Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 25

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 25
T í M I N N 25 geti tekið mið. „Drumbur" er vandhitt mið, hlíðarnar brattar og fiskur aðeins á mjóu belti. Beri miðin þrjú ekki saman, fæst ekki bein úr sjó, þótt mokfiski sé á réttu miði. Gamalli lifur er fleygt í sjóinn, ritur koma fljúgandi. En það er byssa í bátnum, og tvær ritur eru skotnar í einu skoti. Það þykir gott að fá ritugarnir framan á öngl- ana, ekki sízt af því, að þeir hafa ekki aðra beitu en úldinn steinbit. Nú er albjart orðið, og allir eru tilbúnir. Þeir leggjast á miðið, og formaðurinn tek- ur grunnmál, en ekki er færið fyrr komið í botn, en tveir þorskar eru á. Flestir draga þeir þrjá þorska og sumir lúðu í fyrsta reki. Straumurinn er mikill, svo að þá rekur strax af miðinu. Þá verða þeir að kippa, en þeir sleppa færum sínum með glöðu geði, því að eftir tíu áratog eru þeir aftur á réttu miði. Fiskur er nógur og lítill tími til þess að snæða, þótt einhver kunni að vera svangur. Það er í hæsta lagi hægt að leggja tvo—þrjá kjötbita á þóftuna og narta í þá og drýlinn með aðra hendina á færinu. „Skyldu þeir ekki fara að koma að?“ segir lítill drengur við föður sinn í ljósa- skiptunum. N „Það fer að líða að því,“ svarar faðir hans stillilega, en undir niðri er honum órótt, því að vindur hefir aúkizt eftir því, sem á daginn leið, svo að nú er fjörðinn tekið að skafa og auk þess er byrjað að bresta út. Það dimmir óðum, og ekki koma sjó- mennirnir að. En um það leyti, er aldimmt er orðið, heyrist söngur úti á víkinni: — „Það eru þeir, guði sé lof.“ Það er notalegt í reykstofunni, þegar ljós hefir verið tendrað. Allir, sem úti hafa stritað, eru komnir í þurr plögg, og kven- fólkið hefir undið úr vosklæðunum og lagt þau til þerris. TVeir útróðrarmannanna eru farnir að dytta að veiðarfærum, er þeir hafa hengt á stofubitann. En fing- urnir eru ennþá stirðir eftir róðurinn, svo að handtökin eru ekki eins nett og skyldi. Úti við vegginn eru rokkar þeyttir. Nokkr- ir húskarlar standa snöggklæddir við þá og spinna. Aðrir kemba, en stálpaðir krakkar taka ofan af. Yngstu börnin halda í snældur fyrir öldunga, er vinda. Konur sitja samán tvær og tvær og prjóna peys- ur. Það er mannmargt í reykstofunni þetta kvöld, því að hér í byggðinni er sá siður, að fólk situr hvað hjá öðru á vökunni. Kvenfólkið hefir prjónana með sér, en karlmennirnir láta yfirleitt sér hægar, — spuninn er aðeins ígripavinna, — því að þeir hafa verið úti daglangt ogþykjast lúnir. „Okkur voru sagðar fréttir á sjónum í dag“, tekur einn maðurinn til orða — hann er að hnýta öngultauma. „Við hittum Koltursmenn úti á Drunni, og þeir sögðu okkur, að orktur hefði verið þáttur um fógetann í Höfn.“ „Heill þeim, sem orkti, eða hver skyldi kveðið hafa?“ segir annar. „Ekki vissu þeir það,“ svarar sá, er fyrst- ur hóf máls á þessu, „en þeir höfðu ferjað lækninn yfir fjörðinn í gær, og hann var svo fokreiður við Sandeyinga fyrir fóget- ans hönd, að við sjálft lá, að hann spark- aði gat á bátinn. Hann sagði Koltursmönn- um, að þátturinn hefði verið orktur í Skálavík. Fógetinn lcvað vera örvita af reiði og hafa heitið því, að höfundurinn skuli sendur á Brimarhólm í járnum. En hann heldur, að þátturinn sé ekki kveðinn á Sandey, heldur muni viss maður fyrir norðan fjörð hafa orkt hann“. „Ætli það sé ekki sanni nær,“ sagði hinn, „og kannske ekki vandgetið, hver hann er, eða kunnið þið nokkurt erindi?“ „O-jú, ætli það ekki! Við lærðum þátt- inn. Hann er ekki langur, en hann hittir samt. Hann byrjar svona — kveðið þið líka, sem við voruð: ,vGutti varð borin á Sværðalandi niðri við tyska markið, aldist upp hjá síni móður bæði við lurk og sparki.““ Síðan var þátturinn allur kveðinn. Að því búnu var kveðið Jómsvíkingakvæði, og skipaði þá húsbóndinn hætti. Síðan eru pottarnir teknir af hlóðunum og fært upp úr þeim, og hverjum einum er skammt- aður kvöldmaturinn og færður á hné sér. Fátæklegur hlýtur slíkur málsverður að vera,kann einhverjum að fljúga í hug. Magnús Heinason*) gat þó ekki á það fall- izt, er hann sat veizlu konungs forðum. *) Magnús Heinason. einn djarfasti Færeyingur, sem upp hefir verið, lifði á 16. öld. Faðir hans var Norðmaður, Heini hafreki, er rak á báti frá Noregi og náði landi í Færeyjum og settist þar að. Varð Heini þessi prófastur í Færeyjum eftir að fyrsti og eini lútherski biskupinn þar, Jens Ribers, hafði flúið til Noregs undan ágangi sjóræningja. — Magnús gerðist snemma sjómaður og hermaður. Hánn fór á herskipi gegn sjóræningjum við eyj- amar og stökkti þeim brott. Hélzt fTiður lengi eftir það. Síðar' varð Magnús foringi í sjóliði Spánverja og hertók þá enskt skip. Er hann köm til Kaupmannahafnar var hann tekinn höndum og hálshöggvinn sem sjóræningi. Böðullinn vildi binda fyrir augu hans, en Magnús svaraði: „Séð hefi ég margan brandinn nærri hnakkan- um fyrr en í dag. En gættu þess, að hönd þín titri ekki, er þú heggur saklausan mann." — Þýð. Konungur spurði, hvort hann hefði nokk- urn tíma setið að svo dýrðlegu borði. „Það gera Færeyingar dag hvern,“ svar- aði Magnús. Konungur varð hvumsa við og starði orðlaus á Magnús. „Hversdagsborð Færeyinga er hné þeirra,“ mælti þá Magnús, „og þau eru þó dýrmætari en silfurbúnaður yðar, herra.“ Hinni erfiðu sókn á vormiðin hafði verið haldið áfram langt fram í aprílmánuð. Voryrkjurnar höfðu verið látnar sitja á hakanum, en nú þó loks búið að aka út haugnum og ávinnslunni lokið, svo að ofurlítið hlé var á önnunum. En sú dýrð stóð ekki lengi. Það þurfti að færa upp mó og áríðandi, að það drægist ekki lengi, svo að unnt væri að þurrka hann og hreykja honum, áður en sláttur hæfist. Eggjataka og lundadráttur fór einnig í hönd. ^n þrátt fyrir allt þetta var þó skotizt á sjó á kvöldin og dorgað fyrir þyrskling á grunnmiðum. Svo komu smalamennskurnar. Það varð að rýja fé, áður en það týndi til muna, og og marka lömbin. Strax og sauðljóst er orðið um morgun- inn leggja átta menn af stað í smala- mennskuna. Þeir eru allir berfættir og snöggklæddir. Hunda hafa þeir með sér. Veðrið er frábærlega gott, og féð hátt til fjalla. Fjármaðurinn skipar fyrir og skilur ókunnugt fé frá heimafénu. Svo hagfast er færeyskt fé, að það fer mjög sjaldan af þeim slóðum, er það er hagvant á, þótt hvorki séu garðar né girð- ingar til trafala. Að þessu sinni sér þó fjármaðurinn fáeinar kindur, sem slangr- að hafa út fyrir hagamerkin, en jafnskjótt og hann hóar, taka þær á rás á sínar stöðvar. Það er stór „hagi“ er smala skal, og langt á milli mannanna í rekstrinum fyrst í stað. En þegar ofan dregur af fjöllunum, nálgast þeir hver annan æ meir. En þá fer féð líka fyrst að gerast lúnskt og óþekkt, og það er eins gott að smalarnir séu fráir á fæti og eftirtektarsamir. Hvenær, sem stygg ær tekur sig út úr hópnum og hugs- ar sér að sleppa, er hundi sigað, og enda- lyktirnar eru ávallt þær, að kindin verður að láta sig. Það er mikils krafizt af hund- unum þenna dag, eins og á þeim má sjá, því að þeir tifa áfram með tunguna laf- andi út úr kjaftvikinu. Þegar fjárbreiðan nálgast réttina, týna lömbin mæðrum sínum, og sum þeirra tryllast og reyna að hlaupa brott. Ær og lömb jarma og blaðra, og það er ekki lítill Gamall bóndi aö rýja œrnar sínar. Frá Miðvogi á Vogey. Grindin lilaupin á land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.