Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 11
T í M I N N 11 DAGFIMUR BONDI: Ráðskonau á Urðarfelli Leikrit í 6 þáttum. LeiJcrit þetta var flutt i útvarp fyrir nokkrum árum á kvöldvöku starfsfólks Ríkis- útvarpsins. Siðan hafa 'víðsvegar að af landinu komið óskir um að fá það léð til flutn- ings á leiksviði, en á því voru verulegir erfiðleikar, þar sem leikritið var samið bein- linis fyrir útvarp. Nú hefir höfundur breytt leikritinu allmikið og leyft Tímanum að prenta það í jólablaöi sínu. í óðru leikriti, sem fjallar um sömu persónurnar og einnig hefir verið flutt í út- varpið, segir nánar frá skiptum þeirra Fanneyjar og flugmannsins og vináttu þeirra Flóka útgerðarmanns og Kára bónda. Höfundurinn heitir réttu nafni Dagfinnur Sveinbjörnsson. Hefir hann starfað hjá Ríkisútvarpinu frá því er það tók til starfa. í frístundum sínum semur hann leikrit. Sum þeirra hafa verið flutt i útvarpið og hlotið vinsœldir. Þá má að geta þess hér, að Dagfinnur Sveinbjörnsson hefir nýlega lokið við að semja óperettu, er Tónlistarfélagið mun sýna i Reykjavik eftir áramótin. Nefnist hún „í álö g u m“. Hefir Sigurður Þórðarson tónskáld, samiö músikkina, en Victor Ur- bantschits stjórnar hljómsveitinni og Haraldur Björnsson annast leikstjórn. I. ÞATTUR. Heima á Urðarfelli. Baðstofa. Tvö rúm sitt undir hvorri hlið. Yfir þau eru breiddar salúnsábreiður. Þóra vinnukona situr á innra rúminu vinstra megin. Hún er að festa tölur í kraga á ullar-peysu. Raular lágt, bros leikur um varir hennar. Hún er þokkalega klædd. Vel greidd. Hárið fléttað í tvær fléttur. Hún er um fimmtugt. Kári bóndi kemur inn. Hann er um sextugt með hæruskotið hár og skegg. Þokkalega klæddur. Kári: Öll þín verk hefir þú vandað vel Þóra mín, en natni þín við þessa peysu er því líkust, að þú sért að dekra við hvít- voðung. Þóra (kankvís): O, jæja. Það er nú for- hlaupin tíð, húsbóndi góður, en hitt er rétt, að ég hefi vandað vel til peysunnar. Kári: Þetta er útmetin skjólflík og prýðilega fallegt handbragð á henni. Það er sjálfsagt fyrir þig að setja hana á basar í Reykjavrk, þá færðu gott verð fyr- ir hana. Þóra: Nei, ónei. Hvorki er henni ætlað að rykfalla þar eða lenda á einhverjum lúsalubba. Kári: Þá held ég þú ættir að láta þjóð- stjórnina fá hana. Það er hvort sem er farið að næða svo kalt um hana. Þóra: Henní er ætlað að skýla þér hús- bóndi góður. (Með áherzlu): Já þér og engum öðrum. (Réttir honum peysuna). (Hann tekur við henni, skoðar hana um stund). Kári: Já, mjúk er hún og hlý er hún, — eins og hugarþelið þitt mér til handa, Þóra mín. Þóra: Reynist hún jafn haldgóð, ætti hún að geta orðið þér til nokkurra nytja. Kári: Já, satt segir þú það. Við skulum nú sjá, hvernig peysutetrið fer á skrokkn- um á mér. (Fer í peysun'a). Hæfilega stór er hún. Þóra: (Færir sig nær, hálf hikandi, byrjar .að hneppa kraganum). Frosti; (Vinnumaður, kemur inn. Hann er í heimatilbúnum fötum með sokkana utan yfir og húfuna aftur á hnakka. Hann er um tvítugt). Það, það lenti flugvél í foss rétt fyrir of- an, vildi ég sagt hafa, foss. Kári: Hvað segirðu. Lentu þeir nú í fossinum bölvaðir angurgaparnir þeir .arna? Frosti: Nei á bökkunum fyrir ofan foss. Hefði hann farið í fossinn, hefði hann ekki gert þá bölvun af sér, sem hann gerði. Kári: Skemmdi hann nátthagagirðing- una? Frosti: Nei ekki gerði hann það. En hann fældi undir henni Jónu á Hóli svo að hún endasentist úr söðlinum. (Hlær). Mér sýndist hún vera orðin að flugvél. Kári: Meiddi hún sig þá ekki stelpuang- inn? Frosti: Hún brákaðist eitthvað í mjaðm- arbeinssköflungnum og á handleggnum og fékk náttúrlega blóðnasir og svo eitt- hvað fleira, — en það versta var, að söð- ullinn eyðilagðist, því að klárinn varð bandsjóðandi vitlaus. (Barið að dyrum). Kári: Frosti, farðu til dyra. (Hann fer). (Kári greiðir skeggið). Manni vinnst ekki einu sinni tími til að þakka þér fyrir gjöfina, Þóra litla. (Frosti kemur inn). Frosti: Hann er kominn þessi útgerðar- Flóki sem var hér á dögunúm. Kári: Nú, láttu manninn koma inn. (Frosti fer. Þóra fer einnig). Flóki: (Kemur inn. Hann er klæddur í falleg ferðaföt. Hann er um fertugt, nokkuð feitur, rjóður í andliti). Komdu sæll og blessaður, Kári bóndi. Kári: Já sæll. Fáðu þér sæti á rúminu því arna. (Bendir á rúmið). Flóki sezt. (Kári kallar): Þóra, Þóra komdu með kaffi handa manninum. Komstu í bíl frá Reykjavík Flóki: Nei ég kom í flugvél. Það er nú fullreynt, að í þinrii landareign er af náttúrunnar hendi ágætur flugvöllur, sem við lentum á heilu og höldnu. Kári: Ég þarf nú ekki að fá mann frá Reykjavík til að segja mér, hvaö Guð og náttúran hafa fyrir mig gert hér á Urð- arfelli. En hinu get ég frætt þig á, að þið voruð rétt búnir að sálga stúlku hér af næsta bæ. Flóki: Hvað segirðu. Slasaðist stúlka? Kári: Já víst var svo, og eyðilagðist nýr söðull. Flóki: Nú, það er sjálfsagt að fljúga með hana til Reykjavíkur. Kári: Til þess að klára hana alveg eða hvað? Ónei, láttu það nú vera. En eitt- hvað hefir þér verið á höndum, fyrst þú komst hingað fljúgandi? Flóki: Það þarf ekki að vera mikið er- indi, þó að maður bregði sér til fundar við kunningja sinn. Annars má telja, að ég hafi merk tíðindi að færa þér. Kári: Nú, nú, láttu mig heyra. Flóki: Þú manst það, þegar ég byggði sumarbústaðinn uppi undir fjalli, setti ég hann þar, sem þú taldir að hiti væri fólginn í jörðu. Nú hefi ég sannprófað, að þessu er þannig varið. Kári: Nú.. og.. Flóki: Nei, nei, ég hefi ekki brotið boð- orðin, sem þú gafst mér, viðkomandi jarðraski á þessum slóðum. Kári: Nei það má ekki koma fyrir, því að það eru forn ummæli, að ekkert megi hreyfa við Fögrubrekku, eins og ég sagði þér. Flóki: Að sjálfsögðu ekki. En nokkru 'of- ar í fjallinu telja fróðir menn hentugt að bora eftir heita vatninu. Og, ef svo reyn- ist, þá streyma auðæfin sjálfkrafa í fang þér. Kári: Þú lýgur nú svo hratt, að ég hefi ekki við að trúa. Flóki: Jú sjáðu til. Takist að beizla þessa auðsuppsprettu, og heita vatnið streymir inn á hvert heimili sveitarinnar, þarf ekki langar útskýringar til að sýna, hver verður hlutur Urðarfellsbóndans. Kári: Spilaborgir hafa nú allajafnan reynzt okkur sveitamönnum skjóllitlar gegn hretviðrum lífsins. (Þóra kemur með kaffið. Flóki tekur upp vínflösku, og hell- ir saman við kaffið). Kári: (Glaður). Já, nú líkar mér bet- ur við þig, og þá er bezt að við tökum upp léttara hjal. (Ákafur). Tókst þér að útvega mér nokkra kvenmannstjátlu? Flóki: Ónei, ekki er það orðið enn. Þú villt ekki annað en unga stúlku, en þær vilja ekki vinna. Kári: Ég mundi nú ekki drepa hana úr þrældómi, ef hún væri viðfeldin og upp- lífgandi. Ég er svoleiðis gerður, að mér þykir skemmtilegra að sjá snjáldur á lag- legri stelpu heldur en að hafa einhverja kolkrímu fyrir augum mér. Flóki: Satt segir þú. Mér dettur ráð í hug. Skál. Auglýstu í útvarpinu eftir ráðs- konu. Kári: Þar sagðir þú orð af viti. Útvarpið leysir hvers manns vanda. En ég hefi ekki hugsað mér að taka ráðskonu. í fyrsta lagi vegna þess, að ég veit ekki hvernig Þófa tæki því, ef ráðskona kæmi hingað, og svo er kaupið, — kaupið verð- ur maður að hugsa um fyrst og fremst. Það yrði stórum mun hærra handa ráðs- konu .... Flóki: Sjáðu til. Nú eru óbyrjur bæjar- ins búnar að þyrla upp slíku moldviðri kringum þær stúlkur, sem gera sér það til gamans að eignast króa í lausaleik, að þær vilja fegnar komast úr fjölmenninu í kyrrð sveitanna, og þá hvað helzt ger- ast ráðskonur, því að þaðan liggur leiðin venjulega upp í hjónarúmið, en sá sem ánetjast verður venjulega að bæta við sig einum króa, sem ber ekki að öllu leyti hans eyrnamark. Kári: Ég hefi nú alltaf verið lítið fyrir það að láta óviðkomandi taka út í minn reikning. En hvað um það. Kvenmann verð ég að fá, og ekki trúi ég,' að stofnun eins og útvarpið, sendi frá sér annað en fullgilda vöru. Hrólfur: (Vestur-íslenzkur flugmaður, um tvítugt. Klæddur í flugmannabún- ingi). Komið þið sælir. (Heilsar Kára með handaþandi). Fagurt um að litast á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.