Tíminn - 24.12.1943, Side 51

Tíminn - 24.12.1943, Side 51
T í M I N N 51 Frá móðuharðindunun (Framhdld af bls. 9) því. Þetta sjóðheita vatn spillti nú víða landi, sem hraunið hafði þyrmt og tók af bæi, svo að fólk komst nauðuglega und- an. Jafnan stóðu gufubólstrar yfir hraun- inu og gerðist loftið vætuþrungið mjög. Hagl- og helliskúrir steyptust yfir jörðina, svo að brekkur hlupu fram og skriður féllu í fjöllum. Þess var áður getið, að eldflóðið skipt- ist í tvennt. Þegar komið var fram á undir- lendið. Féll önnur kvíslin í farveg Skapt- ár, austur með Síðu, en hin tók stefnu til suðurs, á Meðalland, og var hún meiri fyrst. Ekki leið á löngu, áður en hún féll suður af hinu forna hrauni og náði byggð í Meðallandi. Steyptist nú glóandi eldleðj- an yfir efstu bæina og l'eit helzt út fyrir, að hún mundi halda áfram út í sjó. Þann 22. júní svelgdi eldurinn prestsetrið Hólmasel, og varð engu bjargað úr kirkj- unni, sem ,var nýbyggð. Alls tók þetta hraun 5 jarðir af með öllu, en aðrar mistu land eða spilltust af vatni. Nokkuð af fénaði lenti í sjálfheldu við hraunið og brann lifandi. Loks stöðvaðist þetta hraun, 24. júní og var þá komið heim undir tún á Efri-Steinsmýri, eins og merki sér til. Hin hráunkvíslin, sem féll austur með Síðunni, eyddi fyrst land frá Skál. Gekk hún fram með slíku afli, að jarðvegurinn ýfðist fyrir, lyftist upp og vafðist saman í stranga framan við hraunröndina, eins og mjúkfeld voð. Flúðu menn nú Skál, enda féi^l sjóðandi vatnsflóð yfir bæinn næstu nótt. í síðustu viku júnímánaðar æstust eld- arnir enn. Brennandi loga lagði hátt á loft og ösku dreif niður um allt land, því að vindátt var breytileg og bar mökkinn víða. Þann 26. júní féllu glóandi vikur- steinar og hraunkúlur vestur í Rangár- vallasýslu, svo að fólk þar hélt, að eldur væri upp kominn í fjöllunum suður af Heklu. Þá mun og hafa fallið hnefastór vikursteinn, sem síðar fannst hér frammi á Seltjarnarnesi og efalaust stafaði frá Skaptáreldi. í þessari goskviðu féll aska, hagl og snjór á Síðu, en þó einkum í Fljóts- hverfi, svo að fólk flúði þar frá flestum jörðum. Var nú dökkt og óhugnanlegt um að lítast á ljósasta tíma ársins. Askan lá svört eins og sorgarskykkja um alla jörð, og vindurinn renndi henni saman í skafla, með skrjáfandi, þyrrkings hljóði. Sunnudaginn 29. júní kom ógnarlegt hlaup í eldfljótið, sem féll fram úr Skapt- árgljúfri. Braut það skorpuna á hauni því, sem fyrir var, líkt og þegar á sprengir af sér ís í leysingum. Varð nú sem eitt eld- haf að sjá um allt hraunið, og sló bjarm- anum upp á þokuhjúpinn, sem sveimaði yfir eldinum. Þetta flóð brauzt nú út úr farv’egum þeim, sem hraunið hafði áður fylgt og skiptist í þrennt. Féll einn arm- urinn í farveg Landár, suðvestur með Skaptártungu og út í Kúðafljót. Stíflaðist fljótið svo, að úppistaða varð ofan við hraunið, og náði hún langt upp í Skapt- ártungu, eins og enn sér merki til. Þessi gagnsama sveit missti mikið land undir hraunið, en annað skemmdist af vatni. Öskufall varð því geysilegt og störar hraunsléttur lágu þar um allt, líkt og kúa- hlöss. Gekk þar á með ofsabyljum, steypi- regni og eldingum, eins og allt ætlaði nið- ur að keyra. Önnur kvísl eldhrausins féll fyrst suð- austur í stefnu á Landbrotið, en sveigði síðan í áttina til Meðallands. Þótti þá ekki annað líklegra, en að þessi byggð .yrði króuð inni milli eldstraumsins og sjávar. Tóku menn því að flýja þaðan, áður en allar leiðir lokuðust. Sá flótti varð þó ekki almennur, því aö hraunið stöðvaðist áður, suðaustur frá Steinsmýri. Þriðja hraunkvíslin tók stefnu austur með Siðu með miklum hraða og hamför- um. Féll hún í fyrstu eftir nýja hrauninu, sem fyrir var, og umturnaði því. Síðan varpaði eldurinn sér til hliðar, brenndi upp bæ og kirkju í Skál í júlí, og féll svo áfram austur hjá Holti. Þar var fyrir gamalt hraun, gróið að mestu og var fagurt land. Eldflóðið komst nú undir þetta hraun og sprengdi það upp með ægilegum aðgangi, sem séra Jón Steingrímsson lýsir á þessa leið: „Fyrst belgði jörðina upp með orgi og vindskurki niður 4 henni, sprengdi hana svo í sundur, reif hana og tætti, sem þá ólmt dýr sundurrífur eitthvað, þá stóð logi og bál upp úr hverjum hraunhól“. Stórar hellur og grasflúðir fleygðust þá í loft upp, ósegjanlega hátt, til og frá með stórum smellum eldingum, sandgusum, reyk og svælu“. Ýfir þetta steyptist svo hraunflóðið sjálft. Þetta hraun eyddi höf- uðbólið Holt á Síðu, stíflaði tvær allstórar þverár, Holtsá og Fjarðará, svo að þær flæmdust vítt yfir dali sína, og féllu svo í farveg Skaptár og eftir honum lengra og lengra austur á við. Upp úr miðjum júlí- mánuði var það komið austur undir Systrastapa, einstaka klettaborg, sem stendur kippkorn vestur frá Kirkjubæjar- klaustri. Hafði það þá eytt eða stór- skemmt allar jarðir á Síðu og í Landbroti austur þangað. Þann 14. júlí kom enn eitt eldflóðið fram úr Skaptárgljúfri, og þótti þá mörgum, sem ráðin væru örlög héraðsins. Var nú tekið að flytja burtu fémæta muni frá Kirkj ubæj arklaustri, bæði úr bænum og kirkjunni. Magnaðist nú gosið og komst í algleyming 18. júli. Steig eldmökkurinn upp í háloftin og barzt langt út yfir ís- land á alla vegu. Skip, sem voru langt norður í höfum við hvalveiðar fengu ösku- fall, jafnvel með norðanátt. Stórar vikur- breiður þöktu hafflötinn hér suður frá landinu og aska féll allt niður til Hollands og Þýzkalands, sem síðar mun sagt verða, en smágervasta gosduftið barzt um alla Evrópu. — Hér á landi hlóð öskunni nið- ur, og himininn var hulinn reyk, svo að ekki sá til sólar í viku eða meira, en þar sem öskumökkinn bar yfir, var kolsvart myrkur. Hvergi var þó harðara að kveðið en í Vestur-Skaptafellssýslu, eins og vænta má, enda var því líkast, að himin og jörð mundu forganga. Fengu menn hvorki svefn né hvíld fyrir eldganginum og bjugg- ust við dauða sínum. Dreif þar niður ösku og heitum vikri svo að víða varð haglaust með öllu og skepnurnar, sem enn voru lífs, æddu aftur og fram veinandi af ótta eða hlupu saman í hnappa. Jörðin nötraði, hvíldarlaust að kalla, svo að húsum lá við falli, eldingar leiftruðu og hrælog týrðu, en í gegnum bresti og skrugguhljóð heyrð- ist hvæsið og sogið í eldinum að fjalla- baki. Og nú komum við aftur til kirkju á Klaustri. Það var 20. júlí 1783, 5. sunnudag eftir Trinitatis. — Úti fyrir er ömurlegt að litast um. Jörðin svört og loftið þrungið af svælu, svo að tæplega sér heim að bæn- um .eða hrauhólana handan við ána, og ekki bjartara en venjulega 1 ljósaskipt- um, þó að um hádegi sé og hásumar. Andr- úmsloftið er eitrað og óþolandi, svo að við sem erum óvön því, náum varla andanum og fáum sviða í háls og sárindi fyrir brjóst- ið. Það lyktar af úldnu þangi, af brenni- steini og saltpétri. — Og meðan við erum að athuga þetta, ríður jarðskjálfti að, jörðin gengur í bylgjum, hnausarnir í kirkjuveggnum haggast og leiðin í garð- inum lyftast upp. í klukkunum heyrist lágur og skjálfandi hljómur. Rambaldarnir riða og kólfarnir slást, þó kemur enginn við klukkustrengina, — nema jarðskjálft- inn og skruggurnar. — En einhvers staðar að, eins og neðan úr jörðunni, heyrist hvinur, dimmur og hvæsandi. — Inni í kirkjunni, í útbrotum og á krók- bekk, eins og annars staðar, er fullt af fólki, fátæku og mæddu, — fólki, sem er svart í framan, tekið af skorti, örvinglað af andvökum og kvíða, fólki, sem refsivönd- ur herrans hefir gert sterkt í trúnni og safnast nú saman úr hverju hreysi til þess að kveðja kirkju sína, áður en eldurinn gleypi hana. Og allt þetta fólk starir á einn stað, — á prófastinn á Prestbakka, sem stendur í stólnum. Inn um gluggann bregð- ur bjarma af eldingum og reiðarþrumur ríða um rjáfrin, svo að ymur i klukkunum. En séra Jón Steingrímsson talar um órann- sakanlega vegu drottins og endalausa náð. Og hann biður lengi og innilega um llkn fyrir fólk og fénað, fyrir óðal og ættarland. Á engum manni sér ugg eða óþolinmæði. Allir horfa á prófastinn. Og þegar Jesús nafn er nefnt, hneygjast höfuðin öll í einu, eins og alda fari um kirkjuna. — Eftir messu var athugað, hvað hrauninu liði. Kom þá í ljós, að frá því fyrir embætt- ið, hafði það ekki þokast fram um hárs- breidd, og hefir aldrei síðan komist lengra. Og sem merki þess, að eldurinn væri að slokkna, braust vatnið úr Holtsá og Fjað- urá fram yfir hraunið og í farveg Skaptár. Og mönnum fannst mikil huggun í því, að sjá ána verða lifandi og eðlilega, að sjá, að hún var aftur komin heim. Fóru menn nú heimleiðis frá kirkjunni glaðir í huga og vongóðir. Mörgum fannst, að hér hefði kraftaverk gerzt og þökkuðu það bænhita séra Jóns Steingrímssonar. Næsta dag var komin hafátt og sá til sólar að nýju. Virtist gosið fara rénandi, það sem eftir var mánaðarins, og héldu menn, að eldunum væri senn lokið, en þó hélzt óbreyttur gnýrinn að fjallabaki. Og vonir manna urðu að engu, nú eins og áður. Þann 29. júlí sást geigvænlegur öskumökkur koma upp norður af Síðu austanverðri, og var þá auðséð, að þar væri farið að gjósa líka. Mökkinn lagði fram yfir Fljótshverfi, og rigndi úr honum ógrynnum af ösku, vikri og glóandi hraun- sléttum, en myrkrið varð svo mikið, að ekki sá votta fyrir hvítum pappír, sem borinn var upp að glugga um miðjan dag. Þann 31. júlí tóku menn eftir því, að vatnið í Hverfisfljóti var orðið heitt. Síðan þvarr fljótið. Brugðu menn þá við og fóru til sel- veiða í ósnum, mest fyrir áeggjan séra Jóns, og fengu góða veiði. Hverfisfljót féll í geysimiklum gljúfrum ofan í byggðina, eins og Skaptá, en þann 7. ágúst kom eld- flóðið fram úr gljúfrinu með ægilegum hraða og féll suður með Þverárnúp og fram fyrir Orrustuhól. Þetta hraun hélt áfram að renna fram um miðjan ágúst, en síðan var rólegt að mestu til mánaðarloka. Og gosið hagaði sér að öllu eins og hitt, sem veitti hraununum til Skaptár, enda var það raunar sama gosið, eins og síðar kom í ljós. Þann 1. september kom enn nýtt hraunflóð fram eftir Hverfisfljóti. Varð nú mikið öskufall og fylgdi því ramm- saltar rigningar, leiftur og þrumur. Hraun- ið brunaði austur með Fljótshverfi, stífl- aði ár og brenndi grösugar lendur. Þannig kom hvert hraunflóðið eftir annað, og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.