Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 45
T í M I N N
45
Kaupfélag Suður-Borgíirðinga, Akranesí
Bændur og aðrir vidskiptamenn!
Við höfum jafnan flest, er yður vanhagar um.
Við seljum allar vörur með sannvirði, en tökum ekki af einni til að gefa með annari.
Við tryggjum yður sannvirði fyrir afurðir yðar.
Síðastliðið ár nam ársarður félagsmanna 11%. Það munar um minna.
Gangið í kaupfélagið. Skiptið við yðar eigin verzlun.
^dl&ð/le^ j ól/ ^yór^œ/l Áx>mci/zð/ dr/
Þökkum viðskipíin á þvi liðna.
Kaupfélag Suðar-Borgfirdinga, Akranesi — Sími 51
in var harðari og myrkrið svartara, varð
heimkoman í matinn, ylinn og spilin bjart-
ari og hlýrri.
Skemmtilegast jólaveður þótti, þegar
saman fór snjór og heiður himinn, en
ákjósanlegast að tungl væri þá í fyllingu.
Hvít jól, rauðir páskar þótti spá góðu.
Rauð jól, hvítir páskar benti til þess að
seinna myndí þá vora.
Að loknum útiverkum á jóladagskvöld
voru kertaljósin tendruð á ný, þótt færri
væru þau nú en á sjálfa jólanóttina. Karl-
menn voru nú orðnir matlystugir eftir
kirkjuferð og fénaðarhirðingu, en vel var
fyrir því séð, að úr væri bætt. Til viðbót-
ar við hinn áður talda jólamat voru rjúp-
ur steiktar í smjöri, en’ betri rétt gátu
fáir kosið. Um jarðarávöxt var þá ekki að
ræða. En eitt staup af víni þótti hæfileg
hýrgun á jóladagskvöld, en þó aöeins handa
' fullorðnu fólki.
Nú voru það spilin. Á þeim mátti eng-
inn snerta fyrr en hann hafði þvegið sér
vel og vandlega. Úr þvi mátti hver og einn
fletta þeim eftir vild. Pyrst var að skoða
tígulkónginn, sem var höfuðpaurin í al-
korti og laufagosann, sem hafði mest völd-
in í púkki, en þetta voru spilin, sem fólk
gat þá vakað við frá jóladagskvöldi til ann-
arsdagsmorguns og gengið þá að sínum
óumflýjanlegu heimilisverkum. Fólkið var
þá að mestu útilokað frá öðrum skemmt-
unum og bókakostur fábreyttur mjög á
flestum bændabýlum. Þess vegna náðu spil-
in svo mikilli hylli á mannmörgum sveita-
bæjum. „Það er engin spilamennska, ef
maður er ekki kófsveittur í frosthúsi."
var haft eftir einum öldruðum borgfirzk-
um bónda á þessum árum.
Það var strax á annan dag jóla, sem
mesta dýrðin tók að dvína. Jólakertin
brunnu út eitt af öðru og ljósin slokknuðu
á þurru skari. A jólamatinn saxaðist líka
furðu fljótt hjá mörgum. Lengst entist hin
bráðfeita bringa, en að lokum varð þó að-
eins eftir bert og kroppað beinið. Nauð-
synin fyrir daglegum þörfum knúði full-
orðna fólkið til þess að halda ekki að sér
höndum, nema rétt meðan hátíðin stóð
sem hæst. Að liðnum tveim jóladögum voru
kambar, rokkar og önnur vinnutæki dreg-
in fram á ný og allt komst aftur í sitt
hversdagslega horf. En ylur sá er jólin
höfðu vakið í hjörtum fólksins hlýjaði því
eftir á í önnum og áhyggjum.
Ég hefi nú lýst að nokkru þeim jóla-
venjum, sem brosa við mér frá löngu liðn-
um tímum. Þau jól voru mótuð af fornum
venjum, sem gengið höfðu í arf frá kyni til
kyns. Vegna þess mætti telja þessar gömlu
jólavenjur nokkurs konar fornmenjar, sem
vert væri að geyma meðal annarra minn-
ingargulla. Um jól og jólasiði hefir nú
margt verið skrifað, en sinn er siður í
hverjum landshluta, og er því ekki úr
vegi að lýsingar á ýmsum þjóðháttum komi
sem víðast að til samanburðar. Með það
fyrir augum hefi ég ritað þennan stutta
þátt.
Alltaf er jólastjarnan jafn himinhrein,
úr hvaða átt, sem á hana er starað. En
smælingjarnir, sem til himins horfa, en
á jörðu búa, eru sinn við hverja heimskuna
bundnir, en allir menn eiga þá ósk í sínu
innsta eðli, að mega verða ljóssins börn.
GLEÐILEG JÓL !
Kolaverzlun
Siyurðar Ólafssonar
GLEÐILEG JÓL!
Sláturfélaff
Su&urlands
GLEÐILEG JÓL !
EimsUipafélaff tslands
GLEÐILEG JÓL !
tjllarverksmiðjjan
Framtíðin