Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 19
T í M I N N 19 Páll Þorsfeinsson: Ingólfshöf ði i. Ingólfshöfði ber nafn fyrsta landnáms- mannsins. Landnáma skýrir svo frá för þeirra fóstbræðra til íslands: „Þeir höfðu samflot, þar til er þeir sáu ísland, þá skildi með þeim. Þá er Ingólfr sá ísland, skaut hann fyrir borð öndugis- súlum sínum til heilla. Hann mælti svá fyrir at hann skyldi þar byggja, er súl- urnar kæmi á land. Ingólfr tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði.“ Þannig heilsar Ingólfur landinu, sem hann ætlar að gera að óðali sínu og niðja sinna. Hann vill, að hamingja fylgi hinu nýja landnámi. Hann leitar eftir heill og hollráðum æðri máttarvalda samkvæmt trúarháttum þeirrar tíðar. Síðan grípur hann stjórnvölinn sterkri hendi og stefnir knerri sínum upp að strönd landsins, þangað sem förinni er heitið með fylgdar- lið og fé. Andspænis augum hans rís mesti fjall- jöfur þessa lands, sem skautar háum fanna faldi. Út frá honum á báða bóga teygir sig fagur fjallahringur, sem ber hátt við bláma himins. Neðan hjarnbreiðunnar blasa við háa,r hlíðar, skrýddar grænum skógi, því að „í þann tíð var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru.“ að sögn Ara fróða. Loks birtist láglendið, umvafið græn- um gróðri. Niður við sjóinn rís þverhníptur höfði upp úr láglendri ströndinni. Þar eru bergsillur og grænar grastór, kvikar af fugli, en selir og önnur sjávardýr í kring. Allt hið lifanda er kyrrlátt og laðandi. Þarna bi’otnar bylgja hafsins. Þangað ber Ingólf á knerri sínum. Líkur benda til þess, að þá hafi dálítill fjörður skorizt þarna inn í landið, svo að Ingólfur hafi rennt skeið sinni norður fyr- ir höfðann. Á þessum stað tekur Ingólfur sér ból- festu um stund og reisir skála yfir fólk og farangur. En hann hafði leitað heilla hjá goðunum og gefið það heit að fylgja for- sjá þeirra. Pyrir þá sök hvarf hann brott úr höfðanum eftir eins árs dvöl. Þegar öndvegissúlurnar fundust, var þar með ákveðið um framtíðaróðal Ingólfs. Þótt Karla þi-æli yrði að orði: „Til ills fórum vér um góð héruð er vér skulum byggja útnes þetta“, var ekkert um að sakast. Þangað var Ingólfur kallaður og því bar að hlíta. II. Ekki hefir verið búið í Ingólfshöfða, síð- an á dögum Ingólfs, svo að kunnugt sé. Þegar Kári Sölmundarson braut skip sitt í grennd við Ingólfshöfða nálega hálfri annarri öld síðar, gekk hann heim til Svinafells i hríðinni við átjánda mann, en ekki er getið um dvöl hans í höfðan- um. Kringum aldamótin 1700 lýsir þáverandi sóknarprestu ' að Sandfelli Ingólfshöfða á þessa lund: „Þessi Ingólfshöfði, sem fyrr segir, er grasi vaxinn mestallur, nema að norðan blásinn, verður upp á hann komizt með hesta, þó ei nema á tveim stöðum, í öðrum Frá Ingólfshöföa. stað þar upp er farið er klettur, sem kall- að er Selasker; er einstakur, er sagt, að þar hafi legið selir, þegar sjórinn umflaut höfðann. Einu sinni hefir þar legið kaup- skip að sögn manna og sjást líka merki nokkur þar skipið skyldi fest hafa verið, klettur einn með gati í gegnum, sem koma má inn í handlegg. Tættur sjást þar, hvar menn meina búðir verið hafa. Upp á höfð- anum eru búðir, sem í er legið, þá menn þar dveljast við sjóinn til að róa fjórar að tölu. Ekkert merki sést nú til fjarðar- ins, sem áður skyldi verið hafa.“ Ingólfshöfði laðar og lokkar menn til sín enn í dag. Þangað eru um 10 km frá næstu bæjum. Fyrst liggur leiðin um slétta móa, en brátt taka við eyrar, sundurskorn- ar af nokkrum álum. Eftir því sem nær dregur höfðanum, birtist bergið skýrar með básum og beltum, nefjum og núpum. Vestan megin höfðans hefir hrúgast upp há sandalda. Þar stendur þó Selaklettur upp úr sandinum. Af öldunni liggur sæmi- lega greiðfær leið upp höfðann. Tvö klif á norðurbrún höfðans eru og vel fær gang- andi mönnum. Strax og komið er upp á vesturbrún höfðans, mætir auganu yfir- borð hans, hrjúfir hryggir og hæðir, en milli þeirra leynist nokkurt láglendi og lautir. Vestri hlutinn er stórgrýttur, en að austan frjósöm valllendistorfa. Mannvirki eru næsta fá: hrörlegt skýli fyrir vegfar- endur og skipbrotsmenn og leiftrandi ljós- viti til að bægja þeim, er sigla fram með ströndinni, frá ógnum brims og boða. Sjór- inn fellur upp að berginu að sunnan og austan. Þar gnæfir höfðinn 70—80 m yfir sjávarflöt. Hvarvetna er þar iðandi kös bjargfugla. Þar hrífur eyru ferðamanns- ins hljómur blandaður fuglaklið og nið haföldunnar. Myndin, sem nú mætir auganu úr Ing- ólfshöfða, er eigi hin sama og á dögum Ingólfs, eða þegar ríki Svínfellinga var í mestum blóma. Hinn bjarti breði bak við byggðina er eigi allur þar, sem hann er séður. Djúpt undir rótum hans bærist eldur í barmi. Láglendið ber þess ljósan vott. Annálar skýra svo frá, að um miðja 14. öld hafi verið eldur uppi í Öræfajökli. Olli það ægilegri tortímingu. Brutust þá fram stórkostleg jökulhlaup með svo mikl- um býsnum, að margir bæir fóru í auðn. Sandurinn kvað hafa tekið í miðjan legg á sléttu, en rak saman í skafla, svo að varla sá húsin. Öskufall bar norður um land, svo að sporrækt var. Það fylgdi og þessu, að vikurinn sást reka í hrönnum um sjóinn víðs vegar kringum landið. Síðast gaus Öræfajökull sumarið 1727. Varð af því ærið tjón, þótt eigi jafnaðist á við það, sem á undan var gengið. í heim- ild, sem skrásett var tveim árum síðar og byggð er á sögusögn sjónarvotta, er svo frá skýrt, að öskufallið hafi þá orðið svo þykkt, að yfir að sjá vottaði eigi fyrir smádrýli á túni, nema fæti væri við drep- ið. Éyddi það gróðrinum og skemmdi skógana. Var almælt, að farizt hefði í hlaupið 600 fjár og 160 hross. Þess er og getið, að eftir þetta hafi menn flutt burtu um stund ef þeim býlum, sem urðu fyrir mestum skakkaföllum,- Viku nokkrir til Hornafjarðar, en aðrir vestur yfir Lóma- gnúpssand. Þeir staðfestust þó eigi þar, en hurfu bráölega aftur á fyrri lendur, þótt þar þætti þá enn drjúgum sendið. Af þessum ástæðum hefir mikið af hinu forna gróðurlendi á þessum slóðum liðið undir lok og skógurinn að miklu leyti horf- ið. Þess vegna teygir sig nú eyðisandur upp að Ingólfshöfða. Samt er þaðan margt fagurt að sjá, þrátt fyrir allt er ennþá: landið fagurt og frítt „og fannhvítir jöklanna tindar himinninn heiður og blár, hafið skínandi bjart,“ Fjallahringurinn er óbreyttur frá því í öndverðu. Lengst í austri hillir undir Horn, Almannaskarð og Nesjafjöllin í bláma fjarlægðarinfiar. Þá koma fellin hvert af öðru bak við Mýrar og Suðursveit. Beint í norðri blikar Öx-æfajökull með Hnappinn, gyrtan dökku belti, en hvítan koll, hæst uppi. En við rætur hans fellin bak við byggðnia í Öræfum, þar á meðal hið sögu- fræga Svínafell og Jökulfell upp af Bæj- arstaðarskógi. í norðvestri getur að líta hinn þverhnípta Lómagnúp, sem hreykir sér hátt yfir stærsta eyðisand á íslandi. Bak við hann í vestri hillir undir hálendi Vestur-Skaptafellssýslu allt vestur um Mýrdalssand, svo langt sem augað eygir. En ef litið er nær og ofan á láglendið, mætir auganu mikið af því gróðurlendi sveitarinnar, sem enn hefir staðið af sér alla tortímingu af völdum vatna, elds og íss og undir hlíðum fjallanna byggðar- býlin smáu, víðast mörg samtýnis. III. Enn í dag brotnar bylgjan á Ingólfs- höfða. Hann hefir staðið af sér öll veðra- föll og vábresti liðinna alda, en veitir hæli þúsundum sjávarfugla, alveg eins nú og á dögum Ingólfs fyrir meira en tíu öldum. ,Saga Ingólfshöfða er að þessu leyti hin sama og saga Öræfanna og annarra ís- lenzkra sveita. Þrátt fyrir eldgos og ógnir jökulhlaupa, blómgast ennþá byggð í Ör- æfunum. Fólkið, sem þar býr, ærjar jörð- ina og ávaxtar arfleifð áa sinna með gleði og ánægju enn í dag. En nú næða naprir stormar í þessu þjóð- félagi. Nú er sótt að sveitunum frá ýmsum hliðum, og meira að segja þeirri kenningu haldið hátt á loft, að byggðir sveitanna beri að leggja í auðn að miklu leyti, þrátt fyrir vitnisburð sögunnar og viðvörunar- orð margra hinna mikilhæfustu manna þjóðarinnar. Meðal annarra hefir . hinn þjóðkunni \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.