Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 49

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 49
T í M I N N 49 þau eru komin aö landi (Fagnaðaróp). Flugmaðurinn tekur stúlkuna og faðmar hana að sér. (Fagnaðaróp). VI. ÞÁTTUR. (Sama umhverfi í námunda við fossinn) Hrólfur og Fanney koma inn á sviðið, klædd eins og fyrr). Hrólfur: Hjarta mitt titrar af helgri þökk til þín, kæri miss Fanney. feú lagðir líf þitt í sölurnar til þess að bjarga mínu. Fanney (kæruleysislega): Það er ekki að undra, þó að þér hafið hjartslátt eftir þetta volk í ánni. Hrólfur: Ég fullvissa yður um, að þér hafið bjargað dýrmætu lífi, dýrmætara en þér gerið yður grein fyrir á þessari stundu, — (blíðlega) þér eigið eftir að sannfærast um það, að heimurinn verður yður þakklátur. Nú er það yðar eign. Fanney: Er þá ekki bezt að ég gefi heim- inum það? Hrólfur: Töfradís. Yndislega örlaga- stjarna mín. Fylgdu mér utan. í hinum stóra heimi verður nafn yðar ódauðlegt. Yður hlýtur að langa til að sjá meira af heiminum en þetta fagra land....... Fanney: Já, vissulega. Ferðalöngun og ævintýraþrá er mér ríkulega í blóð borin. Hrólfur: Þá býð ég yður að koma með mér utan. Það eru væntanlega engir an- markar sem hindra slíkt? Fanney: Ég er frjáls eins og fuglinn.. Kári (kallar): Fanney! Fanney! Fanney (svarar hátt): Já. Kári: Hvar ertu, manneskja? (Kemur flaumósa). Hér ertu þá. Ég er búinn að leita að þér um allt. Bíllinn er farinn og við stöndum hér eftir í reiðuleysi. Fanney: Þú þurftir ekki að vera að leita að mér. Hrólfur: Er þetta faðir yðar? Kári: Nei. Þetta er ráðskonan mín. (Snýr sér að Hrólfi). Ert þú þessi flugumaður, sem hún Fanney litla dró upp úr ánni í dag? Hrólfur: Já, ég er sami maðurinn. Kári: Hefðirðu nú drepið hana fyrir mér með þessum leikara skap! Svo er ég ekki viss um, hvort hún er fær um að synda í svona köldu vatni. — Fanney! Komdu strax. Við verðum að fara að komast heim. Það er komið rauða kvöld. (Ætlar að fara). Hrólfur: Bíðið þér ofurlítið. Stúlkan er búin að ákveða að fara með mér til út- landa, og ég fer eftir tvo daga. Kári: Hvað? Hvað? Fara með stúlkuna frá mér, sem ég má ómögulega missa? Hrólfur: Ég borga yður ríflegar skaða- bætur. Hvað gerið þér yður ánægðan með? Kári: Ég veit ekki. Það er afar tilfinn- anlegt tjón, sem ég verð fyrir, og svo--- Hrólfur: Ég lofa að bæta yður það. Fanney: Ég útvega stúlku í staðinn fyr- ir mig. Kári: f staðinn fyrir þig? Hvar heldurðu að ég fái kvenmann, sem mér er eins þén- anlegur og þú? Hrólfur: Éruð þér ánægður með 1000 dollara? Kári: Hvað? Að ég fái 1000 dollara? Ekki held ég að ég hafi efni á að neita því. Það er nokkuð í okkar peningum. Hrólfur: Já, það er betra en ekkert. Gjörið þér svo vel. Hér er ávísun. Þér far- ið með hana í banka 1 Reykjavík og fáið hana greidda með ísl. peningum. Kári: Ég skil það, og þakka þér fyrir. (Lágt). En, en heyrðu. Ég er hræddur um að stúlkan hafi haft illt af þessu volki í ánni í dag. — Hún — er — nefnilega....... Hrólfur: Hvað meinið þér? Kári: Ég meina. — Eins og þér skiljið að komið getur fyrir allt kvenfólk innan fimmtugs, það þarf svo sem ekki að vera vegna óskikkelsis..... Hrólfur: Ég skil þig ekki almennilega. — Hvað vitið þér um hennar ástæður? .... Kári (snögglega): O, það vita nú líklega fáir betur en ég. Fanney: (Kemur nær. Áköf) Um hvað ræðið þið? .... Hrólfur Þessi maður segir að þér munuð vera eitthvað forfallaðar. Fanney: Segir karlinn, ,að ég sé? .... Kári: Ég hefi það eftir útvarpinu. Fanney: (Hlær) Það er líka mest gust- ukin að ljúga upp á útvarpið einhverju um kvenlegan tvöfaldleik? (Tekur upp úr tösku sinni skrautritað skjal, og réttir að Hrólfi). Hrólfur: (Les). Eins og frá var skýrt í útvarpi og blöðum landsins, hefir hin fagra Fanney Falsdóttir sigrað í fegurðar- samkeppni sem „Hlaupár" efndi til og hef- ir því hlotið titilinn „Fegurðardrottning íslands." Hrólfur: Well, kæra miss Fanney, feg- urðardrottning alls heimsins. (Ætlar að taka hana í faðm sinn), Fanney: (Víkur sér undan). Farið spar- lega með blíðu yðar. Kári: Ég nenni nú ekki að bíða lengur. Fanney litla, ég kæri mig ekkert um fleiri fegurðardrottningar, heldur ósvikinn kvenmann, sem kann til allra verka. Ver- ið þið sæl. (Fer. Kallar) En láttu ekki strákinn spreka þér til. Hrólfur: Komið, svífið með mér yfir hauður og höf, miss Fanney, ímynd full- komleikans. Fylgið mér. Ég get hér eftir ekki lyft mér til flugs án yðar. (Þau syngja): Háloftin töfra horska sveina þeir hefja sig burt frá þrasi og klið Fluginu hátt til himins beina með hjartfólgna meyju sér við hlið.' TJALDIÐ. «r \ Kaupfélag Patreksf|arðar býður yður góða og ódýra vöru á hverjum tíma. Eflið yðar eigin verzlun. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.