Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.10.1919, Blaðsíða 56
248 FRESKÓ [EIMREIÐIN Hún fer ekki til Cowes, hún heimsækir engan og eg verð að játa með mesta kinnroða, að eg er mjög hrædd um, að henni þyki eitthvað meira en lítið gaman að vera með þessum rómverska listamanni, sem yður þóknaðist að senda hingað. Auðvitað mun hún ekki enn hafa gert neitt, er ósæmilegt sé — svo mikið er eg að vona að hún sitji á sér í návist minni. Mér er farið að verða veruleg raun að þessu, og íinst það svo til skammar, að eg á engin orð yfir það. Eg veit bókstaflega talað ekkert hvað gera skal. Ef einhver önnur ætti í hlut, mundi eg strax hafa mig á brott. En eg get ekki fengið mig til þess, að verða með því fyrst til að gjörspilla mannorði frændkonu minnar. Eg vissi undir eins, að það mundi hljótast eitthvað ilt af þessu hlægilega uppátæki, að fara að senda ítalskan málara hingað til þess að mála salinn. Ef góðir veggskreytarar hefðu verið látnir sjá um þetta, þá hefðu þeir gert alt, sem gera þurfti, og Esmée hefði alls ekki litið inn í sal- inn fyr en alt hefði verið búið. Pér megið vera viss um, að eg er fyrir löngu búin að marg-tæma mig að öllum sönnunargögnum til þess að reyna að fá hana til þess að hætta þessu makki við þennan útlending, því að það er henni til smánar, og verður nú þegar aldrei að fullu bætt. En eg verð því miður að játa, að eg hefi engu getað komið til vegar. Hún bara kýmdi og sagðist ekki sjá, að það væri neinn glæpur að læra ítölsku. En þegar eg hélt áfram að ala á þessu, þá sagði hún mér blátt áfram, að höllin Milton Ernest væri sitt heimili og slotið Haines mitt. Já, hún gaf mer fullkomlega í skyn, að sér væri ósárt um það, þó að eg hypjaði mig. Getið þið Llan- dudno lávarður ekki gert neitt, þar sem þið eruð for- ráðamenn hennar? P. s. Það er ekki til neins að bjóða hingað gestum. Esmée mundi alls ekki tala við þá orð, ef þeim væri boðíð án vilja hennar«. Hr. Hollys, Róm, til ekkjufrúar Cairnwrath, Milton Ernest:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.