Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 27
T í M I N N 27 kliður, því að þarna eru 200 ær komnar saman í einn hóp. Þegar búið er að koma fénu inn í rétt- ina, eru lömbin fyrst tekin og mörkuð, svo að fullorðna féð troði þau ekki undir. Tveir menn handsama lömbin og tveir marka. Hnífarnir leika í höndum mann- anna, og beitt blöðin rista sundur eyrun á lömbunum. Senn er búið að marka öll lömbin, 150 alls, og þá er tekið til að rýja. Hvorki eru notaðir hnífar né klippur, því aö ullin á færeysku fé er svo laus um Jónsmessu- leytið, að auðvelt er að fletta reifinu af kindunum. Þær eru lagðar á grasflöt und- ir réttarveggnum og bundnar, og þar situr hver maður yfir sinni kind við rúninguna. Litur á fénu er margvíslegur. Sumt er svart, annað mórautt og grátt, og sumt er hvítt. Það er búið að rýja rúmlega helftina af fénu, og stórir ullarbingir eru komnir við réttarvegginn. Einn maður er að ljúka við að rýja á. Hann rís upp til þess að sækja sér vátn að drekka. En þá verður honum litið út á fjörðinn. Hann sér reyk leg^ja upp á ströndinni hinum megin. Honum hrekkur blótsyrði af munni. „Grindaboð, grindaboð,“ hrópar hann há- stöfum. Hér er ekki um neitt að velja. Mennirnir rjúka á fætur, leysa kindurnar og sleppa jafnvel sumum hálfrúnum. Um það tjáir ekki að sakast. Því, sem á landi er, má alltaf ná aftur, en það, sem í sjónum er, bíður ekki. Þeir hlaupa til bæjar, hver sem bezt getur, þrífa hvalastingi og línur úr naustunum og fleygja upp í bátinn og setja hann á flot í snarkasti. Allir hlaupa upp í hann, setjast undir árar, spyrna við berum fótunum og róa sem mest þeir mega, þangað, sem grindarinnar er von. Svo kappsamlega er róið, að freyðir fyrir stafni alla leiðina. Tíu bátar eru þó komn- ir á vettvang á undan þeim, og margir fleiri eru á leiðinni. Grindin er fremur spök, stefnir beint einn í hvalvogana og fer sér ekki óðslega. Nóg lið er nú komið á vettvang, til þess að fylgja þeim eftir. Allt í einu tekur grindin sprett og virðist Slœttaratindur á Austurey, milli Eiöis og Funnings- fjarðar, liœsti tindur Fœreyja, 882 metrar. Hann er lítið eitt lœgri en Esjan. — Myndin er tekin rétt fyrir lágnœttið, og sést sólin á lofti við tind- inn. Um Jónsmessubilið er sólin á þessum slóðum í hafi hálfa klukkustund um lágnœttið. ætla að sveigja til hafs. En þegar minnst varir þyrpist vaðan saman og hvalirnir nema staðar með hausana uppi í sjávar- skorpunni. Þegar bátarnir eru komnir fyr- ir hana, fara þeir á kreik að nýju og stefna nú beint til lands og nema ekki staðar fyrr en inni í vognum. Nú lætur grindaformaðurinn bátana leggja að landi og sækja kaststeina. Nokkrir bátar gæta vöðunnar meðan þessu fer fram. Þegar allir eru reiðubúnir, er bátunum skipað til atlögunnar. Þeir eru nú orðnir sjötíu alls. Þeir eru látnir mynda tvo hálfhringi utan um vöðuna, annan nær, hinn fjær, og síðan er tekið að reka grindina með steinkasti. Hún lætur vel að rekstri, og innan lítillar stundar er hún komin svo langt inn á grunnið, að for- maðurinn rís upp í stafni með hvalavopnið í hendi og lætur leggja báti sínum fram. Ekki er vopnið fyrr flogið úr höndum grindarformannsins, en hverjum einasta báti er lagt að vöðunni, og nú byrjar ægi- legt blóðbað, er þegar litar sjóinn dreyr- rauðan. Blóðið streymir og spýtist úr hol- undum mörg hundruð helsærðra og deyj- andi hvala. Þetta er ægileg sjón þeim, sem slíku er óvanur. Bátur liggur við bát, sumir hlið við hlið, en aðrir með stefni að síðu, og milli þeirra byltast hvalirnir, slá sporðum og berja bægslum, skjóta upp kúlunni og blása rauðum sjónum hátt í loft. Sjórinn rýkur sem mjöll, og allir rekstrarmenn- irnir eru rennblautir frá hvirfli til ilja. Stundum slást sporðarnir við borðstokk- ana með brauki miklu og bramli og stund- um renna hvalirnir trjónunni beint á síð- urnar og brjóta tvö—þrjú borð í fleyt- unni. j Bátinn fyllir þá á svipstundu, og mennirnir busla og brjótast um milli bát- flaksins og stynjandi hvalanna, unz þeir komast í annan bát og byrja á nýjan leik að stinga grindina eins og ekkert hafi ískorizt. Það er brimsúgur við ströndina. Þar standa þeir, sem skera á landi. í hvert skipti, sem alda brotnar í flæðarmálinu, lúta þeir frain á, áður en hún steypist yfir, eins og æður, sem stingur sér undir báru, og svo koma þeir aftur í ljós, er sjórinn sogast út. Ekki ber hval fyrr upp á grynn- ingarnar, en einhverjir vaða eðá jafnvel synda á móti honum, þrífa í blásturshol- una og skera mænuna í sundur í tveim hnífsbrögðum. Allri vöðunni hefir verið banað, alls þrjú hundruð hvölum. Mennirnir eru orðnir dauðþreyttir, margir bátar eru laskaðir og nokkrir sokknir og hvalavopn úr lagi gengin. Það er farið að hugsa til heim- ferðar. En þá sést flagg dregið upp á siglu báts úti á firðinum: Nýtt grindaboð! Önn- ur vaða er að koma. Og aftur er hverri fleytu, sem flotið getur, ýtt á sjó, og sér- hver maður, sem fær valdið ár, þrifur orðalaust um hlummana. Allt gengur vel, þar til vaðan nálgast blóðsjóinn, þar sem unnið var á þeirri fyrri. Þá vill hún ekki lengra fara. Hún er grýtt af kappi, en allt kemur fyrir ekki. Loks tekst að þoka henni ofurlítið inn eftir, og þá byrjar einn að stinga, og í sömu andrá ráðast allir að vöðunni. Þeir ganga berserksgang og stinga og stinga, unz myrkur fellur á. Allir eru kúgupp- gefnir. En hvalavaðan virðist lítið þynnast. Það reynist ógerlegt að reka hana að landi, og loks er hún yfirgefin. Allir búast við að grindin fari út, því að hver einasti bátur yfirgefur hana um kvöldið. En þegar morgnar, liggur hún enn kyrr á sama stað. Allir bátar eru mann- aðir til nýrrar atlögu, og þá hleypur hver einasti hvalur á land. Þar láta þeir lífið íyrir hnífum og hvalavopnum. Grindaformaður og „kallsmenn" fara nú að merkja og virða. Aðrir grindamenn ganga hús úr hús og er hvarvetna vel tek- ið. í hverju húsi er kostamatur á borðum, og efnaðir bændur eiga brjóstbirtu handa kunningjunum. Um kvöldið er dansstofa fengin að láni, og þar halda grindamenn gleði alla nóttl- ina og dansa og syngja gömul kvæði um fornaldarkappa og afrek þeirra. Og í sjálfu sér er það ekkert undarlegt, þótt Færey- ingar finni á slíkri stund skyldleika sinn við hinar gömlu hetjur, sem djarflegast börðust á sjó og landi. Úr slíkum dansi fara menn oft kóf- sveittir að morgni beint í ískaldan sjóinn, standa þar í vatni undir hendur og skera hvalinn, sem þeir hafa fengið í sinn hlut. En þá sakar ekki, þótt þeir sitji síðan hálf- an daginn undir árum á heimleiðinni í öllum vosklæðunum. Þeir eru harðir í horn að taka, þéssir karlar, og þeir þurfa þess líka með, því að lífsbaráttan er hörð í Færeyjum. Smalamennirnir, sem ruku snöggklæddir af stað, höfðu þó fengið utanyfirföt að láni. Sökkhlaðnir halda bátarnir af stað úr hvalavoginum. Syngjandi róa þeir, grinda- mennirnir, út voginn, kveðandi halda þeir yfir grynningarnar og fyrir nesoddan’a, syngjandi leggja þeir upp í heimavörina. Fyrstu bátunum farnast öllum vel. En svo skall á slíkt rok, að þeir, sem síðbúnastir urðu, treystust ekki fyrir nesin. Fyrst verður einn að leita lands í Brandsvík, síð- Frh. á bls. 34 Gamall bóndabœr á Velbastað á Straumey. Velbastaður er við Hest- eyjarfj&rð, skammt norðan við Kirkjubœ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.