Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN]
BISMARCK FURSTI
227
nauðungaryíirrád yfir slafneskum pjóðum. í stað þess að halda
peim, gegn viija peirra, fjötruðum við sig, hefði verið unt aö
tengja þær við sig sem frjálsar sambandsþjóðir með göfugri og
framsýnni stjórnmálaaðferð.
Ef Bismarck hefði ekki komið til sögunnar, mundu aðrir
snjallari Pjóðverjar hafa getað öðlast rúm í dagsbirtunni (»plads
i solen«) og borið gæfu til að vinna fyrir hina miklu og frjáls-
legu sambandspólitik Kants.
Því að eitt hlýtur að vera hverjum manni ljóst, sem sjá vill
sannleikann, sem sé það, að sigurför Bismarcks í Þýskalandi
hefir vikið anda Kants og hinnar miklu menningaraldar frá
völdum. Enginn nýr Lessing eða Herder, enginn Goethe eða
Schiller, enginn Bach eða Beethoven, og meira að segja enginn
Wagner hefir vaxið upp í Þýskalandi Bismarcks. Richard Wagner
hafði, í öllu verulegu, mótað tónsnildaranda sinn áður en Bis-
marck varð ráðherra árið 1862. Tónleikurinn »Lohengrin« var
leikinn þegar árið 1850, og hér um bil um sama leyti var Wag-
ner önnum kafinn að undirbúa verk sín »Niebelungenring«,
»Tristan og Isolde« og jafnvel »I'arsifal«. Ekkert nýtt og fram-
úrskarandi tónskáld liefir gefið anda Bismarcks-tímabilsins
vængi með því að breyta því i hljómlist. Ekki hefir Þýskaland
heldur á þessu timabili eignast neitt nýtt stórskáld, engan
nýjan afburða heimspeking, né neinn nýjan aíburða sagnafræð-
ing. Flest vísindi hafa blómgast og vísindalegum verkum hefir
verið eindæma vel fyrirkomið. En nokkuð af hinum háfleyga
anda frá tímum Kants og Beethovens er liorfið á braut. Sann-
leikurinn er sá, að Kant og Beethoven voru báðir einna næst
því að vera lýðveldissinnar, gersamlega gagnstætt kúgunaranda
Bismarcks. Þeir voru báðir það, sem valdbafar nútímans og
orðabelgir (»talerör«) þeirra mundu kalla hugveiklaða friðar-
draumsjónamenn, »skýjaglópa«, fjarstæðuseggi. I níundu sym-
fóníu sinni veitti Beethoven með ógleymanlegum tónum »Ode
an die Freude« eftir Schiller, fulltingi sitt — þeirri gleði mann-
anna, sem á að drotna á jörðunni, þegar »allir menn verða
bræður«. Og Kant hinn mikli lét, í sinni »pólitisku erfðaskrá«,
í ljósi þá djúpskygnu sannfæringu sína, að landvinningahernað-
ur væri glæpsamleg heimska frá þeirri stundu, að mönnunum
hefði orðið það ljóst, að í stað hans gæti komið frjálst sam-
band þjóðanna, heilagur hringur til verndar sameiginlegum lög-
um og rétti.
Þýskaland Kants pg Beethovens hefir orðið að þoka fyrir
Þýskalandi Bismarcks og Treitschkes. Eg hefði kosið, að pró-
fessor Gran, í fyrirlestrum sínum um Bismarck, hefði bent á
það tjón, sem þýska þjóðin, þrátt fyrir alt ytra og innra lán,
hefir beðið á timum Bismarcks og eftirmanna hans. Það var
*15