Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 49
EIMREIÐIN] TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR 241 og annað slíkt. Stundum hafði hann þó horn. Og ávalt var hann með hrosshófa. Þó var hann alls ekki bundinn við neina ákveðna mynd. Allar þessar lýsingar gáfu kon- urnar, þegar þær voru píndar til sagna, því að ekki var nóg að þær játuðu á sig allskonar svívirðingar, heldur urðu þær að skýra nákvæmlega frá öllu. Svo kom samningurinn. Stundum var hann munnlegur aðeins, en best þótti þó að hafa hann skriflegan, og var hann þá ritaður með blóði. Fyrsta skilyrðið var að segja sig frá öllum kristindómi. Um það segir prestur einn, Davíð Mederus: »Allir þessir villuráfandi menn játa, að þeir fyrst og fremst verði að segja sig frá, afneita og sverja gegn heilagri þrenningu, kristinni trú og skírn, og sérstaklega eiga þeir, er þeir heyra lesið í kirkjunni guð- spjallið, að lýsa því yfir með sjálfum sér, að hvert orð í því sé lýgi, og gerast með því svarnir fjandmenn guðs. Því að alla þá stund, sem þeir halda fast við kristna trú, getur djöfullinn ekki notað þá að verkfæri. Kristin- dómurinn kvelur hann ávalt. í öðru lagi verða þeir að lofa að hatast við og skaða guðs börn, og sömuleiðis eyða öllum þeim skepnum, sem guðs börn hafa not af. í þriðja lagi verða þeir að hylla djöfulinn sem konung, herra sinn og guð, og hlýða honum í öllu. í fjórða lagi eru þeir skírðir til nafns djöfulsins, eða suinir til nafns allra djöfla. Koma þá aðrir galdramenn með sjóðandi vatn í skálum til þessa, en Satan sjálfur framkvæmir verkið. Stundum er þó ekki svona mikið haft við, heldur er skírt úr forarpolli eða mykjuhaugs-afrensli. Fær þá sá skírði nýlt nafn. í fimta lagi fær þessi nýi meðlimur ára- ríkisins sérstakan púka-friði) eða -frillu, giftast þau þá, öllum illum árum til mikils fagnaðar. í sjötta lagi kemur þessi fylgipúki oft til hans, fer með hann úr einum stað í annan, og lætur hann framkvæma hin og þessi illvirki. í sjöunda og síðasta lagi fær hann það loforð, að fyrir honum skuli séð, hann leystur úr fangelsi, ef hann verði tekinn fyrir galdra. Pað er þó því að eins að hann aldrei meðgangi neitt, og ef hann skyldi óvart segja eitthvað, þá verður hann að taka það aftur«. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.