Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 34

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 34
34 T í M I N N Frá Færeyjum Frh. af bls. 27 an annarr, þá hinn þriðji og um lágnættið hafa tólf bátar nauðlent þar. Það er orðið þröngt í húsi Brandsvíkurbóndans. Nær hundrað grindamenn eru þar saman komnir. Kvenfólkið hefir nóg að gera að elda kjöt og súpu handa gestunum. Allir verða að láta sér lynda þann svefnstað, er skárstan er að fá: Hey er borið inn á reyk- stofugólfið, og/þar hvíla allir hlið við hlið, unz morgnar og veður lægir og allir kom- ast heim til sín. Þá er gott að hátta eftir þriggja sólarhringa vosbúð. Nú er kominn tími til bjargtekju. Svo talast til, að fyrst skuli farið í Breiða- barm, er hvíldur hefir verið í þrjú ár. Byggðarmenn safnast saman. Unglingarn- ir iða af tilhlökkun, en eru þó alvarlegir, er þeir fara upp á loftið, taka niður og bera út langa vaðinn, sem er stórt, hundrað faðma á lengd. Það er eins og þessi vaður minni þá á, hvað fyrir getur komið. Hjarta margrar móður og meyjar herpist saman, þegar reiðskapurinn er borinn út í bát- inn. Fjallamennirnir ýta frá landi, og brott- fararsálmurinn hljómar neðan frá vík- inni. Guðrún norðan úr skála, er stödd úti á túni. Henni finnst bergmálið í hlíðinni svara svo válega, að hún getur ekki á sér heilli tekið. Hún ambrar inn í skemmuna, setzt þar niður og grætur. Þeir leggja bátnum að nesodda einum. Þeir ætla að ganga í bjargið, og fara tveir og tveir saman og hafa „bakkareipi“ sér til hjálpar. Það er hált og skreipt á flúð- unum og brim við klettana. Landtakan er því ill. En þeir eru þessu vanir og sæta lagi. Þeir komast allir á land heilir á húfi, nema einn, sem eftir er skilinn til þess að gæta bátsins. Þeir eru allir á flókaskóm og svo léttklæddir, sem unnt er. Einn bindur um sig bakkareipið, ann- ar tekur hina sex álna löngu fuglastöng sína, stingur fleygnum undir brókarlinda hins og lyftir undir hann, meðan hann klífur hamravegginn. Þegar hann er kom- inn upp og hefir náð fótfestu, les hinn sig upp á reipinu á eftir honum. Þannig fara þeir allir stall af stalli, unz þeir koma í fjölsetið lundaland, grasigróinn halla í bjarginu. Þar setjast þeir niður og hvíla sig. Ungur piltur hefir komið auga á fáein- ar langvíuholur rétt fyrir ofan lunda- brekkuna. Hann tekur að klifra laus upp í bjargið með fuglastöng sína. Förunautar hans banna honum það, en hann skeytir því engu. Honum gengur greiðlega upp, og svo tekur hann að veifa stönginni. Hon- um finnst hann hafa góða fótfestu, en þegar tíu langvíur eru komnar í háfinn, er stöngin orðin svo þung, að hann missir skyndilega jafnvægið og steypist fram yfir sig. Félagar hans vita ekki hvað gerzt hefir, fyrr en hann kemur á fleygiferð niður í brekkuna til þeirra. Haraldur heitir einn þeirra, karlmenni mikið og kann ekki að hræðast. Hann rýkur á fæt- ur eins og örskot og þveitist niður brekk- una á eftir drengnum og nær í stakk hans, þegar hann er að steypast fram af brún- inni. Aðeins eitt fet skilur milli lífs og dauða. Að andartaki liðnu hefði pilturinn legið sundurtættur í úrðinni fyrir neðan. En nú hefir Haraldur bjárgað honum frá bráðum bana, áður en hinir fjallamenn- irnir vita, hvaðan á sig stendur veðrið. Til þess að komast norður í Barminn verða þeir að ganga eftir löngum og mjó- um stalli. Nokkrir eru þegar komnir þang- að og byrjaöir að fygla. Það er landátt, og fuglasveimurinn, sem á flugi er, er svo þéttur að skyggir fyrir sól. Riturnar og langvíurnar eru svo háværar, að ekki heyr- ist mannsins mál. Tveir menn hafa orðið eftir í lundabrekkunni og hugsa sér að veiða þar lunda í háf. Þeim gengur treg- lega, og þegar þeir sjá langvíumergðina í Barminum, afráða þeir að fara þangað. Þeir eru komnir miðjá vegu og miðar hægt, því að gangfærið er illt. Þá kveður allt í einu við kynlegt buldur, sem yfir- gnæfir fuglagargið. Þeir líta upp. Og hvað sjá þeir? Bjargið fyrir ofan þá er komið á skrið og er að steypast fram y.fir sig. Ekk- ert er hægt að gera, nema bíða þessar fáu sekúndur. Þeir þrífa húfurnar af höfði sér og takast í hendur. Það veit enginn maður, hvað þeir kunna að hafa hugsað á þess- ari stundu. Hinir, sem komnir eru alla leið, geta ekki annað en snúið sér undan. Dunurnar erú svo ógurlegar, að það er eins og eyjan sé að rifna sundur. Þegar þeir líta við aftur, er allur syðri hluti Barmsins á burt, stallurinn horfinn, mennirnir horfnir. Hið neðra er komin ferleg urð. Þar er ekkert að sjá nema grátt grjót og skurmsl. Þarna eru þeir innikróaðir. Félagar þeirra eru hrapaðir fyrir björg, báturinn hálffullur af sjó eftir ölduganginn, er myndaðist við hlaupið, og sjálfir komast þeir hvorki áfram né til baka. Bjargið er ísjárvert. Nýs hlaups er þá og þegar að vænta, og þá var röðin, komin að þeim. Manninum í bátnum vinnst brátt tími til þess að ausa hann og rær síðan til byggðar. Heimamenn geta sér strax til um, hvað gerzt hefir, þegar þeir sjá bátinn. Mikill harmur er að byggðarlaginu kveð- inn. Mest fær þetta þó á Guðrúnu, en samt er hún stillt vel. Karlmennirnir bera harm sinn í hljóði, en andlitin eru þrútin. En — í bjarginu dúsa margir menn í sjálfheldu. Karlmennirnir, sem eru heima í byggðinni, rjúka af stað til að bjarga þeim. Þeir hlaupa eins og fætur toga og hafa með sér langan vað til þess að síga í niður til þeirra úr efra. Það er hættulegt verk, þegar von er á nýju hlaupi á hverri stundu. En nú er ekki tími til að vera hræddur. Einn bindur um sig vaðinn, hinir eiga að vera á brúninni, og svo rennir hann sér fram af og sígur áttatíu faðma. Þá er hann kominn niður til mannanna, sem síðan eru dregnir upp, hver af öðrum. Síðan er haldið heim aftur, og eftir það er báturinn mannaður til þess að leita lík- anna. Þótt undarlegt sé, finnast bæði líkin fyr- ir framan urðina. Mánuði eftir að líkin voru jarðsett, mess- aði presturinn í kirkju byggðarinnar. Þá kastaði hann mold á gröfina og lét þess getið, er enginn hafði áður vitað, að þau Guðrún og Haraldur hefðu verið heitbund- in. Þetta hafði Guðrún beðiö hann að gera. Alvarlegir í bragði gengu menn út úr kirkjugarðinum. En hví var að æðrast? Þeir bjuggu í Færeyjum og urðu að lifa sem Færeyingar. Næsta ár fara þeir aftur í björgin. Guð ræður, hversu þá fer. Jón Helgason íslenzkaði. 5ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ GLEÐILEG JÓL ! íshúsið Herðuhreið Fnfeirfejiiueí/ 7 GLEÐILEG JÓL ! V erUstniðjjuútsml an Gef jjun — Iðunn Útsýn yfir Hesteyjarfjörð. Til vinstri norðurendi Hesteyjar, Koltur Vetrarmynd frá Vogi á Suðurey. Byggðin sést óglöggt norðaustan fyrir miðju, Vogey fjœrst til hœgri. — Myndin er tekin frá Straum- fjarðarins. Yfir eiðið sést út á opið Atlantshaf. ey fyrir ofan Velbastað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.