Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 52

Tíminn - 24.12.1943, Blaðsíða 52
52 T í M I N N <« GLEÐILEG JÓL ! Edinborti sýndist sveitin í voða. Jafnframt hélt gos- ið enn áfram í vestari eldstöðvunum, þó að hraunrennsli væri þar þverrandi. Voru nú tveir eldmekkir uppi. Huldu þeir norð- urhvelið allt upp á miðjan himinn og sló fram yfir byggðirnar til skiptis. Báðir voru hlaðnir beiskum eiturgufum ,og þó mátti þekkja þá sundur á lyktinni. Óþef- urinn af vestari mökknum var áþekkur því, þegar steinkol eru slökkt með keitu, en hinn var svipaður svælu af brenndum arfa eða slíi. Og eldurinn teygði hramm- ana fram á báða vegu við sveitirnar, Síðu, Meðalland og Landbrot, og ógnaði með að hneppa þær inni milli hafsins og sín. Eftir miðjan mánuðinn varð nokkurt hlé á gosunum og árnar fóru að fika sig fram úr hraununum. En þann 26. kom ein gos- kviðan enn með jarðskjálftum, eldgangi og öskufalli. Þornuðu nú vötnin upp að nýju og hraunflóðið fossaði fram úr gljúfrum Hverfisfljóts. Og nú kom upp gosmökkur í suðurbrún Vatnajökuls, svo að enn var von nýrra ógna. Nú var liðið að hausti og nótt orðin löng. Jörðin var hulin ösku- lagi, og undir því var grafin afkomuvon bóndans. Enginn heyfengur eftir sumarið, og horaðar allar skepnur, sem á lífi voru. Og allt sumarið hafði ekki verið unnt að sækja sjó, því að eiturmóðan bláa, huldi hafið, svo að fiskimið fundust ekki, ef fiskbein var þá til í sjó. En hvenær sem hlé varð á eldunum, váknaði gróðurnál á þúfnakollunum og von í brjóstum mann- anna. En hvort tveggja kulnaði óðar aft- ur. Og nú var komið haust og kolsvört ör- vænting. Og á kvöldin lýsti eldurinn í norðri og varp löngum, fáránlegum skugg- um yfir svarta öskuna, sem renndi saman í skafla með skrjáfandi, þurru hljóði. — Við hljótum að taka undir með séra Jóni Steingrímssyni og segja: „Það verður um alla ævi allra stærsta forundran, að hér skyldi á Síðu nokkurt lifandi hold af kom- ast.“ * * * En svo er það einn sunnudag um haust- :««««: Kaupmenn og kaupiélog! Vér höfum samband við fyrsta flokks verk- smiðjur í Bandaríkjunum og Kanada og get- um útvegað flestar fáanlegar vörur beint frá framleiðendum. Athugið verð og skilmála. Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. — Sími 3183. GLEÐILEG JÓL ! Prentmyndayerðin, Ólafur Hvunndal, Luuyavefj 1 GLEÐILEG JÓL ! Vélsmiðjan Héðinn h.f. GLEÐILEG JÓL ! GLEÐILEG JÓL ! Verksmiðjan Sunna Smjjörlíhisfierðin „Svanur“ GLEÐILEG JÓL ! GLEÐILEG JÓL ! Heildverzlun Jóns Loftssonar. Vihurfélayið h.f. IÐLNN ið, að við heyrum klukkur hringja, eins og í fyrstu. Og á vegunum heim að Kirkju- bæjarklaustri sjáum við fólk á ferð. Það er á leið til kirkjunnar í smáhópum, — en stendur kyrrt lengi í einu og horfir í norðaustur, heldur áfram, stanzar svo aftur og horfir, eins og heillað, allt í sömu átt. Hvaö er að sjá? Dálítinn regnboga- bút milli fjalls og skýja — annað ekki. — En friðarboginn hafði ekki sézt frá því eldgosin hófust, — og nú vakti hann ó- umræðilegan fögnuð, — þetta litfagra tákn, sem Jahve setti í skýin til trygging- ar því, að hann ætlaði ekki að tortíma mönnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.