Eimreiðin - 01.10.1919, Side 17
EIMREIÐINl
KITLUR
209
Það var einhvern sunnudag seint um sumarið, að Lína
kom inn til mín og var víst að laga til í herberginu. Eitt-
hvað var hún að tala við mig. Eg sat úti við gluggann.
Hann var opinn. Úti hafði rignt og var flóðvott á. Eg
var að hugsa um að fara út, en tók þó einhverja bók og
laut yfir hana út í gluggann.
Lína kom út að glugganum og fór að rjála við bækur
á borðinu. Þá laut hún yfir öxl mér.
»Hvað ertu að lesa skemtilegt?« — Hún lét sem hún
vildi lesa líka, og lagðist alveg niður á öxlina á mér.
»Það er ekki skemtilegt«, sagði eg, eins og bjáni, og
bókin og glugginn og steinarnir á hlaðinu varð alt svo
undarlega viðbjóðslegt.
En Tumbi kom labbandi eftir stéttinni, með hendurnar
fyrir aftan bak. Hann skotraði augunum upp í gluggann,
og hann hvítnaði í framan. En hann gekk áfram með
sömu hægðinni, fram hjá glugganum og inn í skemmuna
á hlaðinu.
Hann hafði verið að hvetja Ijáinn sinn undir morgun-
daginn, og hann hélt honum fyrir aftan bakið, svo að
eggin sneri inn í lófann.
Mér hefir æfinlega staðið geigur af eggjárnum, og það
fór um mig járnkaldur titringur, þegar eg horfði á þessar
ógurlegu hendur og breiðan, hárbeittan ljáinn. Það var
eins og hann hefði verið brýndur til voðaverka.
Þetta gerðist alt í einni svipan. Eg sat höggdofa, og
Lína með handlegginn yfir herðarnar á mér. Hún var
alveg róleg, eins og hún vissi sér borgið.
Eg stóð upp.
»Ertu vitlaus?« sagði eg. Eg vissi varla hvað eg var
að segja.
»Ertu vitlaus?« sagði eg aftur. »Heldurðu að mér lítist
á aðra eins druslu og þig? Ertu svona vitlaus, Lína? Að
annar eins maður og hann Tómas skuli vilja líta við þér!
Og svo ertu honum ótrú. Skammastu þín ekki, Lína?
Hann fær nóg af betri stúlkum, en hann hugsar um þig
eina og þykir ekki vænt um neitt nema þig«.
Lína stóð eins og stirðnuð og leit afkáralega í gólfið,
14