Eimreiðin - 01.10.1919, Side 22
214
KOTLUGOSIÐ 1918
[EIMREIÐIN
að 8 kílómetrum í raun réttri, yfir uppvarpi Kötlu.
Dálagleg keila, sem er 12—14 km. á hæð með alt að 8
km. breiðum grunnfleti! Ekkert undarlegt þó þau öfl, sem
hér hafa verið að starfi og sent gátu þennan óhemju mökk
upp í loflið, hafi raskað jafnvæginu í kringum sig.
Öskumagnið.
Það er næsta örðugt að gera sér nokkra rétta hugmynd
um þau ógrynni af ösku, sem ruðst hafa upp úr Kötlu(gjá)
þessa 24 daga er gosið varði. Þó má af fjölda frásagna
úr ýmsum héruðum landsins, draga fram mikilvægar
ályktanir. Eg hefi kynt mér flestar þær skýrslur um gosið,
sem út komu í fréttablöðunum um þær mundir, og auk
þess haft spurnir af fólki víðsvegar af landinu. Hefði verið
ástæða til að safna ýmsu af þessu saman og birta það í
einni heild til fróðleiks seinni tímum. Hér er ekkert rúm
til þess. En út úr þessum athugunum hefi eg samt reynt
að draga ályktanir um þykt öskulagsins á ýmsum stöð-
um og reikna eftir því fyrirferðina. Eg geri ráð fyrir að
enginn taki þetta samt svo, að hér sé um alveg áreiðan-
legar tölur að ræða, því grundvöllurinn undir reikningnum
er svo óákveðinn. Til þess að fá eitthvað ábyggilegt hefði
þurft á mörgum stöðum beinlínis að vigta öskuna af
ákveðnu flatarmáli í hvert sinn þegar hún féll. Þarf til þess
dálitla þekkingu og nokkra nákvæmni, ef á því má byggja.
Eins og gefur að skilja hefir askan farið ákaflega misjafnt
yfir, sumstaðar hefir fólk orðið lítið vart við öskufall
þegar dregið hefir langt út á land, en aftur hefir talsvert
lag lagst yfir sum fjarlæg héruð, gert snjó grásvartan. —
Askan berst í loftinu með vindinum og hrekst alla vega,
en yfirleitt er lögmálið fyrir öskuregninu það, að hið
grófasta fellur fyrst niður, næst gýgnum, hið smágerðasta
berst lengst. Langmest fellur niður í kringum eldstöðv-
arnar; þar verður öskulagið þykkast og smáþynnist svo
þegar lengra dregur frá. Hin smágerðasta aska getur farið
ótrúlega langt, jafnvel til annara landa og heimsálfa. Sbr.
Þ. Th. Eldreykjarmóðan, í afmælisriti Kaalunds.