Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.12.1948, Blaðsíða 4
4 JÓLABLAÐ TÍMANS 1948 Guðbjörg Þórðardóttir: ísLenzkur bóndabær í afskekktri byggð á íslandi liggur bóndabær, stór jörð hentug fyrir sauð- fjárbúskap. Ekki sér til næstu bæja og er útsýn víð, en í grænum högum eru kindur, kýr og hestar á beit og fylla umhverfið lífi. Bakvið húsið rísa ával- ar, lyngivaxnar hlíðar, sem ótal lækir steypast fram af á vorin. Prá gluggun- um sér út á hafiö, blátt og kyrrt á heit- um sumardögum, grátt og úfið þegar vindur hvín. Bóndinn þarna þarf að vera hygginn og útsjónargóður, því að hann á duttl- ungafullan húsbónda, sem hann ætíð er á verði gegn. Það er veðráttan. Þeg- ar hún er góö getur hún veitt þessum litla heimi hans ómótstæðilega fegurð og allar hlöður fullar. En ef hún er vond verður umhverfið ömurlegt, erfið- ið margfalt og aröurinn lítill. Á vorin, rneðan nótt er björt, hafa allir mikið að gera. Börnin, ef þau eru nokkur, gæta óbornu ánna, en þeir full- orðnu bera á túnið og láta niður kart- öflur. Þegar börnin koma að nýborinni á, eru þau alltaf forvitin, hvort hún er einlembd eða tvilembd. Ef það rignir verða þau að koma henni í hús, svo að lömbin geti náð að þorna, meðan þau eru að læra að standa á mjúkum brauð- fótunum og teygja sig eftir móður- mjólkinni. Það geta orðið margir aukasnúning- ar við lambærnar, þegar vorið er vot- viðrasamt og kalt. Öll önnur vinna er lögð til hliðar, svo að hægt sé að bj arga þessum dýrmætu, óhörðnuðu verum. En ef tíðin er góð verður allt að leik. Hinn óendanlegi, bjarti himingeimur dregur hugann burt frá áhyggjum og striti. Fuglarnir syngja, meðan þeir annast hreiður sín, og sóleyjarnar vagga gulum krónunum í vorblænum. Út um mýrar og móa skjóta hvítir hnoðrar upp kollunum og þjóta til móður sinnar til að sjúga. Um og eftir Jónsmessu er féð rúið.Hver sem vettlingi getur valdið tekur þátt í smöluriinni. Menn fara ríöandi yfir hæðir og ása, eftir berum uröarhryggj- um og meðfram tærum vötnum, sem spegla bláan himininn, grænkandi hlíð- arnar umhverfis og hvíta svanina, sem synda út á mitt vatnið er þeir verða manna varir. Endurnar kúra þolinmóð- ar á hreiðrum sínum, samlitar jörðunni. Kyrrðin verður dýpri, eins og háleitari eftir því sem ofar dregur. Efst í heið- inni finnast vanalega aðeins fáar kind- ur, en þær verða fleiri og fleiri og nið- ur við bæinn er það orðin stór, jarm- ekki að þurfa. Gildi hennar og þýðing fyrir þjóðfélagið fer þó frekar eftir því sem er, en hinu, sem okkur finnst að ætti að vera. Jólin eru að breytast. Þau eru sums staðar að hætta að vera trúarleg hátíð. Ytri viðhöfn og gjafasiður er hjá ýms- um að verða aðalatriðin. Hér skal ekki sagt neitt fyrir um trú- arsiði og helgihald. Sízt skal vera óskað eftir helgisiðum, sem engin tilfinning og alvara væri bak við. Það fer aldrei vel að látast og sízt við hátíðleg tæki- færi. Hitt er ekki úr vegi, að verja lítilli stund til að hugsa um það, hvort hér stefni fram eða aftur. Er þaö framför og fullkomnun að losna við hinar trú- arlegu erfðir? Eða eigum við ennþá er- indi til kirkju til að lúta höfði og þakka? andi hjörð, sem látin er í girðingu með- an hún bíður rúnings. Alltaf verður að minnsta kosti ein vökunótt, svo að hægt sé að sleppa fénu út í frelsið aftur eins fljótt og mögulegt er. Þessir dagar eru oft þeir fegurstu á árinu. Á morgnana liggur hafið skyggt og iádautt undir djúpbláum himni, en er líða fer að hádegi smýgur ofurlitil gola inn yfir landið, er svalar sveittu fólki. Kvöldin eru svo kyrr að fjöllin standa á höfði í sjónum, rauð eins og gull í aftanskininu. Yfir nóttina sezt sólin dálitla stund, en það er jafn bjart fyrir því, og geislar hennar hverfa aldrei af hæstu tindunum hinum megin við fjörðinn. Síðan byrjar heyskapurinn, sem vel- ferð búsins hvílir mest á. Sterkur safa- ríkur ilmur stígur upp frá töð'unni. Þeg- ar þurrkur er verður h.ver og einn að gera eins og hann getur, en bóndinn hefir alltaf mestu ábyrgðina, þvi að hann reynir að reikna út veðriö, sem stundum breytist mörgum sinnum á dag. Það getur verið sólskin og hiti aö morgninum, svo að hann dreifir hálf- þurrum föngum, en seinna fara litlir þokuhnoðrar að líða inn með hlíðunum. Þeir vaxa og þéttast, þar til þeir hafa fyllt himinhvolfið og þá fer að úða úr þeim. Eða það er brakandi þurrkur og heyið þornar fljótt, en inn yfir landinu dragast skýin saman í svarta flóka og einmitt þegar á að fara að hiröa, steyp- ist vatnið úr loftinu og gerir að engu margra daga verk. Því eru allir fegnir í hvert sinn, er heyið kemst í hlöðu og því hærra sem dregur, þeim mun á- nægöari verður bóndinn. Síðsumardagana er gengið á engjar. Hundurinn fylgir fólkinu eftir, því að hann hefir ekkert annað að gera, og kannske vonast hann til að því veröi færður maturinn. Börn og fuglar gæða sér á berjum sem fullþroskuð og freist- andi gægjast út úr lynginu um brekkur og móa, en þeir fullorðnu reyna að láta sem þeir sjái þau ekki. Menn ganga að heiman snemma á morgnana, og koma aftur þegar fer að rökkva. Það hvilir ómótstæðilegur þokki yfir bænum í aug- um þess sem kemur heim, svangur og þreyttur, um hráslagalegt kvöld. Ljós- ið geislar út frá gluggum og í hlýju eld- húsinu hefir húsmóðirin lagt kjarngóð- an mat á borðið. Er haustið nálgast er oft rigninga— samt um hríð, en síðan koma laufvind- arnir, þeir koma að sunnan. Stundum blása þeir aðeins fáa daga, stundum vikum saman. Ilmur af þurru reyrgresi berst um holt og móa og fífufræin svífa yfir mýrunum á hvítum, þöndum hær- um. Hlíðarnar verða rauðar og gular og það skrjáfar hljóðlega í visnandi laufi lyngsins. Það er eins og sumarið Og svo var það þá lengi vel ekki annað eða meira hjá okkur Markúsi en að við sátum þama og þögð- um saman. En loks tók ég að ranka við mér. Það byrjaði með því, að ég leit af hinu töfrandi tunglskini á tunglið sjálft. Það kann að vera, að á ýmsa hafi það dul- römm áhrif — minnsta kosti stundum. En það er ekki þannig með mig — og hefir aldrei verið. Þegar ég man fyrst nokkuð verulega eftir mér, var tunglið orðið að lifandi persónu i vitund minni — ekki vant- aði það. Samt sá ég ekki hinn víðfræga karl í tunglinu. En tunglið allt var í mínum augum stórt, forvitni- og fávíslegt andlit, góðlátlegt, en sérlega roggið og stund- um dálítið kankvíslegt á svipinn, en spaugilegt alltaf. Það gerði mig aldrei angurværan, og aldrei stóð mér af þvi ógn — þvert á móti: Ég varð — og svona er þetta enn — kíminh og upplyftilegur af að horfa á þaö. Eins og það sé lika ekki styrkjandi og hressandi fyrir lítið — meira að segja óvenjulítið — manns- barn að finna sig langa til að vita sig þora að brosa og jafnvel hlæja að himinborinni hnattveru, sem hefir hinar margvíslegustu og furðulegustu verkanir á marga og margt — og sumt ekki smálegt eða lítils megandi? Ég man það líka, að þegar ég í bernsku varð þess fyrst vísari, að máninn þægi ljós sitt frá sólu, þá sagði ég upphátt: — Á, það lá að! Því er hann svona státinn, þessi montari. Ég hafði víst aldrei leitt í tal við Markús, hvernig þaö væri með mig og mánann, og nú drap ég á það, fór um það nokkrum orðum í léttum skoptón. Ojú, hann kvaðst nú hafa orðið var við þetta sama hjá sér, hefði oft og tíðum fundizt þessi skjöldur hálf- hlálegur — og víst sýndist þetta oftast heldur góð- látlegt og eins og kankvíst smetti, en samt væri sér frekar kalt til mánans, heldur en hitt, gæti ekki að því gert. — Ég hefi, skal ég segja þér, Hvítur minn, nokkrum sinnum, síðan ég komst til vits og ára, séð virkilega skuggalegan skarðan mána vaða í skýjum og boða feigð, fundizt þá næstum því eins og eitthvað hlakk- andi og feiknlegt í svipnum á þessum þýfisgjafara. Það held ég hann svamlaði svaðalegur og skarður í skýjagrisjum, ýmist látúnsgulur og flærðarlegur, blóð- rauður af grimmdarhlakki eða með grásvörtum díl- um af djöfulmóði, þegar þeir fórust milli þrjátíu og fjörutíu úr Hamrafirðinum á einum degi hérna í kyndilmessu-áhlaupinu fyrir aldamótin — þar af tuttugu og fjórir úr sama hreppnum.... Já — og þú hefðir átt að minnazt á tunglið við hann afa- bróður þinn, hann Hákon heitinn á Töngum. Ég kipptist við. Þetta leit ekki beinlínis bölvanlega út. Ef ég hefði ekki eitthvað sérlegt úr honum Markúsi núna, þá var ég illa svikinn. — Hann Hákon? — Já. Hann sagði, að tunglið væri sá viðsjálasti hnöttur himingeimsins, sem hann vissi nokkur veru- leg deili á, og sárafáir nú til dags, sem þekktu nokkuð þess mörgu náttúrur. Aftur á móti hefðu þeir verið tunglspakir í Egyptó, hér áður á tíð, og frá tungl- spekingunum þar hefði mestmegnis verið komin sú speki, sem hér hefði veriö kölluð galdur. Hann tjáöi mér, að hann kynni að nefna fimm mána, sem rétt- «■ nokk væri allt sá sami, en nefndur eftir því, hver hans náttúra væri þá og þá sú ráðandi. Þaö væri Urðarmáni eða Heltungl, Harðindatungl og Flærðar- máni — þegar það væri á lofti, þá væri nú allt heldur viðsjált í henni veröld — og svo Freysmáni, og þeg- ar hann væri á himni, þá væri gott að efna til, eins og hann kallaði það, hvort sem um væri að ræða fjölgun manneskjanna, skepnanna eða sáningu jarð- argróðans — já, og áburður yrði aldrei að öðru eins gagni og þá. Loksins væri það þá Hvítatungl, en það sæist ekki nema endrum og eins. Þá væri guð hinnar hvítu kynngi á ferð um geiminn, og þá gæti hver og einn, sem á þessu kynni skil, þvegið sitt hjarta hreint í tunglsljósinu.... Ja-á, hann Hákon! — Svo þú þekktir hann Hákon. Þú hefir aldrei sagt mér þaö. — Nei, það kann að vera. En það held ég Litli mað- urinn þekkti hann Hákon, gleymi honum trúlega seint, manninum þeim. — Hvar varstu samtíða honum? Fórstu ekki frá föður þínum að Sauragerði og svo að Móum, — og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.