Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 32

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 32
32 T í M I N N „Já, heimurinn er undarlégur, Wenche litla, og lífið er ekki ávallt auðvelt. — En nú heyri ég í sleðabjöllum niðri í trjágöng- unum,“ sagði frænkan og strauk sér um augun. „Það eru sennilega héraðsdómara- hjónin. Þau eru vön að vera fyrst, eins og þú veizt.“ Jetta frænka gekk hnarreist og tíguleg niður stigann, og Wenche trítlaði áhyggjufull á eftir henni. Brátt fylltist hlaðið af sleðum og hest- um, sem kröfsuðu hörzlið með skaflajárn- uðum hófum, hnykktu upp höfðinu svo að hljómur hins þunga bjöllukrans ofan á makkanum blandaðist við klið lítillar silf- urbjöllu undir kverkinni. Hverjum sleðanum eftir annan var ekið tómum yfir hlaðið að hesthúsdyrunum, þar sem Óli gamli vinnumaður beið. Hann stóð með stórt Ijósker í hendinni og tók á móti hinum aðkomandi ökumönnum og hestum þeirra, því að Óli var engu síður stoltur af hesthúsinu sínu en Jetta frænka af stofunum sínum, og hann var vanur að segja: „Hér á Úlfstöðum er ekki aðeins gesta- rúm, heldur og hestarúm." Svo voru hestarnir leiddir á bás og gef- ið ríkulega. „Taktu bara dallinn og gáttu í hafrabynginn,“ sagði Óli og var gestrisn- in sjálf. „Frúin hefir nefnilega sagt, að um jólin þurfi ekki neitt að spara, hvorki við fólk eða fénað, og það er líka mín skoðun. Ég fyrir mitt leyti get nú unnað hestunum að fá fylli sína, því að þeir strita mest. — Það hefir víst verið erfitt fyrir þig, klár- greyið, að draga héraðsdómarann^ upp brekkuna í kvöld.“ Og svo breiddi Óli á- breiðuna vel og vandlega yfir sveittan hrygginn á þeim brúna. í viðhafnarsalnum stóð frú Jetta, engu síður virðuleg en Óli að sínu leyti, og tók móti gestunum í blaktandi skini kertanna í ljóskrónunni. Hún tók móti öllum með vingjarnlegri kveðju og ungu stúlkunum klappaði hún á kinnarnar, um leið og þær gengu með rjóða vanga fyrir húsfreyjuna og. hneigðu sig fyrir henni. En hvað þær höfðu bæði hlakkað til og kviðið fyrir þessum fyrsta dansleik sínum, — en við vinarhót húsfreyjunnar réttist ósjálfrá.tt úr þeim og þær gengu öruggar yfir gólfið til vinstúlkna sinna. Og Jetta frænka sá allt og skildi með hinum glöggu augum sínum. Þarna kom litla prestskonan og strauk vandræðalega slitna silkikjólinn sinn, sem átti að heita svartur, en var orðinn græn- leitur af elli. „Hamingjan góða,“ hugsaði Jetta með sjálfri sér, „ennþá kemur hún í sama kjólnum. Það kemur sér betur, að Allída hefir ekki hríðfitnað með ári hverju, eins og eiginmaður hennar, þá væri kjóllinn sprunginn utan af henni fyrir löngu.“ Og svo gekk Jetta frænka á móti henni með ástúðlegt bros á vör til að leysa hana af öllum ótta, en hún leit ekki eins mildum augum á gamla prestinn, sem gekk skraf- andi um gólf með hendurnar á bakinu, rjóður og feitur eins og uxi. Yfir borðum, sem svignuðu undan kræs- ingunum, varð glatt á hjalla. Ljósin frá hinum sjöörmuðu silfurstjökum blikuðu á kristalsglösum og silfurfötum, og það glitr- aði á demantshnappa í hvítum skyrtu- brjóstum, gullna axlaskúfa og skartgripi kvenfólksins. Wenche sat í hálfgerðri leiðslu og horfði með aðdáun á Jettu frænku sína, sem stjórnaði öllu hófinu með myndarskap og nærfærni. Hún gat hlustað með athygli á héraðsdómarann og samtímis gefið fram- reiðslustúlkunum merki um að bjóða próf- astinum meiri kalkúnssteik. Og í sömu andránni hóf hún glasið sitt með glettnis- legu augnaráði og drakk skál yfirforingj- ans. Út undan sér hafði hún séð, að yfir- foringinn og prófasturinn voru að því komnir að lenda í einni stjórnmálasenn- unni, sem þeir áttu vanda fyrir og enzt hefði allt kvöldið, ef hún væri ekki kæfð í fæðingunni. Meðan prófasturinn var að velja sér feitasta stykkið af steikinni, notaði Jetta tækifærið til að beina spurningu til yfir- hershöfingjans um síðustu kappreiðarnar, og þegar hann komst út í þá sálma að hæla hestunum sínum, gleymdi hann alveg svarinu, sem hann hafði ætlað sér að bauna á prófastinn, svo að allt féll í ljúfa löð. „Svona, nú getum við haldið áfram. Ó- friðurinn er um garð genginn,“ sagði hús- freyjan brosandi við héraðsdómarann. Wenche hugsaði með sér, hvað frænka væri falleg og tíguleg. Það var eins og hún hefði komizt í nánari kynni við Jettu frænku í kvöld en nokkru sinni fyrr. Móðir hennar hafði sagt henni það eitt, að Jetta hefði á unga aldri allt í einu gifzt stórefnuðum manni. Hún hefði ávalt verið myndarleg húsmóðir, er laðaði fólk að sér, og loks stjórnað hinu stóra ættar- óðali með skörungskap, eftir að maður hennar andaðist. Til hennar komu allir, er þurftu á ráðleggingum eða hjálp að halda. Wenche hafði alltaf hugsað sem svo, að það hlyti að vera gaman að vera Jetta frænka, sem allir báru virðingu fyrir og treystu. í fyrsta skipti hafði hún í kvöld rennt grun í innri mann frænku sinnar og skilizt, að henni hafði ekki veitzt alls kostar létt að gera það, sem skyldan bauð. Hugsast .gat, að Jetta frænka hefði fært meiri fórn, en nokkurn skyldi gruna, til þess að halda ættaróðalinu, sem hún unni afar mikið. Wenche sá fyrir sér tvö dökk augu yfir gljástrokið hestbak, og hjartað sló örara í brjósti hennar. Ef til vill hafði Jetta frænka reynt eitt- hvað svipað. Wenche hrökk upp úr hugleiðingum sín- um við það, að frænka hennar stóð upp frá borðinu. „Ég sé nefnilega að fæturnir á únga fólkinu eru farnir að ókyrrast undir borð- inu,“ sagði hún brosandi, en unglingarnir roðnuðu og drógu fæturna að sér hálf- sneypulega. Úr danssalnum bárust þegar dillandi tónar frá spinettinu. Við það sat gamla jómfrú Silbenstedt, sem fór bæ frá bæ og spilaði í öllum jólaveizlum, og reyndi nót- urnar með mögrum, b'einaberum fingrun- um. Og innan stundar var unga fólkið farið að dansa með lífi og fjöri. Allt rann sam- an í iðandi þvögu af alla vega litum silki- kjólum og blikandi augum, brúnum eða bláum. „En hvað hún frænka þín litla er lík þér, Jetta mín, sagði kona yfirhershöfðingjans, og horfði aðdáunaraugum eftir Wenche, sem dansaði framhjá í sömu svifum í örm- um ritmeistarans. „Skyldu þau verða hjón, ritmeistarinn og Wenche? Hann hefir dregið sig ákaft eftir henni í meira en ár. Víst er hann talsvert eldri, látum okkur sjá,“ — og hún taldi á fingrum sér, — „lát- um okkur sjá, þegar ég var ung stúlka, dansaði ég við Hinrik sáluga bróður hans, og það var víst 10 ára aldursmunur á bræðrunum, svo að hann er nú farinn að reskjast, en hann heldur sér ve'l. „Já, ég hefi sagt það við Wenche, að hann væri álitlegur eiginmaður, en unga fólkið nú á tímum er einráðara en við vorúm. Við hlýddum eldra fólkinu, en guð einn veit, hvað réttast er í því efni,“ sagði Jetta frænka og stundi við. Hershöfðingjafrúin leit stórum augum á æskuvinkonu sína, og í huga hennar brá fyrir endurminningu um ungan, dökk- hærðan lautinant, sem Jetta hafði dansað mikið við á öllum dansleikjum einn vetur- inn. Skyldi það hafa verið svona alvar- legt. O, jæja, allar höfum við börnin verið, hugsaði frúin með sér. En Jetta leit upp til myndanna af for- feðrum sínum og hugsaði með sér: „Ég get horfzt í augu við ykkur, svo að vera má, að vegur skyldunnar hafi verið mér fyrir beztu.“ Svo gekk hún brosandi frá einum gestahópnum til annars. í einu horninu sat allt elzta fólkið og rifjaði upp bernskuminningar sínar. Roði færðist í fölar og hrukkóttar kinnar kvenn- anna, er einhver úr hópi hinna rosknu fyr- irmanna lagði frá sér spilin og bauð þeim að dansa. Jafnvel prestskonan varð eins og ung í annað sinn, er héraðsdómarinn hafði dreg- ið hana út á gólfið eftir miklar fortölur. Meðan þau voru að dansa, hvíslaði hann: „Sem ég er lifandi maður, dansar þú eins vel ennþá, Allída, og fyrir 40 árum,“ enda þótt þú hafir ekki alltaf dansað á rósum, bætti hann við með sjálfum sér. Og Jetta frænka hélt áfram göngu sinnir unz hana bar að hljóðfærinu í því, er jóm- frú Siltrenstedt lét hendur falla kjöltu sér. • „Wenche litla,“ kallaði Jetta frænka. „Nú getur þú spilað einn vals, meðan við jómfrú Silhenstedt fáum okkur hress- ingu.“ „Já, ef ég finn eitthvað, sem ég get spil- að,“ sagði Wenche og beygði sig yfir nót- urnar. Enginn gat gert sér grein fyrir því eftir á, hvernig það vildi til, en skyndilega kvað við óp. Wenche varð þess vör, að kviknað hafði í kjólkappanum hennar út frá kerta- ljósinu, sem stóð á spínettinu. Allt varð í uppnámi í salnum. „Vatn, komið með vatn,“ æpti Jetta frænka og stökk. í ofboði til Wenche, sem stóð þar, sem hún var komin eins og flökt- andi kyndill. Þá kvað við brestur. Hurðin út að svölunum var mölvuð í einni svipan og inn ruddist hávaxinn, dökkhærður maður. Hann snaraðist úr jakkanum, sveipaði honum utan um stúlkuna, þreif hana í fang sér, stökk með hana út og velti henni upp úr snjónum. Gestirnir þyrptust saman, veinandi og viti sínu fjær af hræðslu. „Wenche litla, Wenche mín —- —“. „Nú er hættan liðin hjá, frú,“ sagði dökk- hærði pilturinn, sem stakk svo mjög í stúf við hinn veizluklædda gestahóp. Hann hélt náfölu andliti stúlkunnar að brjósti sér og bar hana gegnum danssalinn, út í ganginn. „Elskan mín,“ heyrði Jetta frænka hann hvísla, þegar hún kom inn í herbergið, þar sem hann kraup á kné framan við legu- bekkinn og hafði lagt döfekan koll sinn að hinum ljósu lokkum systurdóttur hennar. Frænkan greip höndinni í hjartastað. Hvað var það, sem rifjaðist upp fyrir henni, er hún sá Wenche strjúka hendinni blíð- lega um hinn dökka hnakka piltsins? Þannig hafði hún eitt sinn strokið sjálf um dökkhærðan hnakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.