Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 39

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 39
T í M I N N 39 Guð sér sannleikanu .... Frh. af bls 22 skegghýjung, tók að segja hinum ástæð- una til þess, að hann var handtekinn. — Vinir mínir, ég tók bara hest, sem var bundinn við sleða, og þess vegna var ég handtekinn og kærður fyrir þjófnað. Ég kvaðst aðeins hafa tekið hann til þess að komast fyrr heim, og síðan sleppt hon- um. Þar að auki var ökumaðurinn einka- vinur minn. Ég sagði þeim því, að ekkert væri við þetta að athuga. — Nei, sögðu þeir, þú stalst honum. En hvernig og hvar ég stal honum gátu þeir ekki sagt. Að vísu hefi ég framið glæp og ætti þess vegna að hafa komið hingað fyrir löngu, en í það skipti komst ekki upp um mig. Nú hefi ég verið sendur hingað tilefnis- laust. — Nei, þetta er ekki rétt, sem ég sagði ykkur, ég hefi komið til Síberíu áð- ur, en var hér ekki lengi. — Hvaðan ertu? spurði eihhver. — Frá Vladimir. Fjölskylda mín er þar. Ég heiti Makar, en sumir kalla mig líka Szmionich. Aksionov leit upp og sagði: — Segðu mér, Szmionich, kannast þú við kaupmenn í Vladimir, sem heita Aksionov? Eru þeir enn á lífi? — Hvort ég þekki þá? Auðvitað geri ég það. Aksionovarnir eru auðugir menn, þó að faðir þeirra sé í Síberíu, — senni- lega syndari á borð við okkur. En hvað er að segja af þér, afi, hvernig komst þú hingað? Aksionov langaði ekki til að tala um ó- gæfu sína. 'Hann andvarpaði aðeins og sagði: — Ég hefi verið í fangelsi í 26 ár fyrir syndir mínar. — Hvaða syndir? spurði Makar Szmi- onich. En Aksionov sagði bara: — Já, ég hlýt að hafa verðskuldað það. Hann mundi hafa sagt meira, hefðu fé- lagar hans ekki sagt gestunum, hvers vegna hann var sendur til Síberíu. Þeir sögðu frá. vígi kaupmannsins og hnífn- um, sem hafði verið látinn í poka Aksi- onovs, og svo hefði hann verið dæmdur ranglega. Þegar Makar Szmionich heyrði þetta, leit hann á Aksionov, klappaði á kné sér og sagði: — Jæja, þetta er ágætt! Hreinasta af- bragð En mikið ert þú orðinn gamall, afi! Hinir mennirnir spurðu hann þá, hvers vegna hann væri svo undrandi og hvar hann hefði séð Aksionov áðpr. En Makar Szmionich svaraði ekki. Hann sagði að- eins: Það var ágætt, að við skyldum hitt- ast hérna, piltar. Aksionov fór þá að hugsa um það, hvort þessi maður mundi vita, hver það var, sem drap kaupmanninn, og svo sagði hann: — Ef til vill hefir þú sitthvað heyrt um þetta mál. Kannske þú hafir séð mig áður? — Hvernig átti.ég að komast hjá að heyra það? Heimurinn er fullur af sögu- sögnum. En það langt síðan, og ég hefi gleymt því, sem ég heyrði þá. — Ef til vill hefir þú heyrt, hver drap kaupmanninn? spurði Aksionov. Makar Szmionich hló og svaraði: — Það hlýtur að hafa verið sá, sem átti pokann, sem hnífurinn fannst í. Ef ein- hver hefir falið hnífinn þarna, þá er hann ekki þjófur fyrr en hann næst, eins og máltækið segir. Hvernig átti nokkur mað- ur að geta látið hníf í poka þinn meðan þú hafðir hann undir höföinu? Þú mundir vissulega hafa vaknað. Eftir að Aksionov hafði heyrt þessi orð, var hann sannfærður um, að þetta væri maðurinn, sem hafði drepið kaupmann- inn. Hann stóð upp og gekk burtu. Alla nóttina lá Aksionov andvaka. Hann var að hugsa um ólán sitt, og ímyndunaraflið barl hann víða. Hann hugsaði um konu sína eins og hún var, þegar hann lagði upp í markaðsförina. Hann sá hana eins og hún stæði ljóslifandi fyrir framan hann, sá andlit hennar og augu og heyrði hana hlæja. Hann sá börnin sín eins og þau voru þá, eitt í lítilli treyju, en annað við brjóst móður sinnar. Hann sá líka sjálfan sig í anda, ungan og glaðan, eins og hann var á þeim dögum. Hann minntist þess, þegar hann sat og lék á gítarinn í and- dyri gistihússins, áður en hann var tekinn fastur, glaður og áhyggjulaus. Hann sá fyrir sér staðinn þar sem hann var hýdd- ur, böðulinn og fólkið, sem horfði á, hlekk- ina, semshann var bundinn með, afbrota- mennina, tuttugu og sex ára fangelsisvist, og loks hina ótímabæru elli. Hugsunin um þetta allt fékk svo mikið á hann, að hann langaði mest af öllu til að fyrirfara sér. — Og það eru allt verk þessa þorpara, hugsaði Aksionov. Hann fylltist svo mikilli heift gegn Makar Szmionich, að hann langaði' til að hefna sín á honum, jafnvel þótt það kyríhi að kosta hann sjálfan lífið. Hann baðst fyrr ialla nóttina, en sál hans gat ekki fundið frið. Daginn eftir kom hann ekki nálægt Makar Szmionich eða leit á hann. Þannig leið hálfur mánuður. Aksionov gat ekki sofið um nætur og leið svo illa, að hann vissi naumast, hvað hann ætti að taka til bragðs. Um nótt eina, er hann var á gangi um fangelsið, veitti hann því athygli, að mold hrapaði inn undir einu rúmfletinu, sem fangarnir sváfu á. Hann nam' staðar til þess að sjá, hvað þetta væri. Allt í einu skreið Makar fram undan fletinu og leit skelfdum augum á Aksionov. Aksionov reyndi að komast burtu án þess að líta á Makar, en hann greip hönd hans og sagði honum að hann hefði grafið göng undir vegginn og losað sig við moldina með því að láta hana í stígvélin sín og tæma þau svo á hverjum degi á veginn, þegar fangarnir voru reknir til vinnunn- ar. — Þú hefir þig hægan, gamli maður, og þú skalt sleppa líka. Ef þú kjaftar frá þessu, verð ég hýddur til dauða. En fyrst skal ég þó drepa þig. Aksionov skalf af reiði, er hann 'leit á óvin sinn. Hann kippti að sér hendinni og sagði: — Ég hefi enga löngun til að komast undan, og þú þarft ekki að drepa mig nú, þú drapst mig fyrir löngu. En guð einn ræður, hvort ég segi frá þessu eða ekki. Næsta dag, þegar farið var með afbrota- mennina á vinnustaðinn, tóku varðmenn- irnir eftir því, að einn fanganna hellti mold úr stígvélunum sínum. Fangelsið var þegar rannsakaö og göngin fundust. Sýslumaðurinn kom og spurði alla fang- ana, til þess að komast eftir því, hver hefði grafið göngin. Engirín kyaðst hafa hugmynd um þetta. Þeir, sem vissu af þessu, vildu ekki koma upp um Makar, af því að þeir vissu, að gengið yrði næst lífi hans með hýðingu. Að síðustu snéri landsstjórinn máli sínu til Aksionovs, sem hann vissi, að var ráðvandur maður, og sagði við hann: — Þú er sannorður maður. Segðu mér í guðs nafni, hver gröf göngin. Makar Szmionich. virtist algerlega á- ríyggjulaus, er hann horfði á landsstjór- ann og gerði ekki svo mikið sem hvarfla augunum til Aksionovs. Varir og hendur Aksionovs titruðu, og lengi vel gat hann ekki komið upp nokkru orði. — Hvers vegna ætti ég að hlífa þeim manni, sem hefir rænt mig lífinu? hugsaði hann. Lát- um hann gjalda þess, sem ég hefi orðið að þola hans vegna. En ef ég Ijósta þessu upp, verður hann kannske hýddur til bana, og ef til vill hefi ég hann fyrir rangri sök. En hvað yrði hlutur minn betri fyrir það? — Jæja, gamli maður, endurtók lands- stjórinn, — segðu mér sannleikann. Hver gróf göngin undir vegginn? Aksionov leit snöggvast á Makar og sagði: — Ég get ekki sagt það, herra minn. Það er ekki guðs vilji, að ég segi það. Gerðu það sem þér sýnist við mig, ég er á þínu valdi. Hvernig sem landsstjórinn reyndi var Aksionov ófáanlegur til að segja meira, og því var málið látið niður falla. Nóttina eftir, þegar Aksionov var að festa blund i rúmi sínu, kom einhver hljóð- lega að rúmi hans og settist niður. Hann rýndi út í myrkrið og gat greint að þetta var Makar. — Hvað vilt þú, að ég geri fleira. fyrir þig? spurði Aksionov. — Hvers vegna kem- urðu hingað? Makar beygði sig yfir Aksionov og hvísl- og mælti: — Hvað viltu? Farðu burtu eða ég kalla á vörðinn! Makar beygði sig yfir Aksionov og svísl- aði: — Ivan Dmitrich, fyrirgefðu mér. — Hvað? spurði Aksionov. — Það var ég, sem drap kaupmanninn og faldi hnífinn í varningi þínum. Ég ætl- aði að drepa þig líka, en heyrði einhvern hávaða úti fyrir og faldi því hnífinn í poka þínum og slapp út um gluggann. Aksionov þagði og vissi ekki, hvað hann átti að segja. Makar stóð upp af rúminú og kraup á jörðinni. — Ivan' D^mitrich, sagði hann, — fyrir- gefðu mér. f guðs bænum fyrirgefðu mér. Ég ætla að játa að hafa drepið kaupmann- inn og þá verður þú latinn laus og getur farið heim. — Það er auðvelt fyrir þig að tala, sagði Aksionov, — en ég hefi þjáðst þín vegna þessi 26 ár. Hvert ætti ég að fara núna? Konan mín er dáin og börnin hafa gleymt mér. Ég get hvergi farið. Makar stóð ekki upp, en sló höfðinu við gólfið. — Ivan Dmitrich, fyrirgefðu mér, hróp- aði hann. — Þegar þeir hýddu mig með hnútasvipunni, leið mér ekki jafn illa og mér líður nú, af því að sjá þig. Samt kenndir þú í brjósti um mig og komst ekki upp um mig. í guðs nafni fyrirgefðu mér, þótt ég sé níðingur. Og hann fór að snökta. Þegar Aksionov heyrði það, fór hann að gráta líka. — Guð fyrirgefur þér, sagði hann. Ef til vill er ég hundrað sinnum verri en þú. Honum létti við þessi orð sín og hætti að þrá heim. Hann óskaði ekki framar að yfirgefa fangelsið, en vonaði aðeins, að hinzta stundin væri ekki fjarri. Þrátt fyrir orð Aksionovs, játaði Makar sekt sína." En þegar skipunin um að láta Aksionov lausan kom, var hann örendur. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.