Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 29
T í M I N N
29
Ásmundur Helgaon, frá
Kaupstaðaríerð
Á þeim tímum, er Sandvíkingar í Norð-
fjarðarhreppi, þurftu að sækja alla sína
verzlun á Eskifjörð, fengu þeir oft erfiðar
og tímafrekar kaupstaðarferðir að vetr-
arlagi. Þeir þurftu að fara yfir tvo fjall-
vegi, annan erfiðan og ekki hættulausan
15 fyrir snjóflóðum. Að síðustu urðu þeir að
fara á sjö tæplega tveggja stunda róður.
Þessar kaupstaðarferðir tóku því fleiri daga,
ef veður voru óhagstæð.
Hér verður sagt frá einni slíkri ferð, sem
farin var á jólaföstu 1887. Ekki fyrir það,
að hún væri í sjálfu sér neitt viðburðar-
meiri eða tímafrekari en margar aðrar
ferðir, er farnar voru þar á þeim tímum,
en hún sýnir erfiði og vosbúð þá, sem þeim
var oft samfara. Sá, sem þetta ritar, var
með fleirum í förinni og man vel öll atvik.
Það var þriðja sunnudaginn í jólaföstu,
sem fjórir Sandvíkingar lögðu af stað til að
sækja sér og sínum glaðning um jólin.
Þeir voru: Magnús Marteinsson, bóndi á
Sandvíkurseli; Sveinn Stefánsson, vinnu-
maður hjú Gunnlaugi Björgúlfssyni í
Hundruðum; Stefán Stefánsson, ungur
maður frá Mið-Sandvík og Guðmundur
Sveinsson vinnumaður Árna Auðunssonar
á Parti.
Þessir þrír síðasttöldu menn voru ný-
fluttir sunnan úr Meðallandi. Þeir fóru
ekki nema í Vaðlavík á sunnudaginn.
Magnús og Guðmundur gistu að Völlum,
en Sveinn og Stefán að Kirkjubóli.
Á mánudagsmorguninn var gott veður.
Var því farið í fyrra lagi á fætur, því að
jóla-kaupstaðarferðin skyldi farin með
Sandvíkingum. Slógust fimm Vaðlaviking-
ar með í förina, *þeir Guðni Þórarinsson,
bóndi, Vöðlum; Jón Eyjólfsson, bóndi s.st.;
Jón Vilhjálmsson, vinnumaður Ásmundar
Jónssonar bónda, Karlsstöðum; Ásmundur
Jónsson og Ásmundur Helgason, báðir frá
Kirkjubóli, er fóru fyrir feður sína. Var ég
yngstur í hópnum.
Á jörðu var nokkur snjór, en ágætt gang-
færi. Tunglskin var, er við lögðum af stað
og vorum við komnir á Víkurheiði, þegar
sást lýsa af degi. Var áformað að ná aftur '
til Vaölavíkur um kvöldið.
Þegar að stóru-Breiðuvík kom, fengum
við lánaðan Seleyjarbát Auðuns bónda
Hanssonar. Fengum við bezta veður á Eski-
fjörð.
Það tók alllangan tíma að fá sig af-
greiddan, og var mikið farið að halla degi,
þegar við loks vorum tilbúnir að fara, enda
er það ætlun mín, að sumir félagarnir hafi
viljað hafa lengri dvöl í kaupstaðnum. En
Guðni Þórarinsson, sem þarna var formaö-
ur, vildi láta slóra sem minnst, því að skki
mundi eftir neinu góðviðri að bíða.
Var svo haldið af stað og róið knálega
af þeim, sem gátu. Ekki vorum við komn-
ir nema vel hálfa sjóleiöina (út undir
Helgustaði), þegar mætti okkur austan-
vindkaldi og jafnframt dimmaði á fjöll.
Töluðu fullorðnu mennirnir um, að það
mundi vera að skella yfir austan snjó-
bylur.
Þegar við komum að landi í Stóru-
Breiðuvík, var komið snjóveður og hvass-
viðri af austri. Var það beint í fangið til
Víkurheiðar. Kom mönnum saman um, að
ekkert viðlit væri að leggja á heiðina í
slíku veðri og svarta náttmyrkri.
Þá voru í Stóru-Breiðuvík og Hjáleigu
Bjargi:
fyrír 56 árum
fimm búendur, og skiptu þeir okkur nið-
ur á heimili sín, en slíkt var engin nýlunda
þar, því að í hverri kaupstaðarferð, sem
farin var að vetri til úr Sandvík eða Vaðla-
vík, varð að fá lánaðan bát þaðan á Eski-
fjörð, og þar var gist, ef veður spilltist,
eins og í þetta sinn. Urðu því heimilin fyr-
ir miklum átroðningi, en hræddur er ég
um, að lítið hafi verið greitt fyrir það.
Ég gisti hjá gömlu hjónunum, Auðuni
og Kristínu, og leið ágætlega.
Næsta morgun var austan snjóbylur
og hvassviðri, en frost lítið. Sást lítið frá
sér. Þegar allbjart var orðið af degi, var
farið að týgja sig til ferðar á fjallið með
bagga sína, sem voru 20—80 pund eftir
styrkleika mannanna. Kristín húsfreyja
vildi ekki, að ég færi, sagði að það væri
ekkert vit í því að láta nýfermdan ungling
fara á fjall í þessu veðri. Máli sínu til
stuðnings tilnefndi hún mann á tvítugs
aldri, sem orðið hefði úti af öðrum mönn-
um í líku veðri og nú var.
Mér þótti ómannlegt að geta ekki fylgzt
með félögum mínum og aftók að verða
eftir. Stældi það upp í mér strákinn, að
nafni minn og náfrændi sagði, að það
mundi eiphver í hópnum gefast upp á und-
an Ása.
Kristín sagði þá, að hún ábyrgði þeim
drenginn að koma honum til húsa.
Guðni Þórarinsson svaraði því, að
strákurinn yrði ekki skilinn efitr,- meðan
þeir gætu nokkuð aðgert.
Að því búnu voru bundnir á okkur
„skjattarnir“, kvatt og lagt af stað. Var
svo raðað niður, að hver skyldi troða ann-
ars slóð og gæta þess að fara ekki hrað-
ara en það, að allir gætu vel fylgzt með.
Niðurröðunin var þannig: Fyrstur Ál-
mundur Jónsson, 2. Sveinn Stefánsson, 3.
Guðmundur Sveinsson, 4. Stefán Stefáns-
son, 5. Ásm. Helgason, 6. Jón Vilhjálmsson,
7. Jón Eyjólfsson, 8. Magnús Marteinsson,
9. Guðni Þórarinsson. Hann hafði þyngst-
an bagga. Líka átti hann að sjá eftir, að
enginn drægist aftur úr og segja til, ef
hann áliti að tekin væri skökk stefna.
Guðni sagðist ekki vilja ábyrgjast það, að
hann gæti strax tekið eftir því, þótt breitt
yrði lítið um stefnu í svona byl, en ekki
mundum við lenda langt afvega, án þess
að hann yrði þess var.
Ferðin upp fjallið gekk heldur seint, þó
ekki stæði á forustunni. Veðrið var hvasst
beint á móti, snjódrífan þétt, svo að sumir
tóku andköf, og þeir, sem ekki höfðu ágæt
lungu, mæddust og blésu mikið.
Þrisvar var áð við vörður, en ekki setzt
niður.
Þannig gekk það upp á heiði, en þar var
hvassviðrið svo mikið, að við urðum meira
að skríða en ganga yfir „varpið“.
Þegar út yfir heiðina kom, batnaði veðr-
ið heldur, gat þá talizt rat.bjart, enda mun
áttin þá hafa gengið meir til suð-austurs
og bleytt meira. Bar svo ekkert til tíðinda.
Við komum heim eftir fjögurrar og hálfr-
ar klst. þóf, og Sandvíkingar með okkur,
því að ekki var viðlit að leggja til Trega-
skarðs í slíku veðri, enda svo lítið eftir
af degi, að hann hefði varla enzt að gefa
birtu norður fyrir skarð. Fór því hver til
þess heimilis, þar sem hann hafði gist á
mánudagsnóttina.
Á miðvikudaginn var stillt veður, en
þoka niður fyrir miðjar hlíðar, snjórinn
blautur, svo að „þrammaði“ í honum á
sléttlendi. Sandvíkin£ar bjuggust snemma
til ferðar. Sveinn Stefánsson, sem var
vinnumaður hjá Gunnlaugi og Ólöfu Ara-
dóttur móðursystur minni, sem fóstruðu
upp Ólaf bróður, fékk því framgengt við
foreldra mína, að þau lofuðu mér með
þeim til Sandvíkur að finna bróður og
„systur“ og dvelja hjá þeim yfir jólin.
Sandvíkingar voru lítt kunnugir leið-
inni upp á Skarðið nema Magnús, svo að
þeir treystu sér ekki að finna það í svo
dimmri þoku. Hvergi var dökkur díll, en
blæja logn. Þeir fengu því Jón Eyjólfs-
son til að fylgja sér og rata.
Ófærð var nokkur. Þegar upp í þokuna
kom, reyndist hún mjög dimm, og fóru
ráðamenn .fararinnar að tala um að varla
væri gerlegt að halda áfram, því að vel
gæti komið snjóflóð þegar við sæjum ekk-
ert hvað við færum. Sneru þeir svo aftur,
en ekki voru allir ánægðir með það, þó
að svo búið yrðu að hafa. Var svo farið
niður að Vöðlum aftur.
Þegar við komum niður á Vaðlahlað, var
Guðni bóndi þar brosleitur og spurði tíð-
inda, hvað hefði verið því til fyrirstöðu
að halda áfram.
Honum var sagt, að mest hefði það verið,
að menn hefðu óttast snjóflóð, — líka
dimmt.
Guðni svaraði því svo, að ekki þyrfti að
óttast snjóflóð. Það væri búið að hlaupa
þar, sem tækifærf hefði verið til þess.
Það varð nú úr eftir að búið var að
drekka kaffi á Vöðlum, að þeir fengu
Guðna til að fylgja okkur upp á skarð.
Það gekk eins og í sögu. Guðni kafaði á
undan. Þegar upp í þokuna kom, bannaði
hann þeim sem næstir honum voru að
ávarpa sig. Hann þrammaði þannig hægt
en hvíldarlaust, þar til er hann kom að
kerlingunni í skarðinu. Urðu þá Sandvík-
ingar stórfegnir.
Guðni snéri þar aftur, en við héldum
áfram niður kinnina, sem mátti heita
botnlaus af ófærð. Við vorum lengi að
brjótast yfir aurana og urðum að taka á
okkur æði krók til að forðast að lenda
fram af háum klettum, sem eru þar
á leiðinni, þótt hægt sé að fara þar, þegar
bjart er.
Þegar við komum að Sanvíkur-Seli, var
orðið alldimmt. Voru þá Sandvíkingar
búnir að vera fjóra daga í þessari kaup-
staðarferð til að ná í fáein pund af ýmsu
smádóti.
Ég dvaldist um jólin hjá vinum og
frændfólki og undi vel hag mínum.
::
♦♦
■8
♦♦
♦♦
♦♦
♦♦
::
::
§
GLEÐILEG JÓL !
Ruharastofa
Sigurðar Ólafssonar,
Eimskipafél.húsinu
GLEÐILEG JÓL !
Sjóklœðaf/erð Éslands