Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 15
T í M I N N
15
fágætur varningur þessa síðustu og verstu
daga.
Fanney: Þú skalt fá að kynnast því
karl minn. (Tekur kjól upp úr tösku,
klæðist í hann. Kári og Frosti horfa út
um gluggann, en geta þó ekki látið vera
að gefa Fanney auga).
Kári: Hvaða ólukkans híalín er þetta,
sem þú ert nú að fara í Horfir á hana .
Það sézt í gegn um kjólinn — inn á þig
bera.
Fanney: Allt er hreinum hreint. Ef auga
þitt hneykslar þig, þá sting það út ....
Kári: Ég tala ekki um það. Heldur meina
ég, að þetta sé engin skjólflík. Ég get lán-
að þér kjól af konunni minni sáluðu. Þið
eruð áþekkar ______
Fanney: Þeir minntust ekki á það í út-
varpinu, að ég ætti að hafa fría kjóla, en
hitt fullvissuðu þeir mig um, að mér yrði
borgað hátt kaup eða álíka og útvarpið
borgar, — en allir vita áð það borgar
betur en nokkur önnur stofnun, sem þarf
á kvenfólki að halda.
Kári: Og dettur þér i hug að trúa þvi, að
við sveitamennirnir borgum eins og út-
varpið.
Fanney: Útvarpið er um alla hluti til
fyrirmyndar. En sleppum því. Ef þú verð-
ur mér eftirlátur, verð ég vægari í kaup-
kröfum.
Kári: Ætlí ég vinni það ekki til að lofa
þér að doska svolítið, ef þú slakar til með
kaupið.
Fanney: Þá er bezt að ég fái erindisbréf
hjá þér.
Kári: Hvað er það?
Fanney: Hvernig ráðskona á að haga
sér og hvað hún á að gera?
Kári: Ætli það sé ekki bezt, að þú gerir
allt, sem konan mín gerði. Ég get varla
boðið betur.
Fanney: Já, ég skal vera reglulega góð
kona. En það er nokkuð, sem þú mátt
ekki gleyma, — að ég er ráðskonan og
ræð öllum hlutum hér á heimilinu.
Kári: Já, auðvitað — með mér.
Fanney: Alveg rétt skilið — að þér með-
töldum, því að eins og þú sérð færðu ekki
, unga stúlku nema hún hafi fullkomið ein-
ræði. — Þóra, svo er bezt að við förum að
undirbúa kvöldmatinn. Hvað eruð þið vön
að hafa til matar?
Þóra: Við borðum vanalega til kvölds
skyrhræring og slátur.
Fanney: Mér finnst það nú óhóf að slátra
á sumrin. Við skulum hafa steiktan lax.
Ég sá svo mikið af laxi, þegar ég kom.
Kári: Hvað segirðu? Lax, sem á að fara
til Englands. Heldurðu að við förum að
borða lax?
Fanney: Já, elsku vinur! Nú ræð ég, og
við borðum bara góöan mat. Við Þóra önn-
umst um matinn. Frosti! Náðu í sæmilega
stóran lax.
Kári: Ég segi nei. Hér verður ekki borð-
aður lax.
Fanney: Ég segi jú. Ég er ráðskona hér á
heimilinu, Kári minn. Það er bezt að þú
sækir laxinn sjálfur. Ég klappa þér á kinn-
ina og kyssi þig á nefið, þegar þú kemur
með hann. Fljótur, vinur! — Þóra, þú kant
náttúrlega að steikja lax. Ég kann það
nefnilega ekki.
Þóra: Nei, það kann ég ekki. Hér hefir
aldrei verið borðaður lax, síðan ég kom
hingað.
Fanney: Allt í lagi með það. Ég tók með
mér matreiðslubók, og hana skal ég gefa
þér, þegar ég fer, og eigðu svo karlinn
líka. Lázt þér ekki vel á hann?
Þóra: Þó það væri nú. Það er nú hægt að
láta sér lítast á annan eins mann og hús-
bóndann hérna.
Kári: Hérna kemur laxinn, telpa mín.
Búðu nú til reglulega góðan mat.
Fanney: Fínt er; og hérna er nefkossinn
og klappið. (Tekur um kinnar hans og kyss-
ir hann á nefið).
Kári: Það er nú langt síðan maður hefir
notið svona atlætis.
Fanney: Þá er það nú matreiðslubókin.
Þóra mín, dubbaðu þig nú upp, farðu í
slopp og settu á þig skuplu.
Þóra: Ég á hvorugt til.
Fanney: Þá skal ég lána þér það. (Tekur
slopp og skýluklút upp úr tösku).
Þóra: Heldurðu ekki, að þetta sé of lítið
á mig? Þú ert svo grönn
Fanney: Jú, þetta er í lagi. Þú herðir þig
dálítið saman um mittið. (Færir hana í
sloppinn). Svona. — Nú kemur skuplan.
Þú ættir bara að sjá þig í spegli. Nú lízt
húsbóndanum á þig. — Nú brasar þú eins
og skrifað stendur: „Laxinn er skafinn frá
hausnum aftur eftir roðinu. Að því búnu
er hann þveginn, slægður, skorinn í stykki.
Yfir þau er stráð muldum tvíbökum. Síðan
eru þau steikt í smjöri.“ — Nú fer ég að
leggja á borðið. Hvar er borðbúnaðurinn?
Þóra: Borðbúnaður? Við brúkum aldrei
borðbúnað nema á jólunum. HúSbóndinn
geymir hann sjálfur.
Fanney: Ég skal fara og tala við hann.
(Kári kemur inn).
Það er gott að þú komst. Ég ætlaði að
fara að leita að þér. Þóra segir, að þú
geymir borðbúnaðinn.
Kári: Hvað er með það? Þú ætlar þó ékki
að láta mann borða laxinn með hnífapör-
um?
Fanney: Jú, ég hafði nú hugsað mér að
láta borða laxinn með hnifapörum. Á með-
an ég verð hér ráðskona skal kotungs-
bragyrinn víkja, en vegur þinn vaxa.
Kári (dregur út skúffu): Hérna koma þá
hnífapörin.
Fanney: Þakka þér fyrir. Ég skal fram-
vegis losa þig við það ófnak að geyma
hnífapörin.
Fanney (kallar): Þóra, ég er búin að
leggja á borðið. Við skulum bei'a inn mat-
inn. — (Þóra kemur með matinn).
Fanney: Gerið þið svo vel.
Fanney: Hvernig smakkast yður mat-
urinn?
Þóra og Frosti: Vel. Ágætlega.
Kári: Maturinn er ágætur. En það er
dýrt að lifa á sýöna mat, nema fyrir út-
gerðarmenn eða verksmiðjueigendur.
Fanney: Þér finnst þetta dýrt. En held-
urðu að það kosti ekki neitt að halda hjá
sér ungri stúlku, sem er eftirsótt af ung-
um mönnum? Ég get nú sagt þéKþað, vin-
ur minn, að það er nú taxti á því eins og
öðru í Reykjavík. Fyrsta gifting er venju-
lega afkvæmi — eða kannske ást. Önnur
gifting góð staða, þriðja gifting peningar
og hálfdauður karl, en þú færð mig korn-
unga og fjöruga, — kannske heldur fjör-
uga — ég veit það ekki, — og gefur mér
með eftirtölum lax að borða, sem þú færð
fyrir ekki neitt.
Kári: Þá skal ég segja þér sögu, sem
sannar mitt mál, að mér finnst lax vera
dýr matur. Fyrir í kringum 20 árum, lagði
ég- fimm þúsund krónur í útgerð í Reykja-
vík, og mér var lofað margfaldri uppskeru.
Svo liðu þrjú ár og engan fékk ég pening-
inn. En einu sinni, þegar ég var að spyrj-
ast fyrir um þetta, tók forstjórinn óvenju-
lega vel á móti mér og bauð mér að borða
með sér og tveim stúlkum, og við borðuð-
um lax (lágt) — og það vár nú eitthvað
meira.
Fanney: Einhver hressing með.
Kári: Já. Og stúlkan, sem sat hjá mér,
hafði góða lyst og var ósköp blíö við mig.
Svo man ég ekki vel. — En seinna, þegar
ég fór að rukka forstjórann og vildi fá
mitt útborgað, þá sýndi hann mér bara
skjal, þar sem ég hafði viðurkennt, að
hann væri búinn að borga mér þessa upp-
hæð. Af þessu getur þú séð, að það er ekki
undarlegt, þó að mér finnist lax dýr mat-
ur.
Fanney. Þú hefir látið leika laglega á þig.
En nú er bezt að þú lofir mér að veiða
laxinn.
Kári: Já, þú mátt það og þá er bezt að
hafa þaö svoleiðis, að við borðum þann lax,'
sem þú veiðir.
III. ÞÁTTUR.
(Baðstofan á Urðarfelli. Kári situr á
rúmi sínu og fléttar reipi.. Fanney kemur
inn, klædd í baðföt. Kári lítur á hana með
vandlætingasvip. Slær á lærið).
Kári: Hvað er að sjá þetta. Kemur klæð-
laus neðan úr á, (Meir við sjálfan sig). Já,
hjúin gera garðinn frægan.
Fanney (hlæjandi). Hraust sál í hraust-
um líkama er markmið sem unga fólkið
stefnir að. Nú ætla ég út og laga svo lítið
til í garðinum hérna fyrir framan húsið,
— gróðursetja sumarblóm og túlipana.
Kári: Ég skil ekkert í því, að mér skuli
ekki hafa dottið það fyrr í hug að fá mér
svona röggsama ráðskonu. Þegar hún
vaknar einhvern tíma milli dagmála og há-
degis, þá byrjar húnxá því að baða sig. Síð-
an liggur hún í sólbaði. Að loknum miðdeg-
isverði fær hún sér blund. Og að því búnu
fer hún að hlúa að sumarblómum og túli-
pönum.
Fanney: Ég skal rækta hér alls konar
fjörefni handa þér.
Kári: Ég held að það verði nú erfitt fyr-
ir þig að kenna mér að éta túlipana.
Fanney: Það er nú veizlumatur. Nú fer
ég, láttu þér ekki leiðast, vinur minn.
(Kyssir á fingur til Kára).
Kári: Farðu í einhverja spjör utan yfir
þig, ég get aldrei vanist því að sjá þig
striplast bera fyrir augunum á mér.
Fanney: Ekki kvartaði Adam, þó að Eva
væri létt klædd.
Kári: Ég mun nú ekki heldur kvarta, ef
þú verður mér þvílík kona sem hún var
Adam, telpa mín.
Fanney: Ég skal að minnsta kosti gefa
þér epli.
Kári: Já, ég trúi því. Þær eru ekki spar-
ar á eplin hennar Evu, ^stúlkurnar nú til
dags.
Fanney: Þú veizt, að samkvæmt kenn-
ingum frægustu lækna, verða ungar stúlk-
ur að hafa nóg fjörefni, og trúað gæti ég
þvi, að rannsókn á mér leiddi það í ljós,
að ég væri ofhlaðin fjörefnum.
Kári: (Kankvís). Stattu þá viö orð þín
og komdu með epli, telpa mín.
Fanney: (Tekur epli úr vasa sínum). Hér
hefir þú eplið frá þinni Evu. Það er að
vísu ekki að skilningstrénu í aldingarð-
inum- okkar, það er af skilningstré þjóð-
stjórnarinnar.
Kári: Er það þá ekki skemmt?
Fanney: (raular)
Ó, Edens eilífa ástin sanna,
hve aumt er lífið og dauft án þín.
Þú veitir sætleika syndum manna.
Þinn sigurfögnuður aldrei dvín.
Framh. á 47. síðu