Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 10
10 T í M I N N hinum eldri mönnum, og drógu þeir sam- an ýmsa kynlega atburði, sem orðið höfðu. Sumir höfðu heyrt hringingar í lofti eða hljóð úr jörðu en aðrir séð svonefndar pest- arflugur, — ferleg kvikindi, bröndótt að lit, og enn fleiri undur. Og svo hafði pró- fasturinn fengið einhverjar vitranir, enda hafði hann kennt hart undanfarið. Hann hafði átt að dreyma ræðutextann, sem hann lagði út af um daginn, og lika ein- hvern ægilegan gest, sem nefndist Eldriða- grímur og kominn var ofan af fjöllum. Á Hvítasunnumorgun sáu menn úr Með- allandi og Landbroti kolsvartan flóka koma upp yfir Síðumannaafrétti. Óx hann og hækkaði, unz hann byrgði norðurhvelið allt, og litlu síðar lagðist hann fram yfir byggðina. Féll þá yfir myrkur svo mikið, að ekki sá handa skil. Síðar um daginn leið af mökkurinn og myrkrið og gerði glaða sólskin. En þá hafði náttúran breytt mjög um útlit. Græni gróöurhjúpurinn var horfinn og kominn annar í hans stað, kol- svartur. Öskulagið var um þumlungsþykkt, og innan um vikursallann sást urmull af hárum eða stönglum, blásvörtum að lit, sem glitruðu kynlega við sólinni. — Næsta dag, 9. júní, óx mökkurinn mjög, en honum hélt til heiða, svo að öskufall varð ekki í byggð. En þá varð það til undra, að Skaptá tók að þverra. Eins og áður er sagt, kemur hún fram milli Skapt- ártungu og Síðu, úr dal djúpum en stutt- um. En eftir það féll meginvatnið austur með Síðunni og á ferjustaðnum hjá Kirkjubæjarklaustri var áin 140 m. breiö og sundvatn landa á milli. Dró nú úr þessu vatnsmagni sem óðast, og næsta dag var áin horfin, svo að ekki var annað eftir í farveginum en bergvatn úr byggðaánum. Bá’ða þessa daga gerði helliskúrir, og úr- koman var svo þrungin eiturefnum, að hún olli sviða i augum og hörundi, en svima í höfði. En þann 11. júní, varð snjókoma svo mikil, að haga tók af og lá snjórinn næstu 5 daga, nema á láglendi. Eldarnir tóku nú að magnast óðfluga og er ekki unnt að greina frá nema fáu einu af því, sem gerðist. En nú hafði Eldriða- grímur kvatt sér hljóðs. Gegnum gosbresti og reiðarslög tók að heyrast hvæsandi gnýr, sem hækkaði og hneig, en hætti aldrei með öllu. Var þetta helzt svipað að heyra suðuhljóði eða æsilegum fossanið. Og þegar kvölda tók, sáust margir eld- stólpar að fjallabaki, og hinn ógurlegi öskumökkur óx dag frá degi, svo að hann sást brátt um allt ísland. Gerðist loftið nú svo mengað öskuryki og gosgufum, að sól og máni misstu sína birtu og vörpuðu dap- urlegu skini á jörðina, rauð eins og blóð. Á fjórða degi gossins, miðvikudaginn 12. júní, skildu menn orsök þess, að Skaptá þvarr. Fram til þessa tíma féll áin í hrika- legum gljúfrum langt ofan af öræfum og út til byggða. En þennan dag steyptist ólgandi eldflóð fram úr gljúfrinu með dun- um og dynkjum. Vatn var enn víða í ár- farveginum, og þegar hraunkvikan féll of- an í vatnskerin, urðu sprengingar með há- um dynkjum. En yfir hraunröndinni léku þokubólstrar, sem breiddust út í loftinu og urðu að bláhvítum eimi. Þetta hraunflóð féll svo fram um hríð og læsti sig ofan í hið forna hraun, sem fyrir var, líkt og þeg- ar vatn hverfur í sand. Daugardaginn 14. júní varð mikið ösku- fall á Síðu, og enn var askan blandin hin- um svörtu steinnálum. Þær lögðust eins og breiða yfir landið, en síðan vöðlaði vindurinn þeim saman í hola ströngla, sem ultu til og frá. Að kvöldi þessa dags gerði stórregn, sem stóð af hafi, en samt var þaö svo þrungið af ólyfjan* að þar sem það féll á, setti það göt á blöð jurta og bruna- bletti á kindur, sem nú voru nýrúnar. En af •því lagði svo óheilnæma lykt, að brjóst- veiku fólki hélt við köfnun. Allir fuglar tóku nú ag flýja heimkynni og hreiður, en eftir lágu eggin dauð og óæt af brennisteini. Smáfuglarnir flugu fyrstu eirðarlausir aftur og fram, og dóu síðan umvörpum. Grasið sölnaði og féll, líkt og á síðhausti, og silungur dó í vötn- um og ám. Allt, sem anda dró, virtist dauðadæmt. — Menn reyndu að raka ösk- unni af grasinu, svo að skepnur gætu bitið, en aðrir slógu það og þvoðu og höfðu fén- að inni. Allt kom það fyrir ekki. Nytin hrapaði úr kúnum, hvernig sem farið var að, og aðrar skepnur æddu þreyjulausar um hagana, gular og brenndar um fætur og snoppu. Loks týndust þær út í buskann og hina bláu móðu, sem nú huldi himinn og jörð. Mánudaginn næstan eftir Trinitatis, sem var 16. júní, óx hraunflóðið svo, að Skapt- árgljúfur mátti heita barmafullt og flóði út af víða. Féll eldmóðan fram milli Skapt- ártungu og Síðu, tók af tvær jarðir og brenndi upp fagrar lendur, grasi grónar og víði. Skiptist hraunið í tvær kvíslar og stefndi önnur á Meðalland, en hin skall á Skálarfjalli og féll svo austur með Síð- unni. Þessi undur urðu nú svo stórkost- leg, að enginn gat vitað, nema byggðin væri í voða. Fóru því til þrír bændur og gengu upp á fjall það, er Kaldbakur heit- ir, til þess að vita, hvers þeir yrðu vísari. Þegar þeir komu aftur, höfðu þeir þá sögu að segja, sem flestum stóð ógn af. Norður á afréttinum, að því er virtist í svonefnd- um Úlfarsdal, höfðu þeir séð 27 stórbál leggja hátt á loft í beinni stefnu frá SV. til NA., og voru tvö þeirra ægilega stór. — Nú verður þess að geta að á 18 öld voru menn næsta ófróðir um eðli jarðarelds- ins. Hugðu flestir hann vera annarrar og verri náttúru en venjulegan eld, þannig, að hann lifði helzt í grjóti, en varla eða ekki í venjulegu eldsneyti. Kölluðu menn hann því alloft jarðbruna, og töldu hraun- in vera grjót úr yfirborði jarðar, sem þessi illi eldur hefði brennt crg brætt, en ekki storknaða eldleðju úr iðrum jarðar eins og við gerum nú. Var því ekki nema eðli- legt að margir óttuðust, að þessi magnaði eldur myndi læsa sig gegnum byggðafjöll- in dg bræða þau, unz þau steyptust yfir sveitin óforvarandi. Slíkt var voðaleg tilhugsun. Mánudag þann, er sagt var frá, gerði Jón prófastur Steingrímsson ferð sína út að Skál, til þess að líta eftir kirkjunni þar og athuga hraunrennslið. Sá hann þá að dökkrauður eldur gaus upp úr hólum í hinu forna hrauni austur og suðaustur frá bænum, og fylgdi því hvæs og hvinur, svo að undur voru að heyra. Nýja hraunið læsti sig þannig undir það gamla, lyfti því upp, bræddi það og bylti því um á alla vegu, unz sori einn var eftir, er ofan á flaut. Séra Jón tók nú venjulegt grjót og varpaði út á hálfstorkinn hraunstraum- inn. Kom þá í ljós, að það hvorki bráðnaði né brann, og eigi heldur leir eða sandur. Notaði prófastur þetta til að hughreysta fólk og sýna því, að eldurinn mundi ekki megna að bræða byggðafjöllin. Nokkru síðar átti séra Jón leið út að Skaptárdal til þess að hjálpa bændum þar burt með hyski sitt. Komu þá jarðskjálftar svo miklir, að brakaði í hverju tré, en reiðarslögin dundu í sífellu, svo að loftið titraði og skalf. Séra Jón fór þá út að Skaptárgljúfri. Hann segir svo frá: ,JÉg gekk með samferðamönnum mínum 0uðm. 'Tnngí ‘Krístjánsson: Búkolla Óma þú, sögn, í eyra mér: Eitt sinn var kýr í fjósi. Heimili hvert, sem allslaust er, aðra sem hana kjósi. Draup þar í sérhvert drykkjarker drykkurinn hennar ljósi. Veitti hún ein sem búð og búr björgina í dalli og trogum. Þrótturinn fékkst og fjörið úr fannhvítum mjólkurbogum, heilsunnar duldi hjálparmúr, hlaðinn úr spenatogum. Búkolla hvarf, og burt var nú björgin um daga og nætur. Sagan um kýrlaust sveitabú sárast í eyrum lætur. • Gengu í leit að góðri kú garðshornsins ungu dætur. Gömul og ný er sögn í senn sannleikans orð að veita: Enn er það böl, að allir menn eiga ekki mjólk að neyta. íslendings börn og brúðir enn Búkollu sinnar leita. Stundum var gengið sveit úr sveit, svipast af brún að flæði, til þess hið fagra fyrirheit fyllingu lífsins næði, arðsöm og hraust á bás og beit Búkolla heima stæði. Þjóðsagan gamla í góðri mynd gerist um allar sveitir. Dropsama kú á bás ég bind, Búkolla mín hún heitir, meðan hin hvíta, ljúfa lind lífinu blessun veitir. út að gljúfrinu. Var þá eldflóðið á svo höstugri framrás, sem þá rennandi stór- vötn eru í ísaleysingum á vordag. Mitt í eldflóðinu fram runnu og byltust svo stór- ir klettar og bjarghellur, sem stórhveli væri á sundi, eða því um líkt, allt glóandi, og nær þeir rákust á eitthvað hart, sem fyrir varð í framrásinni, eða til hliða, eða þá, að þessir klettar rákust eða nístust saman, flaug og sindraði úr þeim svo stór- ir neistar og eldglossar hingað og þangað, að hræðilegt var á að horfa.“ Séra Jón flutti nú Skaptárdalsfólkið heim til sín að Prestbakka og hýsti það í 5 vikur. Jafnan var hann þar sem hættan var mest og erfiðleikarnir, hughreysti og hjálpaði, eins og sá góði hirðir, sem hann var. Nú er frá því að segja, að þegar hraun- flóðið fyllti farveg Skaptár, stíflaði það þverár allar og læki, sem í hana höfðu runnið. Söfnuðust því stórar uppistöður við hraunröndina af heitu vatni, unz þær fengu framrás yfir hraunið eða meðfram (Framhald á bls. 51)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.