Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 17
TÍMINN 17 Guðmundur Daníelsson: Frá Stafangri og Jaðri (í grein þesari styðzt ég við ritgerð eft- ir sænska skáldið Sven Stolpe, bækur Kiellands og Árna Garborg, svo og fyrir- lestur um Jaðarinn, sem Helgi Hannessön kaupfélagsstj óri flutti fyrir allmörgum ár- um á ungmennafélagsskemmtun í Mar- teinstungu). Síðan styrjöldin braust út, hefir Noregs svo að segja daglega verið getið í fréttum útvarps og blaða. Einn þeirra staða, sem mjög kom við sögu, meðan barizt var í Nor- egi, er Stavangur. Þjóðverjar hafa þar nefnilega flugvelli, sem Bretar gerðu sér um tíma allt far um að eyðileggja með loftárásum. Þetta vita allir, sem á frétt- irnar hlusta. En hvað fleira? — Þekkir almenningur hér á landi svo öllu meira til þessa staðar, sögu hans og þess lífs, sem þar hefir verið lifað? — Og þó atburðirnir sem þar gerast núna, verði . að vonum lengi í minnum hafðir, þá getur svo farið, að ýmislegt annað, sem í svipinn drukkn- ar í hávaða og ujnróti yfirstandandi tíma, lifi lengur. — Jaðarinn. — Einhver ferðalangur hefir látið svo um mælt, að enginn skilji Noreg utan sá, sem þekki hina veðurmildu suð- vestur strönd hans, þar sem snjór er sjald- gæfur, þar sem Jaðarinn breiöir úr sér, rómaður af skáldum og dúkfestur af mál- urum. — Jaðarinn er láglendi, sem teygir sig suður frá Stavangri, eitthvað um þrjár og hálfa mílu að íengd og tvær til þrjár mílur á breidd. Þar búa nú um fjörutíu þúsund Norðmanna, og nýræktun jarðar, sem þar hefir átt sér stað á síðustu ára- tugum er þjóðfélagslegt ævintýri og stór- virki. Jaðarbændurnir eru nú meðal hinna gildustu í öllum Noregi. — Sú var þó tíð- in, og ekki ýkja langt undan, að þeir áttu fullt í fangi með að framfleyta lífinu í sér og fjölskyldum sínum. Þá byggði þetta fólk afkomu sína að nokkru á því, að hauststormarnir hrektu svo sem tvö, þrjú skip upp á ströndina þess, og þegar sú von rættist, voru þau boðin velkomin af íbúunum, sem væntu sér góðs fengs. Eink- um var viðurinn úr þeim vel þeginn. Jað- arinn er nefnilega skóglaus, þegar frá eru teknar nýplantanir, sem enn eru ekki komnar í gagnið. — Landslagi Jaðarins, útsýni hans méð hinum fjöllótta sjóndeild- arhring í austri og norðri og hafinu í vestri, mun annars hvergi betur lýst en í bókum Alexanders Kiellands, og í bréfi til vinar hans standa eftirfarandi orð: „Ef svo óliklega vildi til, að ég ætti eftir að verða ríkur, skyldi ég byggja mér höll á Jaðrinum og aka í eineykisvagni yfir sandsléttuna, og hesturinn minn skyldi heita Asrak.“ Kielland elskaði þessa ófrjóu sléttu. Hann var líka um nokkurt skeið borgar- stjóri í fæðingarbæ sínum Stavangri, en á sumrin var hann alltaf vanur að búa á Jaðri. Væri hann tíma og tíma utan- lands, í Kaupmannahöfn, París eða Berlín, hugsaði hann alltaf heim til Jaðarins. „Ég þrái Jaðarinn, vatnið og mómýrina, hvar í heiminum sem ég er,“ skrifar hann til eins vinar sins heima. — Þeir, sem lesið hafa bréf hans, þau, sem út hafa verið gefin, kannast við nafnið Árre, þar sem hann bjó fjöldamörg sumur og tók stundum á móti stórskáldunum Björnson og Georg Brandes. Árre er stór bónda- bær. Hann liggur nærri hafinu, á bakka stríðrar elfar, þar sem Kielland var vanur að dorga fyrir fisk. Eitt af bréfum hans gefur manni glögga hugmynd um, hvílíkar mætur skáldið hefir haft á þeirri íþrótt. Hann segir: „Hvaðan fæ ég löngunina til að skrifa? — Já, þér getið ekki trúað hvað það í rauninni skemmtir mér. Þegar ég byrja á kapítula, sem ég hefi vel tilsniðinn í koll- inum, þá er það svo skemmtilegt, — ja, ég vil ekki staðhæfa, að það sé skemmti- legra en að hafa lax á stönginni, en að minnsta kosti eins og að hafa stóran urr- iða.“ — Við elfina stendur. nú bautasteinn, sem minnir vegfarandann á, að Kielland sagði einu sinni, að dáinn vildi hann hvíla hér á Árre. — En inn í Stavangri, sem Kiel- land hefir gert ódauðlega mynd af í skáld- sögum sínum, stendur mynd hans sjálfs á torginu milli hinnar fögru dómkirkju og hafnarinnar. Myndhöggvarinn hefir af stórkostlegri snilld gætt verk sitt hinu volduga, næstum konunglega svipmóti fyrirmyndarinnar, og má í því sambandi minna á orð, sem höfð eru eftir Björnson, þegar hann einu sinni hitti Kielland í stóru samkvæmi, sem Mac Mahon forseti hafði búa látið í Versölum: „Kielland var sá stæðilegasti. Hann kom fram sem opinberun frá stærri, þróttmeiri þjóð. Allir horföu í átt til hans. Fólk gat aðeins'ekki skilið, hvers vegna enginn stórkross ljómaði á brjósti hans, því prins hlaut hann þó að vera, konunglegur prins frá einhverju fjarlægu snælandi, þar sem ættirnar höfðu enn ekki úrkynjazt.“ — í útjaðri bæjarins stendur ennþá hinn stóri herragarður föður hans, Leiðáll, sem í skáldsögum Kiellands gengur undir nafninu Sandgarður. Og á „Hótel Victoría" ganga enn sögur um það, hvernig hann leigði sér stundum lystivagn með tveim hvítum hestum og ók á fleygiferð um ná- grennið, en neytti siðan viðhafnarmáltíð- ar í matsalnum undir forvitnis- og aðdá- unaraugum allra viðstaddra. — Annars var Kielland tíðast í peningakröggum og varð oft að leita til vinar síns Björnsons um hjálp. Þar lifir enn þessi setning: „Þú verður að lána mér tuttugu og fimm krónur, því að ég vil fyrir engan mun vera fátækur!" í ritverkum sínum tekst Kielland á ákaflega listrænan hátt að lýsa hinni fjárhagslegu þróun fæðingarbæjar síns ásamt öllum þeim breytingum, sem af henni leiddi, andlegs og veraldslegs eðlis. Og í rauninni var allur hans skáldskapur ein samfelld og hnitmiðuð herferð gegn borgurum, heittrúarfólki, prestum og em- bættismönnum þessa bæjar, sem hann elskaði og hataði í senn. — En þrátt fyrir þrotlausa leit sína eftir viðfangsefnum, sem hæfðu hinu bitra ádeiluformi, er hon- um var svo tamt og eiginlegt, þá þorrnaði skáldlind Kiellands tiltölulega snemma og varð hann að bergja þann beizka bikar að sjá yngri kynslóð síns tíma snúa við Guðmundur Daníelsson honum baki. — Björnson hélt því einu sinni fram, að hin skyndilega þögn Kiel- lands sem rithöfundar, væri eitt með því einkennilegasta í sögu bókmenntanna. í reyndinni var þó ástæðan einfaldlega sú, að Kielland hafði aðeins eina fyrirmynd: — sjálfan sig, líf fjölskyldu sinnar og fæðingarbæjar, — aðeins þessa og ekki fleiri. — Hann átti marga sonu. Einn af þeim erfði nokkuð af ytri glæsileika föður síns, en skapandi listagáfu átti hann enga. Hann var alla ævi bundinn dularfullum böndum við minningu föður síns og virtist fremur beina sjónum sínum til liðins tíma en framtíðarinnar. Hann hafði með mikilli hugkvæmni, en af litlum efnum, breytt leiguherbergi sínu, sem var i alla staði venjulegt herbergi, í eins konar kapellu, þar sem hann dýrkaði dáinn föður sinn. Vinur hans barði eitt sinn að dyrum hjá honum og fann hann sitjandi í ruggu- stól sínum, einsamlan, með sjö vaxkerti og fjórar portvínsflöskur fyrir framan sig. Hann var að halda hátíðlegt dánarafmæli föður síns. — En enginn fær þannig lifað sem skuggi ættmenna sinna, utan forsjón- in refsi honum. Fyrir nokkrum árum fyr- irfór þessi maður sér eins og afi hans -hafði gert fyrir hundrað árum áður. — En Jaðarinn er ekki aðeins sveit Alex- anders Kiellands, heldur og Árna Gar- borgs. Ættaróðal Árna Garborgs stendur þar ennþá, og ennþá ratar ferðalangur- inn veginn upp til Knutaheiðar, sumar- dvalarstaðar Garborgs með sínu stór- brotna útsýni yfir Jaðarinn og hafið. Þar er haugur orpinn yfir skáldið og konu þess. Nils R. Hauge var, eins og margir kann- ast við, mikill trúarvakningarpostuli í Noregi á seinni hluta nítjándu aldarinnar. Og þó merkilegt væri, amaðist Kielland aldrei neitt verulega við honum né þeim áhrifum, sem hann hafði. Garborg leit aftur á móti öðrum augum á þá hreyfingu, enda eyðilagði hún líf hans sjálfs og föður hans. í skáldsögunni „Friður“ gefur Gar- borg innsýn í það trúarlega andrúmsloft, sem umlukti hann í bernsku. Hann reif sig að visu frá því, en áður en hann náði fullum þroska, gerðist sá atburður á heim- ili hans, sem kastaði myrkum skugga á alla hans framtíð. — Það var árið 1870, að hann sat eitt kvöld við spil ásamt nokkrum félögum sínum uppi í herbergi sínu í kennaraskólanum að Holti, þar sem hann var nemandi. Þá er honum fært bréf frá prestinum, Gunnerusi í Timma,-þess efnis, að faðir hans hafi fyrirfarið sér. Garborg las bréfið til enda, en settist því næst niður og spilaði áfram. Engan af félögum hans grunaði, að bréfið innihéldi ævilangt harmsefni viðtakandans. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.