sumra þessara rita getið smámsaman, eftir því sem
rúm vinst til.