Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Page 16

Eimreiðin - 01.10.1919, Page 16
208 KITLUR (EIMREIÐIN Einhver vorkunnsemi kom að mér og óbeit á þessum grálega leik. Og eins og til að gera gott úr þessu öllu saman, steypti eg mér út í bylinn. Eg var vanari vatninu en Tumbi. Hatturinn hans var að sökkva úti á miðjum hyl. Eg náði í hann og kastaði honum upp á bakkann. Mér varð sundið erfitt í fötunum, en eg hélt mér uppi og velti mér í tárhreinu, svalandi vatninu. Bóndi og stúlkurnar stóðu á bakkanum í einhverju ráðaleysi. En nú var eins og fargi væri af þeim létt, og þau horfðu á sundtökin eins og eitthvert furðuverk. En Tumbi var farinn að slá, eins og ekkert hefði í skorist. Vatnið gusaðist úr fötunum hans við hvert högg. — — Sambúð okkar Tumba breyttist lítið eitt við þetta. Hann hafði sjaldan yrt á mig áður, en gerði það aldrei eftir þetta. Ef hann komst ekki hjá að gera mér eitthvað skilj- anlegt um vinnuna, þá forðaðist hann að beina orðum sínum beint til mín, heldur var það eins og hann talaði út í loftið, eða við sátuna, sem hann var að binda. En hatturinn hans lá þarna á árbakkanum alt sumarið. Tumbi leit ekki við honum, og gekk berhöfðaður langa hríð, hverju sem viðraði, og létu allir sem þeir vissu þetta ekki. Eg svaf i litlu herbergi í frambænum, og sneri glugg- inn fram á hlaðið. Það var venja mín, að ég klæddi mig í seinna lagi á sunnudögum, og var mér þá fært kaffi í rúmið. Lína hafði að jafnaði fært mér kaffið, og stóð yfir mér meðan eg drakk þaið, eins og hún væri að vatna kálfi, fanst mér þá. En eg setti ósjálfrátt upp einhvern yfirlætisbrag, og gegndi henni sem fæstu. Hún gerði sér alt til dvalar, en fór hjá sér, eins og hún væri hrædd um að vera mér til ama. Venjulegast var kallað á hana innan úr bænum, og þá hljóp hún án þess að taka bakkann með sér. Alt í einu brá svo við, að húsfreyja tók sjálf að færa mér kaffið; það var fyrsta sunnudaginn, sem Tumbi gekk berhöfðaður. —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.