Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 7
Sigurgetr Sigurbssort, btsfup sgg „Og engillinn sagði við þá: „Veriö óhrceddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því aö yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“ Lúk. 2, 10; 11. Jólahátíðin hefir löngum verið oss' íslendingum kœrkomin. Hún vekur eftirvœntingu bæði ungra og gam- alla. Þetta hefir sínar eðlilegu ástœð- ur. Jólin koma „er vetrar geisar stormur stríður“. í vetrarmyrkrinu og kuldanum kemur hin milda, fagra og bjarta hátíð og hr.ekur burt skúggana hið ytra. Hún kemur með samúðina og hlýjuna. Þœr tilfinn- ingar vekur hún í brjóstum mann- anna betur en nokkur önnur hátíð ársins. Birta og samúð eru óhjá- kvœmilega skilyrði þess, að unnt sé að halda hátíð í beztu merkingu þess orðs. Áhrif samúðarinnar og birt- unnar má sjá og finna á þúsundum heimila í landi voru um jólin. Senni- lega eru þau heimili fá, er fara ál- veg á mis við þau áhrif, og þeir menn ekki margir, sem kjósa að útiloka þau frá heimilum sínum og ástvin- um. En jólahátíðin á stœrra fagnaðar- efni, en hina góðu breytingu hið ytra. Allt hið bjarta og fagra, sem birtist í mannlífinu við hátíðahald jólanna á andlega uppsprettulind. Kœrleiki Guðs er sú uppsprettu- lind. Föðurást hans vakir yfir kyn- slóðunum á jörðu. Miskunn hans á eilífa arma. „Yður er í dag frelsari fœddur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs.“ Hann kom með biftuna og heilagan boðskap frá Guði til mann- anna um kærleika Guðs og um tœki- fœri og takmark mannsálarinnar. Hann gaf henni hin fegurstu fyrir- heit um fyrirgefning og um nœrveru Guðs og handleiðslu á æfibrautun- um. Hann gaf mönnunum fyrirheit um heill og hamingju, ef þeir gengjú á Guðs vegum. Höfuðskilyrðin, sem fyrir hendi þurftu að vera, til þess að þeir öðluðust þá hamingju, voru þau að elska Guð og elska hverir aðra. — Það átti að vera þeim Ijóst, að hin mikla hætta var fólgin í því að gleyma Guði og breyta gagnstætt vilja hans. Hann birti þeim, að and- úðin og hatrið manna á milli mundi gera jarðheima að lieimkynni þján- inga og vanlíðunar, Þetta hefir sann- azt á öllum öldum. Enda sagði Krist- ur við lœrisvein sínn: „Slíðra þú sverð þitt“. Og um þessar mundir sjáum vér með átakanl'egri hœtti en nokkru sinni fyrr afleiðingar þess, er menn- irnir gleyma bróðurskyldunni og bróðurkærleikanum. Það ríður því mikið á, að mannkynið eignist jól í anda og sannleika. Að vér opnum eyru vor og hugi vora og hjörtu fyrir boðskap engilsins, röddinni, sem hljómaði til mannanna hina fyrstu jólanótt. „Yður er í dag frelsari fædd- ur, sem er Drottinn Kristur í borg Davíðs.“ Vér íslendingar eigum ekki í ófriði um þessar mundir á sama hátt og flestar aðrar þjóðir heims. Vér höfum ekki með sama hœtti og þœr tekið oss vopn í hendur. En samt er ófriður hér á landi. Sá ófriður er áhyggjuefni margra góðra íslend- inga. Barnið, sem á jólunum fœddist, minnir okkur á, hvernig þar skal við (málum snúast. Hann ar nefndur friðarhöfðingi. Þjóðareining er skil- yrði frelsis og farsældar sérhverrar þjóðar. Jesús Kristur, frelsari heimsins er fœddur. Hann vill gefa íslenzku þjóð- inni nýja jólahátíð. Og hann vill gefa henni miklu meira. Hann vill gefa henni sjálfan sig að leiðtoga og kon- ungi í daganna þraut. — Nú er kveikt verður Ijós á íslenzku sveita- og kaupstaðarheimilunum, þá vill hann koma til heimilanna — til þjóðarinnar. Koma með útréttar hjálparhendur — eins og bróðir og vinur — koma til þjóðarinnar á hœttu og örlagastund með Ijós og leiðsögn henni til handa um ókunn- an framtíðarveg. Það er allt undir því komið, að þjóðin þekki sinn vitjunartíma, að hún taki á móti honum. Þá mun hún ganga inn til frelsandi framtíð- ar. Þá mun hinn innri friður gefast henni. Þá mun hún öðlast afl til átaka í sókn sinni að háu marki. Þá mun sannleikur og réttlæti sitja í öndvegi. Þá mun bjart verða yfir framtíð íslands og íslenzkrar þjóðar. í þeirri von að svo verði óska ég sérhverju heimili og sérhverjum íslendingi gleðilegra jóla. Guð líkni vansælli veröld og gefi henni frið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.