Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 47

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 47
T í M I N N 47 IV. ÞÁTTUR. Viku seinna. Sama umhverfi. Kári (Hrýtur. — Þóra kemur inn með skyr). Þóra: Nú skil ég, hvers vegna húsbónd- inn hérna hlustar alltaf á útvarpsþuluna. — Og hvernig fór ekki á Gili. Jón hætti að tala við konuna, vegna þess að hún hafði ekki eins fallega rödd og þulan. Það vant- aði nú bara, að þessi ákafi hans Jónasar að ná í fallega rödd í útvarpið yrði til þess, að bændurnir afræktu konurnar eða svo gott sem konurnar. (Syngur). Húsbóndinn góði og heimilið hamingju mér og unað veitti. En útvarps-skammar-ólánið ánægju minni í sorgir breytti. Vakti ég þig, Kári, með sönglinu úr mér? — En hérna er maturinn þinn. Kári: Mikið sýnist mér þetta skrítið •skyr, sem þú kemur núna með, Þóra. Þóra: Það er líkt og það hefir verið, síð- an ráðskonan fór að búa það til. Kári: Ég held að það væri betra, að mað- ur gæti borðað matinn, þó að maður hafi ekki hnífapör og þessa dulu til að breiða framan á sig. (Smakkar. Skirpir). Þetta er auma jómfrúskyrið. Það er eins og það séu hrærð saman við það laxahrogn. Þóra: Svona skyr hefði nú einhvern tíma verið kennt við aðra skepnu. Kári: Ég get nú bara ekki borðað þenn- an óhroða. Fanney (kemur syngjandi inn): Jæja, húsbóndi góður! Tekst mér ekki vel að búa til skyrið? Kári: Já, jú-jú, það er ágætt. Fanney: Ætlarðu ekki að borða meira? Kári: Nei, það er nú ekki gott að borða mikið af skyri. Fanney: Nú líkar mér við þig, — En eig- um við ekki að hlusta á útvarpið? (Músik), „Útvarp Reykjavík". Hér koma tilkynn- ingar: í dag, sunnudaginn 21. þ. m. verður haldið svifflugmót á Gljúfurárbökkum. Hinn heimsfrægi landi vor, Hrólfur Gerpir, sýnir-listflug. Lýsingu af listfluginu verð- ur útvarpað. Bílar frá Steindóri annast fólksflutning að og frá mótinu.“ Kári: Svifflug! — Finnst þeim nú ekki nóg slys, sem verða á skíðum, þó að ekki sé stofnað til nýrrar slysahætta með þessu svifflugi? Mér má auðvitað á sama standa. — Frosti! Við verðum að byrja í dag að grafa ' fyrir hitaveitupípunum heim að bænum hérna. Frosti: Hvað? Hitaveitunni? Verður byrjað á aðalleiðslunni fyrr en næsta'vor? Kári: Það má einu gilda. Það er eins gott að hafa skurðina tilbúna. Frosti: Mig hálflangar nú til að fara á flugmótið í dag. Þetta er svo sjaldgæf skemmtun. Sérstaklega langar mig til að sjá listflugið. Kári: Dettur þér þetta í hug svona um aðalannatímann? Mér finnst það ekki viðeigandi fyrir fullorðið fólk að standa og glápa á þetta og fá svo kannske flug- urnar í hausinn. Svo finnst mér nú, að þú ættir að una þér heima hjá þessari ungu, laglegu ráðskonu. Fanney: Já, takk fyrir komplímentin, bóndi góður. — En ráðskonan ætlar að fara á mótið. Maður sleppir nú ekki svona auðfengnu tækifæri til að horfa á heims- frægan íslending sýna listflug. Kári: Hvað? Ætlar þú? — Hver hefir leyft það? Fanney: Þú athugar það, elsku vinur, að það er ráðskonan, sem talar. Við för- um öll á flugmótið. Blessaður húsbóndinn líka. Svo vinnum við þeim mun betur alla næstu viku. Þú sannar til, þetta margborg- ar sig. Og nú færð þú í annað sinn nef- koss og klapp. Kári: Ja, — þú kant lagið á hlutun- um, kindin mín. Fanney: Við skulum bara vera tilbúin, þegar bíllinn kemur hérna fram hjá. — En segið mér, er nokkur sundlaug þarna nálægt? Frosti: Það má synda í ánni. Fanney: Fínt er. Þá hefi ég sundbol með. Frosti gættu að bílnum. (Syngur). Þóra: Ekki held ég, að ég eigi erindi á þetta mót. Fanney: Hvort þú átt erindi, manneskja á bezta giftingaraldri, sem vantar mann. Búðu þig í skyndi. Þarna verður mikið mannval. — Kári, bóndi, lízt þér ekki vel á okkur? Heldurðu að það verði ekki gam- an að vera með okkur? Dansaðu við mig eftir útvarpsmúsik. (Syngur). Fanney: Þú ert bara svona fírugur, karl- inn. Ekki held ég að þú þurfir að láta hann Jónas Sveinsson yngja þig upp. Kári (móður): Þú — þú ert svoddan ein- stakt fiðrildi. — Frosti (kallar): Bíllinn kemur. Flýtið ykkur. (Heyrist í bíl. (Söngur). V. ÞÁTTUL. Á flugvellinum. — (Þulur lýsir flugmót- inu. Hljóðnemi). „Útvarp Reykjavík" — Útvarp Reykja- vík: Eins og getið var um í auglýsingu í hádegisútvarpinu, verður útvarpað lýsingu á listflugi, sem hinn kærkomni, heimsfrægi landi vor, Hrólfur Gerpir, ætlar að sýna hér í dag. Tæknin er tákn vorra tíma. En ekkert er þó alfullkomið og það, sem okk- ur vantar hér, er sjónvarpsstöð. En af því að hún er ekki til, hefir mér verið falið það vandasama verk að koma hér í þetta skarð tækninnar og senda eftir leiðum loftsins það, sem hér kann að bera fyrir augun, til ykkar, kæru hlustendur. — Hér er hátt til lofts og vítt til veggja. Himininn hvelfist heiður og blár yfir þessum fagra dal, sem er umluktur háum fjöllum á tvo vegu. — Það kvað vera nauðsynlegt, til þess að nægilegt uppstreymi fáist. Eftir miðjum dalnum rennur Gljúfurá, breið og lygn, þar til hún steypist í gljúfur það, sem hún dregur nafn sitt af. Þar myndast hár foss, svo kallaður Háifoss. — Þennan foss hefir sveitin virkjað með miklum myndarskap, svo að nú sendir hann ljós og yl inn á hvert heimili sveitarinnar. Það er rétt að geta þess, að hér á þessum fagra stað er mikill mannfjöldi saman kominn ,og ekki hafa stúlkurnar látið sig vanta, sem og vænta mátti, því að þeirra er ævinlega mátturinn og dýrðin. Hér held ég, að sjón- varpshæfiléika minn bresti, hvað kven- fólkinu viðkemur, enda held ég að engin sjónvarpsmynd jafnist' á við það að hafa þær hjá sér í eigin persónu. Áður en list- flugið hefst syngur hinn þekkti söngvari, Erikko Hvammstangi, söngóð, sem ortur hefir verið í tilefni dagsins, hvort tveggja eftir söngvarann, og það má geta þess hér, að það er skammt undan 25 ára söngaf- mæli hans, og þá syngur hann eingöngu lög og Ijóð eftir sjálfan sig. . (.... Söngur — Flugljóð). Þulur: Nú kemur skrið á mannfjöldann, og inn á flugsviðið gengur nú hinn frægi flugmaður, Hrólfur Gerpir .... (Lófa- klapp og hróp) .... Honum er fagnað á- kaflega af mannfjöldanum, eins og þið heyrið. Hann er hár maður, fríður og ákaf- lega glæsilega búinn. Reykjavíkurstúlkan, sem talaði í útvarpið, er hér nærri. Henni verður mikið um. Hún segir að hann sé aldeilis agalegur draumur og alveg voða- lega fix, og stallsystur hennar, sem allar eru í næfurþunnum silkisokkum, með lykkjuföllum, taka undir þetta, og segja, að hann sé svo mikill draumur, hvernig hann bara gengur, og hann fer svo voða- lega vel í fötunum sínum, segja þær. En aðrar stúlkur, sem standa meir álengdar, og eru í íslenzkum þelsokkum, þær bera sínar kvenlegu hugrenningar meir í hljóði. íslenzka ullin virðist vera hollari fyrir taugarnar..... Flugmaðurinn gengur nú að flugvélinni, og stígur upp í hana. Hann setur hreyfil- inn í gang (flugvélarhljóð) .... Nú hefur hann sig léttilega til flugs, stefnir hægt og rólega upp á við, nú er hann kominn í nokkra hæð. Nú hvolfir hann flugvélinni, byltir sér á hliðina, seypir sér nú í kröpp- um beygjum og hringum og örskjótt niður á við, og á næsta augnabliki hringar hann sig aftur upp á við. Nú stingur hann sér kollhnís (óp og köll) .... fólkið æpir af hrifningu .... nema stúlkurnar í ullar- sokkunum, þær þegja og taka fyrir hjart- að. Nú réttir hann vélina rólega við aftur, lætur hana síga hægt niður, alveg niður undir vatnsflötinn á ánni. Nú tekur hann krappa beygju, svo að vængbroddurinn snertir nærri vatnið, og nú beitir hann vél- inni allt í einu og örskjótt upp á við. Hann flýgur þráðbeint upp, nefið á vélinni stefn- ir beint upp .... (hvellur) .... Það heyrist hár hvellur! Það sést blossi í loftinu .... það er eitthvað að (ókyrrð og hávaði) .... Flugvélin fellur logandi niður .... en flugmaðurinn hefir sloppið, hann kastar sér út í fallhlíf .... fallhlífin þenst nú út, hann hægir ferðina .... hann • fellur beint niður í ána (hávaði og köll) .... fólkið þyrpist að...Flugmaðurinn t) hefir lent rétt ofan við hávaðana, fall- hlífin ber hann undan straumnum (hávaði og hróp)......Hér er nýr voði á ferðum. Flugmaðurinn nær ekki sundinu, hann er flæktur í böndunum, hann berst með straumnum, en fossinn og hengigljúfrið er rétt fyrir neðan hann .... (hróp og hávaði: Kastið þið línu til hans! Kastið þið línu). Það er kastað til hans iínu, en það stoðar ekki, hann tekur hana ekki.....(Hávaði) hann berst undan straumnum, þangað sem áin mjókkar fyrir ofan fossbrúnina sjálfa. .... (Hávaði). Það kastar sér einhver í ána. Það er stúlka, hún syndir með taug til flugmanns- ins og með línu bundna um sig..... Þulur: Hvaða stúlka er þetta? Kári (nærstaddur): Nú, það er ráðskon- an mín. Þulur: Hvað heitir stúlkan? Kári: Fanney, ráðskonan mín. Þulur: Stúlkan heitir Fanney, og er ráðs- kona hjá Kára bónda á Urðarfelli. Hún er Reykjavíkurstúlka. Nú er hún komin að flugmanninum. (Hávaði og hróp). Mannfjöldinn er lost- inn skelfingu, því að nú berast þau óðfluga undan straumnum fram að fossbrúninni. (Neyðaróp) Það sést ekki vel héðan, hvað er að gerast (Hróp ....) Stúlkan hrópar, hún er búin að festa tauginni um flug- manninh, þau eru dregin að landi........ En þau berast fram í straumflauminn, rétt fyrir ofan fossinn (Hræðsluóp. ) Ef taugin slitnar .... (Hróp ....) Honum hefir tekist að losna við fallhlifina .... 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.