Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 43

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 43
T í M I N N 43 Krístlelfur Þorsteínsson: Borgíirzkir jólasíðir iyrir 70-80 árum Oft eru það hinar köldu og dimmu haust- nætur, sem koma mér til þess að líta yfir liðna æfi og verða þá bernskuminning- arnar jafnan ásæknastar og hlýjastar. AU- ar árstíðirnar hafa skilið einhvern unað eftir frá þeim dögum, sem ekki er gott að gleyma. En samt verða það jólin, eins og þau birtust fyrir mínum barnsaugum, sem ljóma skærast í minningunni. Jólafastan. Með henni byrjaði fyrir al- vöru hin glaða og vissa von, að jólin væru að nálgast. Úr því voru dagar taldir einn eftir annan, en langir voru þeir stundum og seint gekk þeim að fækka. En tíminn var iðinn þá eins og endranær og dag- arnir fækkuðu einn eftir annan, sumir komu þeir með frost og kulda, aðrir með logni og heiðum, stjörnubjörtum himni, og enn aðrir með stormi og regni. Þeir voru dökkir á brún og brá, en eitt var sameigin- Iegt við þá alla, að þeir styttust njeir og meir, en hin kalda nótt lengdist að sama skapi. Langar og dimmar skammdegisnæt- ur í afskekktum sveitabæ áttu þó sína gleði og sínar vonir. En langt bar af öllu vonir um heilög jól. Aldrei sótti kvenfólkið fastara en á jóla- föstu að koma flíkum bæði á unga og gamla, til þess að afstýra því að enginn heimilismanna yrði fyrir því gæfuráni að fara í jólaköttinn. Við jólakött mátti hann þó losna með því að bera hrútshorn á tánni að því rúmi, sem hann hafði fæðzt í. Jólasveinar voru allir þeir gestir nefndir, sem komu á bæinn frá því mð jólaföstu til aðfangadags: Hafði einhver heima- manna það hlutverk að skrifa nöfn þeirra jafnótt og þeir komu, til þess að enginn gleymdist. Nöfnin voru svo geymd á sam- anvöfðum miðum, en á jólunum dróg allt heimilisfólkið um þessi nöfn, sem á miðana voru skráð. Þótti stundum nokkur manna- munur á jólasveinum. Meðal þeirra voru oft flökkukarlar, en þar gat líka verið sjálfur prófasturinn og svo menn upp og niður þar í milli. Vitlausa vikan var síðasta vika í jóla- föstu kölluð. Var það dregið af því, að þótt vinnukappið væri ærið áður, óx það um allan helming, þegar kvenfólkið óttaðist um afköst sín með skó og flíkur, sem ekki mátti vera tilbúið síðar en á aðfanga- dag jóla. Fátœkra þerri þráðu allar þjónustur, sem áttu að annast um það, að allur fatnað- ur væri hreinn þveginn og þurr á jólum. Þegar það heppnaðist fljótt og vel, var það þakkað blessuðum fátækraþerrinum, sem þeir efnaðri nutu líka góðs af. Þorláks- messan sýndi nú fyrstu táknin um það, að nú væru jólin farin að nálgast. Þá var jólaánni slátrað. Hún var útnefnd strax um haustið og dæmd til þess að leggjast að velli þennan merkisdag. Hangiketið. Það var valið strax um vet- umætur af beztu sauðunum, sem þá var slátrað og svo reykt í eldhúsi. Til þess að það fengi hið sterkasta og sætasta bragð þótti reykur af birkiviði beztur. Allar sauð- arbringur voru reyktar og þóttu þær frá- bær jóla og gesta matur. Á Þorláksmessu var allt jólaketið soðið, mest bringur og læri. Var hverju læri skipt í þrjú stykki, sem hétu mjöðm, kringlustykki og sleggja, en svo nefndist afturfótarlangleggur með öllu því keti, sem honum fylgdi og fylgja bar. Jólalummurnar. í þær var malað banka- bygg og mátti það ekki gerast síðar enn á Þorláksmessu. Nú reið á að hafa malkvörn- ina, sem allra þyngsta, svo hveitið í lumm- urnar yröi sem fínast. Það var mesta strit að snúa kvörninni svo þungri og malar- inn var löðursveittur, meðan verkið stóð yfir, en vonin um góðar lummur og gleði- leg jól komu öllum í gott skap. Það kom í hlut karlmanna að mala þetta góða bankabygg og gera það svo vel, að ekkert yrði að því fundið. Þóttu lummur úr slíku efni miklu betri en úr því aðflutta hveiti, er síðar hefir fengizt. Jólalummur voru bakaðar í stórurn potti og ekki færri en fimm í einu. Það. gerðu konur. Melis, sem þá var ætíð nefndur hvítasykur sást þá aðeins í toppum og var skafinn yfir lúmm- urnar, þegar bakstrinum var lokið. Þetta góðgæti með öðru fleira beið nú jóla- morgunsins. Adfangadagurinn þótti börnum lengi að líða, sem ekkert höfðu að gera annað en það eitt að biða eftir jólunum. Öðru máli var að skipta með kvenfólkið. Það átti að annast, eftir því sem auðið var, að bærinn og búshlutir væru hreinir, en rokkar, kambar og önnur áhöld, sem daglega voru í notkun áttu nú að leggjast til hliðar, meðan hátíðin stóð yfir. Þá tók skógerðin tíma, því allir, ungir og gamlir, karlar og konur áttu að setja upp glænýja jskó, brydda með hvítu eltiskinni, strax á jóla- nóttina. Fyrir dagsetur þurfti allt að vera til reiðu, því að jafnsnemma og dagur var horfinn af himni, ljómaði nóttin helga í allri sinni dýrð. Þá átti öllum útiverkum að vera lokið og búið að borða miðdegis- matinn, sem var þá glæný ketsúpa af jóla- ánni. Borðaði þá hver og einn sinn skammt úr sínum tréaski og undu því allir vel, sem ekki höfðu öðru vanizt. Að því loknu bar öllum skylda til þess að þvo sér, greiða og fara í hrein og þokkaleg föt, bæði yzt og innst. Var sá vani þá svo gamall og gró- inn að ekki voru til þeir stirðbusar, sem leyfðu sér þá að raska þeirri reglu. Jólakertin hafði húsfreyja búið til, sum steypt i formum til þess gerðum og önnur, sem nefndust strokkkerti. Við þessa kerta- steypur voru konur þá æfðar. Voru strokk- kertin oft með þremur álmum fyrir ofan miðju og voru það nefnd kóngaljós, sem á álmum þeim loguðu. Fyrsti jólaglaðningurinn, sem öllum var úthlutað jafnt, voru kertin. Gestir voru sjaldan á jólanótt, en kæmi það fyrir voru það helzt heimilislausir förukarlar og var þeim þá rétt eitt jólakerti líka, svo fram- arlega sem þeir vildu þiggja það. Flestir ungir og gamlir tóku við jólakerti með gleðibrosi, en þó einkum börnin. Jólakort voru þá óþekkt og allar jólagjafir auk kertis, nema einhverjar heimaunnar flíkur. Það var allt fábreytt og fátæklegt á sveitabæjum saman borið við það, sem nú er, bæði byggingar, fæði og klæði. En það var hin fagra og dásamlega helgisaga um fæðingu Krists, sem gerði jólanóttina svo himinhreina. Jólaljósin voru tendruð, svo að bjart yrði í öllum skúmaskotum. Helzt mátti ekki opna nema guðsorðabækur, Nýjatestamenti, Biblíu, sálmabækur, Har- moníu og Eintakið. Við rímum, þjóðsögum og öðru slíku mátti ekki hreyfa á nóttinni helgu. Þá nótt mátti heldur enginn snerta við spilum. Tilefni jólanna átti að vera þessa nótt efst í hug og hjarta hvers manns og allt heimilisfólk átti að vera eins og einn maður. Til kaffidrykkju var stofnað eftir beztu föngum að venju þeirra tíma, en að henni lokinni kom húflesturinn með sálmasöng, bæði undan og eftir. Var svo þetta kvöld gengið til rekkju, hvorki fyrr né síðar en venja var til aðrar vökur. Það var fagur og fjörgamall sveitasiður, að allir sem vaxnir voru, risu árla úr rekkju á jóladagsmorgun, gengu svo út, ef veöur leyfði og signdu sig að vanda. Að því búnu var gengið í bæinn og sagt þegar inn var komið: „Guð gefi ykkur öllum góðan dag og gleðileg jól í Jesú nafni.“ Að því búnu kom kaffið með bankabyggslummunum góðu, sem áður er lýst. En enginn mátti fara að sinna gegningum fyrr en búið var að syngja einn, en helzt tvo jólasálma. Var þá helzt valinn hinn gullfagri sálmur séra Þorvaldar Böðvarssonar: „Dýrð sé Guði í hæstum hæðum.“ Sönghæfni fólksins v?r þá upp og niöur eins og ætíð og alls staðar vill verða .En þegar litið er á hina erfiðu aðstöðu til náms, bæði með söng og ann- að á þeim tímum, má furðu gegna hvað heimilissöngur var þolanlegur og samæfð- ur. Fólkið, sem ekki þekkti annað, gat ekki án hans unað. Og börnin, sem lokuöu augunum á jólanóttina með jólatrú í hjarta fóru að halda að nú væru þau nær Guði en nokkru sinni fyrr, er þau heyrðu jóla- sálminn sunginn er þau voru í svefnrof- unum. En þótt jólin væru þá, og séu enn, ljóssins hátíð, urðu allir að sætta sig við það, að vera jarðbundnar verur , sem urðu að, sinna kröfum líkamans, þótt andinn væri æðri. Jólamaturinn varð því líka að koma til sögunnar, en hann var ekki skor- inn við neglur. Heil sauðarbringa, mjöðm eða kringlustykki, kaka, brauð, ostur, flot og smjör. Öllu þessu góðgæti var hlaðið á einn disk handa hverjum fullorðnum karlmanni, en lítið eitt minna handa kon- um og unglingum. Þetta var með þökkum þegið ög settizt hver maður með sinn disk og borðaði með sínum sjálfskeiðing. Þessu til viðbótar kom hnausþykkur grjóna- grautur með rúsínum. Þessi matur var látinn að mestu nægja til dagsins, en fáir voru búnir að torga helming, þegar kvöld var komið. Klukkan 11 fyrir hádegi hófst hinn sjálf- sagði jólalestur með sálmasöng, bæði fyr- ir og eftir. Var það framhald af morgun- söngnum, sem áður er getið. Að lestrin- um loknum vissu allir, að dregin yrðu upp ný spil, og óskuðu þeir ungu þá í hjarta sínu, að lesarinn væri ekki mjög sein- mæltur. Eldra fólkið gat hlustað á hvert orð með andakt, þótt hinum yngri fyndist lesturinn aldrei ætla að taka enda. Það gerðu spilin. Ekki varð það umflúið, að sækja kirkjur á jólum, svo framarlega sem messa í sókn- arkirkjunni bar upp á jóladagana. En þegar allt bar saman, langur kirkjuvegur, tvísýnt útlit og fénaður kominn á hús og hey, þá var ekki hægt um vik. Þó var oft teflt á tvær hættur í þeim efnum, þótt ekki yrði hér að slysi. Svo var og með prest- ana, að þeir riðu til útkirkna sinna í hríð- arveðrum. Jólamessur var þá venja að teygja sem mest á langinn, og urðu því kirkjugestir oft að glíma við hríð og myrkur, er heim frá kirkjunni var haldið. En eftir því sem hríð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.