Tíminn - 24.12.1943, Qupperneq 49
T í M I N N
49
þau eru komin aö landi (Fagnaðaróp).
Flugmaðurinn tekur stúlkuna og faðmar
hana að sér.
(Fagnaðaróp).
VI. ÞÁTTUR.
(Sama umhverfi í námunda við fossinn)
Hrólfur og Fanney koma inn á sviðið,
klædd eins og fyrr).
Hrólfur: Hjarta mitt titrar af helgri
þökk til þín, kæri miss Fanney. feú lagðir
líf þitt í sölurnar til þess að bjarga mínu.
Fanney (kæruleysislega): Það er ekki
að undra, þó að þér hafið hjartslátt eftir
þetta volk í ánni.
Hrólfur: Ég fullvissa yður um, að þér
hafið bjargað dýrmætu lífi, dýrmætara
en þér gerið yður grein fyrir á þessari
stundu, — (blíðlega) þér eigið eftir að
sannfærast um það, að heimurinn verður
yður þakklátur. Nú er það yðar eign.
Fanney: Er þá ekki bezt að ég gefi heim-
inum það?
Hrólfur: Töfradís. Yndislega örlaga-
stjarna mín. Fylgdu mér utan. í hinum
stóra heimi verður nafn yðar ódauðlegt.
Yður hlýtur að langa til að sjá meira af
heiminum en þetta fagra land.......
Fanney: Já, vissulega. Ferðalöngun og
ævintýraþrá er mér ríkulega í blóð borin.
Hrólfur: Þá býð ég yður að koma með
mér utan. Það eru væntanlega engir an-
markar sem hindra slíkt?
Fanney: Ég er frjáls eins og fuglinn..
Kári (kallar): Fanney! Fanney!
Fanney (svarar hátt): Já.
Kári: Hvar ertu, manneskja? (Kemur
flaumósa). Hér ertu þá. Ég er búinn að
leita að þér um allt. Bíllinn er farinn og
við stöndum hér eftir í reiðuleysi.
Fanney: Þú þurftir ekki að vera að leita
að mér.
Hrólfur: Er þetta faðir yðar?
Kári: Nei. Þetta er ráðskonan mín. (Snýr
sér að Hrólfi). Ert þú þessi flugumaður,
sem hún Fanney litla dró upp úr ánni í
dag?
Hrólfur: Já, ég er sami maðurinn.
Kári: Hefðirðu nú drepið hana fyrir mér
með þessum leikara skap! Svo er ég ekki
viss um, hvort hún er fær um að synda
í svona köldu vatni. — Fanney! Komdu
strax. Við verðum að fara að komast heim.
Það er komið rauða kvöld. (Ætlar að
fara).
Hrólfur: Bíðið þér ofurlítið. Stúlkan er
búin að ákveða að fara með mér til út-
landa, og ég fer eftir tvo daga.
Kári: Hvað? Hvað? Fara með stúlkuna
frá mér, sem ég má ómögulega missa?
Hrólfur: Ég borga yður ríflegar skaða-
bætur. Hvað gerið þér yður ánægðan með?
Kári: Ég veit ekki. Það er afar tilfinn-
anlegt tjón, sem ég verð fyrir, og svo---
Hrólfur: Ég lofa að bæta yður það.
Fanney: Ég útvega stúlku í staðinn fyr-
ir mig.
Kári: f staðinn fyrir þig? Hvar heldurðu
að ég fái kvenmann, sem mér er eins þén-
anlegur og þú?
Hrólfur: Éruð þér ánægður með 1000
dollara?
Kári: Hvað? Að ég fái 1000 dollara?
Ekki held ég að ég hafi efni á að neita
því. Það er nokkuð í okkar peningum.
Hrólfur: Já, það er betra en ekkert.
Gjörið þér svo vel. Hér er ávísun. Þér far-
ið með hana í banka 1 Reykjavík og fáið
hana greidda með ísl. peningum.
Kári: Ég skil það, og þakka þér fyrir.
(Lágt). En, en heyrðu. Ég er hræddur um
að stúlkan hafi haft illt af þessu volki í
ánni í dag. — Hún — er — nefnilega.......
Hrólfur: Hvað meinið þér?
Kári: Ég meina. — Eins og þér skiljið
að komið getur fyrir allt kvenfólk innan
fimmtugs, það þarf svo sem ekki að vera
vegna óskikkelsis.....
Hrólfur: Ég skil þig ekki almennilega. —
Hvað vitið þér um hennar ástæður? ....
Kári (snögglega): O, það vita nú líklega
fáir betur en ég.
Fanney: (Kemur nær. Áköf) Um hvað
ræðið þið? ....
Hrólfur Þessi maður segir að þér munuð
vera eitthvað forfallaðar.
Fanney: Segir karlinn, ,að ég sé? ....
Kári: Ég hefi það eftir útvarpinu.
Fanney: (Hlær) Það er líka mest gust-
ukin að ljúga upp á útvarpið einhverju
um kvenlegan tvöfaldleik? (Tekur upp úr
tösku sinni skrautritað skjal, og réttir að
Hrólfi).
Hrólfur: (Les). Eins og frá var skýrt í
útvarpi og blöðum landsins, hefir hin
fagra Fanney Falsdóttir sigrað í fegurðar-
samkeppni sem „Hlaupár" efndi til og hef-
ir því hlotið titilinn „Fegurðardrottning
íslands."
Hrólfur: Well, kæra miss Fanney, feg-
urðardrottning alls heimsins. (Ætlar að
taka hana í faðm sinn),
Fanney: (Víkur sér undan). Farið spar-
lega með blíðu yðar.
Kári: Ég nenni nú ekki að bíða lengur.
Fanney litla, ég kæri mig ekkert um fleiri
fegurðardrottningar, heldur ósvikinn
kvenmann, sem kann til allra verka. Ver-
ið þið sæl. (Fer. Kallar) En láttu ekki
strákinn spreka þér til.
Hrólfur: Komið, svífið með mér yfir
hauður og höf, miss Fanney, ímynd full-
komleikans. Fylgið mér. Ég get hér eftir
ekki lyft mér til flugs án yðar. (Þau
syngja):
Háloftin töfra horska sveina
þeir hefja sig burt frá þrasi og klið
Fluginu hátt til himins beina
með hjartfólgna meyju sér við hlið.'
TJALDIÐ.
«r
\
Kaupfélag Patreksf|arðar
býður yður góða og ódýra vöru á hverjum
tíma. Eflið yðar eigin verzlun.
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.