Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 22
22 T í M I N N Leo N. Tolstoy: (1828-1910) Ghið sér sannleikann, en bíður í borginni Vladimir bjó ungur kaup- maður að nafni Ivan Dmitrich Aksionov. Hann var húseigandi og átti tvær búðir. Aksionov var laglegur maður með ljóst, hrokkið hár, glaðvær mjög og söngvinn. Á unga aldri byrjaði hann að drekka vín og gat orðið fremur illur viðskiptis, þegar hann drakk um of. En eftir að hann gift- ist, hætti hann að mestu leyti að drekka. Eitt sumar ætlaði Aksionov að fara á Nizhny-markaðinn. Um leið og hann kvaddi fjölskyldu sína, sagði kona hans við hann: — Ivan Dmitrich, farðu ekki af stað í dag, mig hefir dreymt þig svo illa. Aksionov hló og sagði: — Þú ert hrædd um, að ég fari að drekka, þegar ég kem til markaðsins. Konan svaraði: — Ég veit ekki hvað það er, sem ég hræðist, en mig dreymdi svo illa. Mig dreymdi, að þú varst orðinn gráhærður, þegar þú komst aftur heim úr borginni og tókst ofan húfuna. Aksionov hló. — Þetta er gæfumerki, sagði hann. Sjáðu nú bara til, hvort ég sel ekki allar mínar vörur og kem heim aftur 'með eitthvað fallegt handa þér. Síðan kvaddi hann fjölskyldu sína og hélt af stað. Er hann var kominn á miðja leið, mætti hann kaupmanni nokkrum, sem hann þekkti, og tóku þeir náttstað í sama gisti- húsinu. Þeir drukku te saman um kvöldið og fóru síðan að sofa, sinn í hvoru her- bergi, en skammt á milli. Aksionov var ekki vanur að sofa fram- eftir, því að honum þótti gott að ferðast í morgunkælunni og vakti hann því öku- mann sinn fyrir dögun og sagði honum að spenna hestana fyrir. Síðan fór hann til gestgjafans, sem bjó í litlu bakhúsi, greiddi reikninginn og hélt því næst áfram förinni. Þegar hann hafði ferðazt um tuttugu og fimm mílur, áði hann til þess að láta hestana bíta. Aksionov hvíldist um stund í gistihúsganginum, en fór síðan inn í anddyrið og bað um te. Síðan tók hann upp gítarinn og byrjaði að leika á hann. Allt í einu kom vagn með klingjandi bjöllum. í honum sat opinber embættis- maður með gyllta hnappa og auk hans tveir hermenn. Maðurinn gekk til Aksion- ov og tók að spyrja hver hann væri og hvaðan hann kæmi. Aksion svaraði spurn- ingum hans greiðlega og sagði við hann: — Má ekki bjóða þér te með mér? En embættismaðurinn hélt áfram að spyrja hann: — Hvar varstu í nótt? Varstu einn eða með öðrum kaupmanni? Sástu hinn kaup- manninn í morgun? Hvers vegna fórstu úr gistihúsinu fyrir dögun? Aksionov skildi ekki hvers vegna hann' var spurður allra þessara spurninga, en sagði þó frá öllu sem gerzt hafði á leið- inni, og bætti svo við: — Hvers vegna þráspyrðu mig svona, eins og ég væri þjófur eða ræningi? Ég er í verzlunarerindum fyrir sjálfan mig og það er þarflaust að spyrja mig svona. Þá sagði embættismaðurinn og kallaði á hermennina: -7- Ég er lögreglustjórinn í þessu héraði og ég spyr þig af því að kaupmaðurinn, sem þú gistir með um nóttina, hefir fund- izt skorinn á háls. Við verðum að rann- saka farangur þinn. Þeir fóru inn í húsið. Hermennirnir og lögreglustjórinn leystu upp farangur Ak- sionovs og skoðuðu hann gaumgæfilega. Allt í einu dró lögreglustjórinn hnif upp úr einum pokanum og hrópaði: — Hver á þennan hníf? Aksionov horfði á aðfarirnar og þegar hann sá blóðstorkinn hníf dreginn upp úr pokanum sínum, varð hann óttasleginn. — Hvernig stendur á því að þessi hnif- ur er blóðugur? Aksionov gerði tilraun til að svara, en gat naumast komið upp nokkru orði, en stamaði þó út úr sér: — Ég —- veit það ekki — ekki ég. Þá sagði lögreglustjórinn: — í morgun fannst kaupmaðurinn í rúminu, skorinn á háls. Þú ert eini mað- urinn, sem hafðir getað gert það. Húsið var læst að innanverðu og engir aðrir í því en þið tveir. Blóðugur hnífur fannst í poka þínum, og andlit þitt og hátterni koma upp um þig. Segðu mér, hvernig þú drapst hann og hvað miklum peningum þú stalst. Aksionöv sór þess dýran eið, að hann hefði ekki gert það, — að hann hefði ekki séð kaupmanninn eftir að þeir drukku saman teið, — að hann hefði enga pen- inga, nema átta þúsund rúblur, sem hann ætti sjálfur, og hnífnum ætti hann ekk- ert i. En rödd hans var sem lömuð og hann var orðinn fölur í andliti, og skalf af hræðslu eins og hann væri sekur. Lögreglustjórinn skipaði hermönnunum að binda Aksionov og setja hann upp í vagninn. Aksionov signdi sig og grét með- an þeir bundu fætur hans og fleygðu hon- um upp í vagninn. Peningarnir og varn- ingurinn var tekin frá honum, og síðan var hann sendur til hæstu borgar og sett- ur í fangelsi. í Vladimir var haldið spurn- um fyrir um mannorð hans. Kaupmenn- irnir og aðrir borgarbúar sögðu, að fyrr á árum hefði hann drukkið nokkuð, en hann væri góður maður. Þá hófst máls- sóknin. Hann var sakfelldur fyrir morð á kaupmanni frá Ryazan og fyrir að ræna hann tuttugu þúsund rúblum. Konan hans örvænti um hann og vissi ekki hverju hún ætti að trúa. Börn þeirra voru öll á unga aldri, og' það yngsta var enn á brjósti. Hún tók þau öll með sér og fór til borgarmnar, þar- sem maður hennar var í fangelsi. Fyrst í stað fékk hún ekki að sjá hann, en fyrir þrábeiðni sína fékk hún leyfi yfirvaldanna og var farið með hana í fangelsið. Þegar hún sá mann sinn í fangabúningi og hlekkjum, lokaðan inni hjá þjófum og glæpamönnum, féll hún í ómegin og kom ekki til sjálfrar sín fyrr en eftir langan tíma. Þá lét hún börnin koma til sín og settist niður nálægt hon- um. Hún sagði honum frá ýmsu, sem gerzt hafði heima og spurði hann síðan, hvað hefði komið fyrir hann. Hann sagði henni söguna eins og hún hafði gerzt, og spurði hún þá, hvað þau gætu gert. — Við verðum að senda bænarskrá til keisarans, til þess að saklaus maður verði ekki dæmdur sekur. Kona hans sagðist hafa sent bænar- skrá- til keisarans, en henni hefði verið synjað. Aksionov svaraði ekki, en horfði í gaupnir sér. Þá sagði kona hans: — Það var ekki fyrir engu, að mig dreymdi, að þú varst orðinn gráhærður. Þú« manst hvað ég. sagði þér. Þú hefðir ekki átt að leggja af stað þennan dag. 0 Kæri Ivan, segðu konunni þinni sannleik- ann. Gerðir þú þetta alls ekki? Hún strauk hendinni gegnum hár hans um leið og hún talaði. | — Svo að þú tortryggir mig líka, sagði Aksionov, huldi andiitið í höndum sér og fór að gráta. Þá kom hermaður og tilkynnti konunni, að hún yrði að hverfa á brott með börnin. Aksionov kvaddi fjöl- skyldu sína í hinzta sinni. Þegar þau voru farin, fór Aksionov að rifja upp fyrir' sér það, sem kona hans hafði sagt, og þegar hann minntist þess, að jafnvel hún hafði tortryggt hann, sagði hann við sjálfan sig: — Það virðist svo sem guð einn viti sannleikann. Til hans eigum við að skjóta málum okkar, og aðeins frá honum er miskunnar að vænta. Aksionov skrifaði ekki fleiri bænaskrár, en tók að biðja til guðs. Aksionov var dæmdur til hýðingar og síðan átti að senda ' hann í þrælkunar- vinnu í námunum. Hann var hýddur með hnútasvipu, og þegar sár hans voru gróin, var hann fluttur til Síberíu ásamt öðr- um föngum. f tuttugu og sex ár dvaldi Aksionov í Síberíu, sem afbrotamaður. Hár hans var orðið snjóhvítt, en skeggið var orðið sítt og þunnt og grátt að lit. Glaðværð hans var horfin og hann hló aldrei, en bað til guðs. Hann var orðinn hokinn, gekk hægt og talaði lítið. í fangelsinu lærði Aksionov að búa til ) stígvéh og vann sér inn dálitla peninga á þann hátt, sem hann svo notaði til þess að kaupa fyrir bók, sem hét „Æfisögur dýlinganna“. Hann las þessa bók, þegar ) nógu bjart var í fangelsinu. Og á sunnu- dögum las hann í henni í fangelsiskirkj- unni og söng í kórnum, því að rödd hans var góð ennþá. Fangaverðirnir voru hrifnír af Aksionov fyrir auðmýkt hans, og félagar hans báru virðingu fyrir honum. Þeir kölluðu hann „afa“ eða „dýrlinginn". Þegar þeir þurftu að biðja fangelsisstjórnina um eitthvað, var Aksionov alltaf sjálfsagður talsmaður þeirra. Og þegar deilur komu upp meðal fanganna, var hann ávallt fenginn til þess að skera úr þeim og dæma mál þeirra. Aksionov fékk engar fréttir að heim- an og hafði jafnvel ekki hugmynd um, hvort kona hans og börn væru enn á lífi. Einn góðan veðurdag kom nýr hópur af- brotamanna til fangelsisins. Um kvöldið söfnuðust gömlu fangarnir saman kring- um þá nýju og spurðu þá, frá hvaða borg eða þorpi þeir kæmu og fyrir hvaða af- brot þeir væru dæmdir. Aksionov settist líka niður nálægt gestunum og hlustaði á frásögn þeirra með alvörusvip. Einn af nýju afbrotamönnum, hár og sterklegur maður um sextugt, með gráan Frh. a bls. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.