Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 24

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 24
24 T f M I N N Jóannes Patursson kongsbóndi: FRÁ FÆREYJ UM Seytján Færeyja eru byggðar, og alls býr fólk í meira en eitt hundrað byggðum í eyjunum. í meðalstórum byggðum eru 15 —20 hús, en í stærstu byggðunum meira en 100. Til eru og byggðir, þar sem ein- býli er, eins og til dæmis í Stóru-Dímon. Inn til fjalla og í dölum er óbyggt að kalla; allar byggðirnar eru á láglendi við sjó fram. Húsin standa í þyrpingu, hlið við hlið, stafn gegn stafni. Neðst eru naustin og „grjóthúsin", þá íbúðarhús, fjós og hey- garðar, og hjallarnir efst. Það er vetur. í fimm vikur samfleytt hefir engin fleyta komizt á sjó. Sífelldur sunnanrosi hefir hamlað gæftum, og hvað eftir annað hefir landsynningurinn snúizt í útsynning og síðan vestangarra, þar eftir hefir hann hækkað sig á, en gengið jafn- skjótt í austrið og suðrið á nýjan leik. Þannig hvern hringinn af öðrum. Nú var hann kominn í landnorðrið og hafði hlað- ið niður miklum snjó á einni nóttu. Veð- ur var orðið stillt. Menn höfðu risið árla -úr rekkju og bú- izt í fiskiróður. Ræsirinn lætur boð ganga milli húsanna. Þeir ætla tiu saman á ein- um báti. Bóndinn hefir brugðið sér upp í kjöthjallinn og tekið þar skerpikrof af rá. Hálfan ganglim og einn brauðhleif, „drýl“, skyldi hver maður hafa með sér. Þetta var látið í skrínurnar, ásamt önglum og átta- vita. Er gengið er niður sjávargötuna, ber hver maður skinnklæði sín og vettlinga undir hendinni. Nú eru hendur látnar standa fram úr ermum. Báturinn er dreg- inn út úr naustinu, settur fram og hrundið á flot. Enn er dimmt, því að eykt er til dagmála. En stjörnubjart er og auðratað á miðin. Vinnukonan kemur inn. Hún er hálf- stúrin, er hún leggur glæðurnar á arin- inn í reykstofunni; útróðrarmennirnir hafa skilið útidyrnar eftir opnar, og það stendur kuldagjóstur inn um þær. Létt fótatak heyrist frammi i ganginum. Þar eru hundarnir á stjáki. Þeir finna á sér, að í dag er nokkurs ætlazt af þeim. Fjár- maðurinn er líka setztur framan á. Annar maður kemur inn og tekur tal við hann um fannfergið og féð. Fjármaðurinn býr sig þannig, að hann fer í bolpeysu og mórauð- an stakk utan yfir og þrönga og stutta brók, og eru skálmarnar opnar neðan við hnén. Sokkum er hann í, er ná'vel upp í hnésbætur, en nú brýtjur hann fitina niður fyrir hnén. Húfu hefir hann á höfði, kragahettu um hálsinn og leðurskó á fót- um. Hálfum drýl stingur hann í aðra ermi sína, en bita af skerpikjöti í hina, tekur síðan fjallastafinn qg blístrar á hundana. Síðan leggja mennirnir af stað. Nú birtir óðum. Bóndinn hefir leyst skarð í stálið og er að draga hey í fjósið. Meðan elzti sonur hans ber hneppin inn og leggur fyrir kýrnar, kemur folaldsmeri aðvífandi. Hún hefir fundið anganina af grænu heyinu og tínir upp stráin, sem drengurinn hefir slætt á drifhvítán skafl- inn. Folaldið vill fá að sjúga, en hún er farin að geldast og slær frá sér svo að gnestur í klakasoppunum, sem setzt hafa í hófskeggið. Fleiri hross koma að. Dálít- illi heyvisk er kastað til þeirra á gaddinn, það verða þau að láta sér nægja. Að öðru leyti verða þau að sætta sig við þarann í fjörunni. Mjaltakonan er farin norður í fjósið að mjólka. Fjósið er fornlegt: Veggirnir hlaðnir úr torfi og grjóti, sperrur og bönd úr rekaviði og ofan á viðinum lag af hálmi, en síðan tyrft yfir. Flór er ^ftir miðju gólfi, en básar til beggja hliða, og eru •gripirnir bundnir við vegginn. Þeim er öll- um hleypt út og brynnt, þegar búið er að mjalta. Mjaltakonan kemur beint frá kvörninni. Hin vinnukonan varð eftir og sáldaði. Það var færeyskt bygg, sem þær höfðu malað. Húsmóðirin hefir rennt undan, og mjólk- in er að komast í suðu yfir hlóðunum. Gömul kona rær yfir prjónum sínum og próventukarl situr á viðhögginu og saumar flókaskó úr ull. Mjög er kyrrlátt inni, því að flestir eru úti við. Kindahóp hafði hrakið í afdrep í Bratta- bergi, beint þar niður undan sem skaflinn er þykkastur. Mönnunum gengur illa að komast að kindunum, því að bergið er illgengt og skaflarnir viðsjárverðir. En ef þeir ná þeim ekki brott, er úti um þær. Jafnskjótt og þánar mun snjóskriðan falla og ryðja þeim í sjó fram, ef ekki er að gert. Þeir verða því að freista að komast að þeim og troða þeim braut gegnum snjó- dyngjurnár. Hundarnir verða dauðhrædd- v ir, þegar þeir sjá mennina hverfa niður fyrir bjargbrúnina og þora ekki að fylgja þeim eftir. Þeir hlaupa ýlfrandi fram og aftur og ætla hvað eftir annað að ráðast til niðurgöngu, en þegar þeir koma fram á brúnina, snúa þeir alltaf við. Svo fer í hvert sinn. Þeir vilja komast niður, en þora j það ekki. . Kindurnar taka að ókyrrast, er mennirn- ir nálgast. Tvær þrekmestu ærnar taka sig út úr hópnum og stökkva út í skaflinn, er lokar leið þeirra. Þær ætla suður bjargið, en sökkva strax í fönnina og komast ekki áfram. Þær brjótast fast um og leita und- an brekkunni og lenda loks í sjálfheldu í klettaskúta. Þar er vont að komast að þeim, en annar smalinn leggst fram á snösina og hinn heldur í stakk hans og með því að reka broddstafinh í ull kind- anna og snúa síðan að, tekst honum að draga þær til sín. Það er erfitt að bera þær upp til hinna kindanna, en þó tekst þeim það. Síðan troða þeir slóð gegnum fannbeðjurnar, og stall af stalli heppnast þeim að koma fénu, alls sjötíu kindum, út úr ógöngunum og niður á jafnsléttu. Þrevetur sauður er alltaf fremstur. Það var hálfrunnið austurfall, er þeir fóru í róðurinn. Straumurinn var orðinn svo harður, að þeir neyddust til að róa fyrst lengi mótstreymis með löndum fram. Er þeir. lögðu á fjörðinn, beittu þeir bátnum til hálfs mót straumi, en svo mjög bar þá, að þeir rétt sluppu fyrir Núpinn. Þaðan héldu þeir til hafs, og hafa brátt sjávarfallið með sér. „Allir lögdu árar í kav tá mundi skrokkur ganga“, kveður maður, er situr í skut, og hinir taka undir. Síðan kveða þeir „Bát- vísur frá Sandi“, er Brynsaleggur hafði forðum ort um kappróður. Síðan kveða þeir Göngu-Hrólfsrímu, og er henni lýkur, eru þeir komnir á fiskislóðirnar. En það er ekki orðið svo bjart, að þeir Kirkjubœr, setur Jóannesar Paturssonar, sjálfstœðishetju Fœreyinga, séð út yfir Hesteyjarfjörð. Sandey í fjarska. Kirkjan stendur niðri við sjóinn. Ofan við hana eru hinir frœgu múrar dómkirkju þeirrar, er Erlendur biskup œtlaði aö láta reisa í lok 13. aldar, er bœndur risu upp gegn álögum lians og sigruðu lið hans í Mannskaðadal. Fuglafjörður á Austurey. Byggðin stendur fyrir botni fjarðarins. Til vinstri er Húsafjall, en til hægri Ritufjall, er á myndinni virðist loka mynni fjarðarins. — Sunnan undir Ritufjalli er Götuvík. Þar bjó höfðinginn Þrándur í Götu til forna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.