Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 9
T í M I N N 9 Pálmi Hannesson: Frk móðuharðindunum Síðueldur. Náttúra íslands býr yfir banvænum mætti, sem hefir agað oss hart fámenna og fátæka þjóð. Frá því, er sögur hefjast, hafa verið hér harðindi margt ár, svo að fallið hefir fénaður og menn. Hafþök af ís, eldgos, landskjálftar og drepsóttri hafa dunið yfir landið hvað eftir annað og látið greipar sópa um eigur manna» en svipt sjálfa þá lífi. Aldrei hefir þó verið fastar að kveðið á landi hér, en fyrir hálfri annarri öld, í Móðurharðindunum árin 1783—’86. Þá riðu yfir í óslitinni röð allar þær ógnir, sem íslenzk náttúra á til. — Og ofan á þær, ofan á kúgun, hungur og allsleysi bættist erlend drepsótt, eins og til að taka rökin hjá sláttumanninum slinga og bleika. Frá þessum árum eru til ýmsar skráðar heimildir, ótrúlega átakanlegar. Þær lýsa lítilli þjóð, afskekktri og umkomulausri, sem bókstaflega berst við dauðann gleymd af guði og mönnum. Og í miningu þjóðar- innar sjálfrar hafa geymzt furðulegar sagnir frá Móðuharðindunum. Sagnir um menn, sem hungrið leiðir svo langt, að þeir leita í öskuhaugum og drafi að einhverju til þess að éta og lofa guð, ef þeir finna morkna skóbót. Ég ætla nú í frekar stuttu máli, að segja ykkur frá þessu hallæri. Það er trúa mín, að mörgum ykkar þyki það furðu fróðlegt. Og minna má á, að það, sem einu sinni hefir átt sér stað, getur aftur gerzt. Menn tala nú um stríðið, hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir, og ég vil ekki gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem að okkur steðja nú. En allt er þetta þó sem barnarípur á móts við hallæri fyrri tíma, móts við Móðuharð- indin. Hitt er jafn ljóst, að þessi harðindi, stafa ekki af óáran í náttúrunni, heldur manns, er riðið hefir Kaldadal í logni og sólskini og ort kvæðið eftir á við aringlóð í hlýju húsi. Stormi og byljum öræfanna óskar enginn eftir, sem einu sinni hefir kynnst þeim í algleymingi sínum og ægi- leik. í þeim tröllahöndum verður hver menskur maður að fisi, hversu vaskur sem er og vel gerður. Niðri í byggð getur ósk eftir stormum og hríðum verið eðlileg um ■ stundarsakir. Þegar upp úr byggð kemur, fer hún að verða vafasöm. En hér nær hún ekki marki. Átakanlegur ömurleiki umhverfisins ber því þögult vitni, þar sem æðiveður og öræfabyljir hafa öld e'ftir öld sorfið grjótið og sundrað sandkornunum. Þar sem sjá má út úr dauðum steininum harminn yfir þeirri vissu að geta aldrei skýlt nokkrum gróðri, — ekki einu blómi, sem angar. Dýpst neðan úr djúpi vituridar minnar skýtur upp gömlu vísubroti, sem ég lærði þegar ég var barn og hefi varla veitt eftirtekt fyrr. Það er síðari helmingur visu Meistara Jóns, er hann kvað, þegar hann i síðasta sinn ætlaði að halda þessa leið, en entist ekki til: „Kvíði ég fyrir Kaldadal, kvölda tekur núna“. — Yfirgefinn af fé- lögum mínum, á ókunnugri öræfaleið, um luktur úrsvalri jökulþokunni, sem ég greindi naumast í gegnum nýstigna slóð hestanna á undan mér, fannst mér nú þetta það bezta, sem ég hafði heyrt um Kaldadal — og það eina sem átti við. er orsaka þeirra að leita í félagsmálum manna og giftuleysi. Þetta hallæri kemur þrátt fyrir árgæzku til lands og sjávar. En hvar værum við nú staddir, ef ofan á styrjöldina bættust eldgos, hafís, aflaleysi og fjárfellir. Um það mega stjórmálamenn vórir getast, þeir er fyrir eiga að sjá, ef til kemur. * * * Og saga mín hefst seint á vetri árið 1783. Hún hefst með klukknahljóði, sem berst að eyrum vorum utan úr dimmunni áður en við fæddumst, utan úr þögn sögunnar, angurþungt og þrungið feigðarspá. Kirkjan stendur sunnan undir brattri fjallshlíð. Hún er turnlaus og ur tojfi, nema stafnar. Þeir eru úr timbri og mál- aðir. Heldur er hún fornfáleg fyrir vorum augum, en annars vörpulegt hús, umlukt kringlóttum kirkjugarði. Engin hús eru í námunda við kirkjuna, en snertuspöl vest- ar rís bær á hólbarði og rétt hjá honum rennur lækur niður snarbratta fjallshlíð- ina í fossi, sem skiptist í tvennt, líkt og 'slegið hrynjandi hár. Hlíðarfætinum hallar hægt niður að ánni, stórri á, sem rennur lygn og breið austur með fjallinu. En sunnan við hana liggur gamalt hraun, hátt og hólótt, $n gróið mjög mosa og valllendi. Við erum stödd að Kirkjubæjarklaustri á Síðu, höfuðbóli Vestur-Skaftafellssýslu. Inni í kirkjunni er hálfrökkvað og svalt saggaloft. Gangvegur liggur inn gólfið, og til beggja handa er skipað sætum, lokuð- um til hálfs af háum bríkum, svo að hnýsin augu megi eigi milli sjá. í kórnum er þó alt frjálslegra og um leið íburðarmeira. Milli hans og framkirkjunnar er hálfþil, skorið i stafi, en dyr fyrir miðjum kór. Prédikun- arstóllinn er hægra megin við dyrnar og gluggi yfir. Heldur er fátt fólk við kirkju. Alþýða og kvenfólk skipar framkirkjuna, en góð- bændur og heldri menn eiga sæti í kór. Klausturhaldarinn sjálfur hægra megin við altarið í stúku með himni yfir, því að jafnvel í herrans húsi er farið eftir mann- virðingum, eða svo var, að minnsta kosti, á 18. öld. Presturinn snýr að altarinu, hreyfingar- laus, eins og höggmynd, en söfnuðurinn syngur í löngum lotum, sem líkjast kvein- stöfum meira en söng, og þegar Jesú nafn er nefnt hneigja menn höfuðin, að vísu heldur dræmt flestir, nema helzt kven- fólkið í framkirkjunni. Og svo stígur presturinn í stólinn. Hann er meðalfnaður á vöxt og hniginn heldur að aldri, hárið grátt, svipurinn mildur og skýr. Ræðutextinn er tekinn úr 30. kap. Jesaja spádómsbókar. Hann hljóðar um reiði Jahve, um nafn hans, sem-kemur úr fjarlægð, um tungu hans, sem'er eins og eyðandi eldur, um andgust hans, sem er ólgandi fljót. „Þd viun Jahve heyra láta'K hina hátignarlegu raust sína og láta, sjá til sín, þegar hann rei'öir öfan armlegg sinn í brennandi reiði, með eyðandi elds- logum, með helliskúrum, steyyihríðum og hagléljum“. Og meðan klerkurinn flytur þessa feiknlegu spá, er sem hann vaxi og rómurinn skýrist, en um herðar honum og Pálmi Hannesson hnakka leikur milt ljós úr ljóranum yfir stólnum. Hér sérð þú, lesandi góður, merkilegan mann, bljúgan í blíðu, stóran í stríðu, sannan mannvin í kápu Krists, prófastinn á Prestbakka, séra Jón Steingrímsson. Og honum eigum við að þakka flest það, sem ritað er um Skaptárelda eða Siðueld, eins og hann nefnir sjálfur. Og þetta fólk, sem þú sérð, ókunnar konur og menn, það á fyrir sér raunþunga píslargöngu, sem fyrir mörgum endar á einn veg og áður en varir: i garðinum hérna hjá. Úti fyrir leikur sunnansvali. Og lág- lendið breiðir sig fram undan, alla leið til sjávar, en að baki rís fjallshlíðin, líkt og múrveggur, frá austri til vesturs, svo langt sem augað eygir. Þessi hlíð er suðurbrún sjálfrar öræfasléttunnar. Byggðir eru með fjöllunum, óslitið að kalla, og heitir Skaft- ártunga vestast, frá Mýrdalssandi að Skaptá, en austur þaðan Síða að Hverfis- fljóti, þá Fljótshverfi að Skeiðarársandi. í fyrndinni, líklega á 10. öld, hefir fallið geysilegt hraunflóð fram úr dal þeim, sem Skaptá rennur eftir ofan af hálendinu, og breiðst út um undirlendið, austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Hraun þetta er nú gróið mjög, og stendur byggðin Landbrot á jöðrum þess, en framan við það liggur Meðalland, alt út að sævarsöndum. Fram til 1783 rann meginvatn Skaptár austur með hrauninu að norðan og síðan fram í sjó austan við það, og fellur enn allmikið vatn þessa leið. Önnur kvísl féll suður í Meðaland og hét Melkvísl, en sú þriðja suðvestur með Skaptártungu í Kúðafljót. Hún hét Landá og var minnst. Vestan við Kúðafljót og frammi undir sjó, er svéitin Álftaver. Þar er Þykkvabæjarklaustur. En á Síðu eru hin fornu höfuðból: Holt, Skál og Kirkjubæjarklaustur. Það liggur nær miðri Síðu, og þar var nunnuklaustur forðum. Endur fyrir löngu lá láglendi allt undir sjó. Úthafsaldan skall þá óbrotin á hálendisbrúninni og braut þar björg sem nú er hlíðin. Vestur-Skaptafellssýsla ligg- ur milli úthafs og öræfa, vörðuð i vestri og austri ískrýndum eldfjöllum. Hvergi er öfgum náttúrunnar furðulegar fyrir kom- ið eri í þessu héraði stórra sanda — stórra sæva. Og þetta hérað á einnig i vændum ægi- legar hremmingar, þegar Jahve reiðir ofan yfir það armlegg sinn í brennandi elds- logum, í hagléljum og helliskúrum. * * * Árið 1783 voraði bæði vel og snemma um Suðurland, svo að ýörðin var orðin algrsén í fardögum, og hugðu menn því gott til sumarsins. En 1. júní fundust jarðskjálfta- kippir víða um Vestur-Skaptafellssýslu, og héldust þeir fram á Hvítasunnu, sem bar upp á 8. júní. Hvarf nú uggur að ýmsum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.