Tíminn - 24.12.1943, Qupperneq 52

Tíminn - 24.12.1943, Qupperneq 52
52 T í M I N N <« GLEÐILEG JÓL ! Edinborti sýndist sveitin í voða. Jafnframt hélt gos- ið enn áfram í vestari eldstöðvunum, þó að hraunrennsli væri þar þverrandi. Voru nú tveir eldmekkir uppi. Huldu þeir norð- urhvelið allt upp á miðjan himinn og sló fram yfir byggðirnar til skiptis. Báðir voru hlaðnir beiskum eiturgufum ,og þó mátti þekkja þá sundur á lyktinni. Óþef- urinn af vestari mökknum var áþekkur því, þegar steinkol eru slökkt með keitu, en hinn var svipaður svælu af brenndum arfa eða slíi. Og eldurinn teygði hramm- ana fram á báða vegu við sveitirnar, Síðu, Meðalland og Landbrot, og ógnaði með að hneppa þær inni milli hafsins og sín. Eftir miðjan mánuðinn varð nokkurt hlé á gosunum og árnar fóru að fika sig fram úr hraununum. En þann 26. kom ein gos- kviðan enn með jarðskjálftum, eldgangi og öskufalli. Þornuðu nú vötnin upp að nýju og hraunflóðið fossaði fram úr gljúfrum Hverfisfljóts. Og nú kom upp gosmökkur í suðurbrún Vatnajökuls, svo að enn var von nýrra ógna. Nú var liðið að hausti og nótt orðin löng. Jörðin var hulin ösku- lagi, og undir því var grafin afkomuvon bóndans. Enginn heyfengur eftir sumarið, og horaðar allar skepnur, sem á lífi voru. Og allt sumarið hafði ekki verið unnt að sækja sjó, því að eiturmóðan bláa, huldi hafið, svo að fiskimið fundust ekki, ef fiskbein var þá til í sjó. En hvenær sem hlé varð á eldunum, váknaði gróðurnál á þúfnakollunum og von í brjóstum mann- anna. En hvort tveggja kulnaði óðar aft- ur. Og nú var komið haust og kolsvört ör- vænting. Og á kvöldin lýsti eldurinn í norðri og varp löngum, fáránlegum skugg- um yfir svarta öskuna, sem renndi saman í skafla með skrjáfandi, þurru hljóði. — Við hljótum að taka undir með séra Jóni Steingrímssyni og segja: „Það verður um alla ævi allra stærsta forundran, að hér skyldi á Síðu nokkurt lifandi hold af kom- ast.“ * * * En svo er það einn sunnudag um haust- :««««: Kaupmenn og kaupiélog! Vér höfum samband við fyrsta flokks verk- smiðjur í Bandaríkjunum og Kanada og get- um útvegað flestar fáanlegar vörur beint frá framleiðendum. Athugið verð og skilmála. Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. — Sími 3183. GLEÐILEG JÓL ! Prentmyndayerðin, Ólafur Hvunndal, Luuyavefj 1 GLEÐILEG JÓL ! Vélsmiðjan Héðinn h.f. GLEÐILEG JÓL ! GLEÐILEG JÓL ! Verksmiðjan Sunna Smjjörlíhisfierðin „Svanur“ GLEÐILEG JÓL ! GLEÐILEG JÓL ! Heildverzlun Jóns Loftssonar. Vihurfélayið h.f. IÐLNN ið, að við heyrum klukkur hringja, eins og í fyrstu. Og á vegunum heim að Kirkju- bæjarklaustri sjáum við fólk á ferð. Það er á leið til kirkjunnar í smáhópum, — en stendur kyrrt lengi í einu og horfir í norðaustur, heldur áfram, stanzar svo aftur og horfir, eins og heillað, allt í sömu átt. Hvaö er að sjá? Dálítinn regnboga- bút milli fjalls og skýja — annað ekki. — En friðarboginn hafði ekki sézt frá því eldgosin hófust, — og nú vakti hann ó- umræðilegan fögnuð, — þetta litfagra tákn, sem Jahve setti í skýin til trygging- ar því, að hann ætlaði ekki að tortíma mönnunum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.