Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 8
8 T í M I N N KOLBEINN HÖGNASON: Hjá kerlingunni á Kaldadal ( Ferðaminningar) Ég hefi — illu heilli — óvíða ferðast um land mitt. En á engan stað hefi ég komið, þar sem ég hefi verið gripinn líkum hugs- unum og tilfinningum og á Kaldadal. Bezta sönnunin fyrir, að fleirum hefir líkt farið, er nafnið á dalnum. Ekkert nafn finnst mér betur valið, ekkert skýra betur eðli sitt og einkenni. Þegar komið er upp á urðaröxlina, sem gengur norðvestur úr Langjökli og nafn- kenndasta beinakerling landsins blasir við með dalinn sjálfan í baksýn, grípur hugann einhver óvæntur órói og geigur, sem aldrei fyrr hefir látið á sér bæra. Við brigðin frá angandi skógarhlíðum Ár- mannsfells, hýrri Hofmannaflöt, blóm- skrýddri Biskupsbrekku, vorgrænum Víði- kjörrum, brosmildum Brunnum og ung- grænum Egilsáfanga — efsta gróðri að sunnan — verða svo átakanleg. Aldrei hefi ég augum litið þvílíka auðn, — því- líkan dauða á auðri jörð. Hvergi mosi, ekki skóf á steini. Dauði sjálfs jökulsins verður ekkert í líkingu við hann. „Hans nekt á ekki næring handa ormi“. Andi öræfanna verður meira en orðin tóm. Ég finn mig snortinn af honum, og hann ógnar mér og töfrar mig um leið. Sjálfsþóttinn minnkar. Ég verð að smá- barni í voldugum, köldum faðmi hans. Ég kenni óþreyju, óstyrks, og gríp ósjálf- rátt um hálsinn á hestinum mínum, sem gengið hefir við hlið mér upp örðugá urð- ar-ölduna. Mér til nokkurrar hugarhægðar sé ég, að eitthvað svipað hefir gripið hann. Hann lítur flóttalega í kringum sig, dökk- um, hyggnum augum sínum. Og svipað er hinum hestunum farið. Þeir taka dræmt í græna töðuna frá Hrauntúni í áfanga- staðnum, undir „Kerlingunni" og bítast nú ekki um björgina. Þeim finnst nú ör- yggi í að standa saman og leita ekkert til að rása. Út á dauða þessa dals fýsir eng- an fák. — Samferðafólkið situr við samræður lítið eitt álengdar, að aflokinni hressingu. Ég geng í hægðum minum kringum kerl- inguna, — steinvörðu, hlaðna úr stórum, flötum hraunhellum. Rignd og skinin hrossbein gægjast hér og þar út úr grjót- inu. Hér hefir einhvern tíma fyrir löngu síðan langferðahestur látið lífið, og í leggjum hans hefir varðveizt frá óða- gleymsku einn undarlegasti þáttur í kveðskap íslendinga — beinakerlingar- vísurnar. Ég virði þessi einkennilegu lista- söfn — hrossleggina — fyrir mér, og sé að flestir eru úttroðnir af rennandi blautum bréfsneplum. Ég tek einn miðann og sé, að neðan undir nær ólæsilegum línum stendur nafn eins af ungu skáldunum okkar. Átt hefir hann erindi við hana þessi, verður mér á að hugsa. Meðan þessu hefir fram farið, hefir samferðafólkið tekið hestana og lagt af stað. Ég held í tauminn á hest mínum og staldra við. Finnst ég enn ekki vera búinn að ljúka erindum mínum við gömlu kon- una. Allt í einu finnst mér hún orðin að gamalli konu, sem situr frammi fyrir mér með prjónana sína, — lík gömlu konun- um áður, er sögðu okkur sögur og ævin- týri. Eigi veit ég um aldur þinn né upp- runa, kerli mín, en það veit ég, að hér hefir þú setið öld eftir öld og séð fram hjá þér líða óteljandi myndir þjóðlífs íslend- inga. í margar aldir hafa íslendingar heimsótt þig, sem áttu við þig margvisleg erindi. Þreyttir langferðahestar hafa feng- ið hér hvíld og hjúkrun. En ekki hefir þú verið hingað komin, þegar Skúli gamli hleypti Sörla sínum í dauðans ofboði und- an fjandmönnunum, er eftir honúm sóttu. Þá var hvorki tími né tóm til að veita af- burðahestinum örskots hvíld eftir hlaupin upp öldurnar. Þú sást ekki Sörla, einn hinn fræknasta fák, sem íslenzkar þjóðsagnir geta um að fornu og nýju. Hérna hefir hann hert á hlaupunum inn hrygginn, er jafna fór veginn. Nú hefir hann hálfnað leiðina frá Þingvöllum til Húsafells. Enn er langt að Skúlaskeiði eftir Langahrygg öllum og Sláttulág. Mikilfenglegur hefir hann verið og fríður, þar sem hann þaut á þanstökki, með teygða limi og hvíta froðuna um vitin, svartur og svitastokk- inp, ákveðinn að fórna síðustu kröftunum tii þess að bjarga lífi eigandans. Gersemi værir þú, gamla kona, ef þú gæf- ir mér slíkan hest sem Sörli var. En þarna stóðstu, er þjóöhöfðingjarnir riðu til Alþingis að Þingvöllum, þungir á svip og mikilúðlegir. Þeir hugsuðu málin á ferðum sínum, undir berum himni, hrifn- ir af mikilleik og auðnarkyrrðj öræfanna. Liklega ekki hvað minnst fyrir þá sök, er meiri svipur yfir Alþingi íslendinga frá þeim dögum en nú, þegar þjóðmálin eru gerð að bolladómum klíkumennskunnar yfir sætu kaffi með pönnukökum niðri á „Kringlu.“ Þú hefir séð hátíðlega, siðláta biskupa, einn af fram af öðrum, þeysa fram hjá þér á þíðum gæðingum, með glaðan og stærilátan hóp biskupssveina með sér. Þér sýndist vandlætingarsvipurinn verða að límdri grímu á andlitum biskupanna, er þeir brostu í kampinn, þegar einhver sveinninn stakk bréfmiða með vísu í einn legginn. Þú fellur ekki í stafi af undrun yfir íburðinum í reiðtýgjum þeirra, sem séð hefir dýrð morgunárs og sólarlags á jöklunum í kringum þig. Þarna stóðstu þegar háðfuglinn ö’rgáf- aði og hestamaðurinn mikli fól þér til varðveizlu líklega beztu beinakerlingar- vísuna, sem kveðin hefir verið, — þá vís- una sem lýsir bezt einkennum þeirra, — þeim að bregða upp fyrir næsta manni, er um veginn fór, einhverri viðkvæmustu myndinni úr lífi hans. Von var á Hans Wíium sýslumanni Múlsýslunga um þessa leið. Orð léku á því, að hann hefði komið fyrir stúlku, er Sunnefa hét, er hin miklu mál urðu um, og talin hafði verið þunguð af völdum sýslumanns. Týnd er æra, töpuð sál — tunglið veður í skýjum. — Sunnefunnar sýpur skál sýslumaður Wíum. Til þín sótti um langan aldur hópur glaðra skólasveina. Þá var æskuhlátur og yfirlætisbragur í kringum þig stundum. Vín var á fleygum og útlendum orðum slett. Þá var blöðum óspart bætt í leggina og eigi hirt um, þótt klúrt væri kveðið á köflum. Þá sást þú öld fram af öld alþýðuna ís- lenzku í öllum myndum. Gildir. bændur áðu undir þér hestum sínum í aðdráttarferð- um, tóku upp úr mölum sínum þverhand- arþykkar sauðarsíður og settust að snæð- ingi. Þú sást lausingja og landshornamenn, flakkara og ferðalanga margra kynslóða. Kaupafólk af SUðurnesjum ríðandi og gangandi með orf og hrífur meðferðis, sástu fara í lestum fram hjá vor og haust. Það sótti til Norðurlands upp úr Jónsmessu til sumarvinnu, en suður aftur að haust- nóttum. Því lengi var Kaldidalur aðal- þjóðleiðin að sumarlagi milli landsfjórð- unganna tveggja. Ég sé í einni holunni hæl undan kven- stígvéli, líklega frá sumrinu áður. Hann bregður upp fyrir mér þjóðlífsmynd, sem ég hygg, að gömlu konunni muni þykja nýstárlegt að sjá. Fyrir hugskotsaugum minum ríður hópur fram hjá hæverskra hefðarkvenna okkar tíma í reiðbuxum, tví- vega í hnökkum.. Þær berja fótastokkinn, líta fyrirlitningaraugum á kerlinguna og tala um, hvað hún sé agalega Ijót. Skyldi þér ekki þykja búningurinn eftir orðbragðinu. Þá veiti ég því eftirtekt, að grjótið í vörð- unni er ólíkt því, sem í kringum hana, er. Mér dettur í hug, að sá, sem byggði vörðuna, muni hafa fært að í hana grjót- ið um nokkurn veg. Sá hefir mátt hafa krafta í kögglum, sem lyfti þessum hellum á axlir sér. Eins og leiftri slær því í hug mér að það hafi enginn annar en Grettir gert. Hann hafi byggt vörðuna, þegar hann dvaldist á þessum slóðum í útlegð sinni á Þórisdal. Útlegð hans og örlög skýrast fyrir mér. Ég skil betur myrkfælni hans en áður. Hrikaleikur auðnarinnar — andi öræfanna — smeygði hægt og hægt beygn- um í brjóst þessa líkamlega og andlega afarmennis, þessa manns, sem var í senn jafnmikill afreksmaður sem ólánsmaður, og einhver mesti dvergur á bundin orð og óbundin í íslenzku máli að fornu og nýju, sama geignum, sem kom mér ósjálfrátt til að grípa um hálsinn á hesti mínum áðan, er ég leit dalinn fyrst í sinni átakanlegu nekt. Til þess að halda við heljarafli sínu, færði hann á þessa urðaröldu hellur mikl- ar og hlóð úr vörðu, er vera átti hvort- tveggja í senn ímynd örlaga hans og hefnd um leið. Hann var dæmdur óalandi og óferjandi af þeim sökum, að hann sótti eld handa félögum sínum. Varðan skyldi á ó- komnum öldum vísa ferðamönnum leið í þokum og hríðum. Að launum fyrir leið- sögnina, skyldi hún þyggja klám og sví- virðu kynslóðanna. En hefndin var fólgin í því, að hver sá ferðalangur, sem að henni kom og hafði það á meðvitund sinni að geta flatrímað bögu, skyldi finna hjá sér sterka löngun til þess að ummynda þessa guðsgáfu sína í kámugt draf klámsins. Ég hrekk upp frá hugrenningum mínum við það, að hesturinn minn, sem ég hefi haldið í, hnippir í mig með höfðinu. Sam- ferðafólkið er komið langan veg inn eftir dalnum. Ég stíg á bak, kveð kerling- una með virktum og held af stað. Það er byrjað að rigna og farið að hvessa. Úrsvöl jökulnepjan veltir hvítgrárri þoku, þykkri eins og flókinni ull niður hlíðarnar beggja vegna. Ég fer með kvæði Hannesar Haf- steins, Undir Kaldadal, í huganum. Aldrei þessu vant finnst mér það nú eins og gaspur tómahljóðs, sagt af reynslu þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.