Eimreiðin - 01.10.1919, Side 49
EIMREIÐIN] TÖFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR
241
og annað slíkt. Stundum hafði hann þó horn. Og ávalt
var hann með hrosshófa. Þó var hann alls ekki bundinn
við neina ákveðna mynd. Allar þessar lýsingar gáfu kon-
urnar, þegar þær voru píndar til sagna, því að ekki var
nóg að þær játuðu á sig allskonar svívirðingar, heldur
urðu þær að skýra nákvæmlega frá öllu.
Svo kom samningurinn. Stundum var hann munnlegur
aðeins, en best þótti þó að hafa hann skriflegan, og
var hann þá ritaður með blóði. Fyrsta skilyrðið var að
segja sig frá öllum kristindómi. Um það segir prestur einn,
Davíð Mederus: »Allir þessir villuráfandi menn játa, að
þeir fyrst og fremst verði að segja sig frá, afneita og
sverja gegn heilagri þrenningu, kristinni trú og skírn, og
sérstaklega eiga þeir, er þeir heyra lesið í kirkjunni guð-
spjallið, að lýsa því yfir með sjálfum sér, að hvert orð í
því sé lýgi, og gerast með því svarnir fjandmenn guðs.
Því að alla þá stund, sem þeir halda fast við kristna
trú, getur djöfullinn ekki notað þá að verkfæri. Kristin-
dómurinn kvelur hann ávalt. í öðru lagi verða þeir að
lofa að hatast við og skaða guðs börn, og sömuleiðis
eyða öllum þeim skepnum, sem guðs börn hafa not af.
í þriðja lagi verða þeir að hylla djöfulinn sem konung,
herra sinn og guð, og hlýða honum í öllu. í fjórða lagi
eru þeir skírðir til nafns djöfulsins, eða suinir til nafns
allra djöfla. Koma þá aðrir galdramenn með sjóðandi
vatn í skálum til þessa, en Satan sjálfur framkvæmir
verkið. Stundum er þó ekki svona mikið haft við, heldur
er skírt úr forarpolli eða mykjuhaugs-afrensli. Fær þá sá
skírði nýlt nafn. í fimta lagi fær þessi nýi meðlimur ára-
ríkisins sérstakan púka-friði) eða -frillu, giftast þau þá,
öllum illum árum til mikils fagnaðar. í sjötta lagi kemur
þessi fylgipúki oft til hans, fer með hann úr einum stað
í annan, og lætur hann framkvæma hin og þessi illvirki.
í sjöunda og síðasta lagi fær hann það loforð, að fyrir
honum skuli séð, hann leystur úr fangelsi, ef hann verði
tekinn fyrir galdra. Pað er þó því að eins að hann aldrei
meðgangi neitt, og ef hann skyldi óvart segja eitthvað,
þá verður hann að taka það aftur«.
16