Tíminn - 24.12.1948, Side 19

Tíminn - 24.12.1948, Side 19
JOLABLAÐ TIMANS 1948 79 C. K 2>Jta FR/ÆNKAN FRÁ AMERÍKU Prú Kalmer sat og las auglýsingarnar í morgun- blaðinu. Það var hennar mesta yndi. Allt í einu hrökk hún við og sagöi: „Guð komi til. Nú fæ ég nóg af því.“ Þegar frú Kalmer varð forviða fór hún ekki leynt með það. Hún varð æst. Maður hennar fór sér ekki óðslega. Hann var við því búinn að konan segði þá og þegar að úlfurinn kæmi. Þau voru búin að vera gift í þrjátíu og fjögur ár, svo að hann þekkti konuna allvel. Hann leit spyrjandi augum upp úr blaðinu. Frú Kalmer mælti: „Hlustaðu á, Jóhannes. Ég ætla að lesa dálítið fyrir þig.“ Svo las hún með titrandi rödd: „Demantsnæla með fimm stórum demöntum og rúbínum, umhverfis, hefir tapast síðdegis í gær á Strikinu milli Kóngsins nýja torg og Gamlatorgs. Finnandi er beöinn að skila henni til ungfrú Adelinu Evald-Ottosen á Hótel d’Angleterre, gegn góðum fundarlaunum." „Adelina? Edvald-Ottosen með bandi á milli. Adelina Evald-Ottosen! Það hlýtur að vera hún.“ „Systurdóttir þín,"" spurði Jóhannes. „Já. Hún hlýtur að vera komin. Býr á d’Angleterre. Gimsteinanál með fimm stórum gimsteinum. Ekki mátti minna gagn gera. Já, hún hlýtur að hafa mak- að krókinn í Ameríku.“ Herra Kalmer kinkaði kolli til samþykkis. Hann mælti: „Það er vel af sér vikið á ekki lengri tíma. Hvaö er langt síðan hún fór? Eru það ekki sjö eða átta ár? Hún hlýtur að hafa verið góðum gáfum gædd, þó að þú hefðir ekki mikið álit á hæfileikum hennar." Að svo mæltu hugðist hann að hefja blaðalestur aftur. Frú Kalmer sagði: „Þaö var ekki að vænta þess að mér kærni til hugar að hún græddi þessi ósköp. — Annars er það nú ekki fuilsannað.“ Jóhannes mælti: „En álítur þú ekki að hún hafi fengið ríkan mann? Því gæti ég trúað. Hún var lag- leg. En stendur ekki ungfrú í auglýsingunni?“ Frú Kalmer: „Það er ólíklegt að ekki hefði frétst um heppni hennar.“ „Þekkirðu Edmund Grover?“ spurði hr. Kalmer. „Edmund Grover? Hver er hann? Ertu að' lesa um þann mann?“ „Hann er einn af beztu dráttlistarmönnum Ameríku. Gefur víst Walt Disney lítiö eftir. En frúin hélt áfram að tala um frænku sína. „Það er nú oftast sagt frá því, ef einhver kemst vel áfram erlendis.“ Maður hennar svaraði: „Ef til vill hefir hún nefnt sig einhverju öðru nafni í Ameríku. Hún hefir lík- lega lagt sér til eitthvert listamannanafn. Og er hún hefir gert samninga, beöiö um að láta ekki berast út hver hún var. Þetta er algengt vestra. Það er fundið upp á mörgu þar.“ Frú Kalmer sat hugsandi. Svo sagði hún: „En nú er hún komin heim.“ „Líklega í stutta kynnisför. Hún fer vafalaust aft- ur til gull-landsins. Þar græðir hún meira á mánuði en heilu ári hér. Hér græða ekki „listamenn." „Við ættum að bjóða henni heim,“ sagði frú Kalmer. „Annars ætti hún að heimsækja okkur ótilkvödd.“ Herra Kalmer leit upp úr blaðinu og lyfti brúnum og mælti: „Við þvi geturðu tæplega búizt. Hún hefir að líkindum ekki gleymt því, að það var þér fyrst og fremst að kenna að hún fór af landi burt. Þér var svo mikið áhugamál að stía þeim sundur Holger og henni.“ „Hún hefir nú skilið það, að við værum því mót- fallin að Holger giftist nítján ára stúlku, þar sem hann var kominn út á lærdómsbrautina.“ „Já,“ sagði Kalmer með hægð. „En stúlkur og fílar gleyma ekki misgjörðum." Frú Kalmer svaraði: „Hún hefir, ef til vill, ekki gleymt Holger.“ I-Ir. Kalmer skildi hvað hún fór. Hann mælti: „Það haft áhrif, nema á stöku stað, þar sem síminn náði til undir eins. Magnús Krist jánsson, fylgismaður Hafsteins, féll með 10 atkvæða mun á Akureyri; kannski hefir hann átt sitt fall upp á Alberti, því að 284 greiddu þar atkvæði. En efiaust hefir frefnin valdið því hér í Reykjavík, að enn meiri hiti hljóp í kosninguna, kjörsókn orðið meiri, og sumir þeir sem hálfvolgir voru vöknuðu nú ósjálfrátt til andstööu og fóru og greiddu atkvæði. Kjörsóknin varð áköf og mikill troðningur, en ólga á kjör- staönum, eftir því sem blöðin herma. En ekki komu að kjörborði nema rúmir 1000 kjósendur um daginn. Margt mundi enn mega skrá eftir þeim mönnum sem í þessari styrjöld stóðu, bæði til fróöleiks og meinlauss gamans. Sjónarvoítur hefir sagt mér þessa sögu: Heimastjórnarmenn áttu sér gamlan og reyndan kosningasmala og trúan flokksmann. Hann var alkunnur Reyk- víkingur á sinni tíð, ófríöur maður og öldungis hégómalaus í framgögnu. Hann er nú dáinn fyrir 15-—20 árum. Nú fór svo um þennan þrautreynda stríðsmann að honum féll allur ketill í eld við fregn ina um Alberti, gaf upp bardagann í sjálfri úrslitahríðinni, gekk andstæðing unum á hönd og skirðist undir þeirra trú. Ekki treystu þeir honum meir en svo og fylgdu honum vendilega á kjör- staðinn, að hann kæmi ekki aftur í villu eða félli enn í hendur óvinarins. Þröng var mikil í dyrunum, og sem nú einn Sjálfstæðismanna er að hnosa hinum umventa kjósanda inn fyrir dyrastaf- inn, þá ber þar aö heimastjórnarmann; honum þykir nú trúnaðarmaður flokks- ins kominn í grunsamlegan félagsskap. Er ekki að orðlengja það, að heima- stjórnarmaðurinn ætlaði að taka hinn týnda sauð úr höndum freistarans, en þar lá ekki laust fyrir; sjálfstæðismað- urinn vildi ekki laust láta og kosninga- fulltrúinn vildi ekki breyta sinni nýju skoöun; sló þá í heitingar. Loks sneri kjósandinn sínu ferlega höfði um öxl og sagði við sinn fyrri flokksmann: „Þegi þú! Hann Alberti stencLur á bak við þig!“ Og í þvi slapp hann inn fyrir dyrastafinn. Eftir hriðina kom í ljós að andstæð- ingar uppkastsins, dr. Jón Þorkelsson og Magnús Blöndal kaupmaður, voru kosnir með 574 og 529 atkvæðum, en þeir Guðmundur Björnsson og Jón Þor- láksson fallnir, við 455 og 453 atkvæði. Nokkrum dögum síðar birti „ísafold" grein undir fyrirsögninni: „Kannaður valurinn". En skráin um hina föllnu má mörgum viröast enn í dag næsta ó- trúleg. Þó að hér hafi verið sagt frá tveim atburðum í senn, kosningum á íslandi og falli Albertis, þá eru þessir atburðir að vísu öldungis óháðir hvor öðrum, nema að því leyti að þá bar upp á sama daginn. En nú er að segja nokkru ger frá íslandsmálaráðherra Vorum, Al- berti. Ættin var komin til Danmerkur frá Normandí á Frakklandi. Nafnið er ítalskt og franskt. Hann hét Peder Ad- ler Alberti, var fæddur 1851, eins og fyr var sagt. Hann var tröll að vexti og burðum, flugskarpur, skjótráður og hugrakkur, hamhelypa til allra verka og varð aldrei misdægurt. Hann tók að erfðum eftir föður sinn mikinn trúnað mannæ, álit og ábyrgðarstöður í þjóð- félaginu. Það er undarlegt að þessi syndaselur átti þann föður sem var hreinn maður og grandvar í öllu líferni að ekki voru svik fundin í hans munni. Hann var óðalsbóndasonur utan af Jótlandi, varð lögfræðingur' og málflutningsmaður; vann sér almannalof fyrir ráðvendni og trúmensku í því starfi. Varð þingmaður í Sóreyjarkjördæmi á Sjálandi, studdur af bændum, öruggur fylgismaður vinstri manna. Hann var mikill fjármálamað- ur, hagsýnn og gætinn. Hann stofnaði áriö 1856, þá rúmlega fertugur, sparisjóð sjálenskra bœnda, þann er síðar kom svo raunalega við sögu sonar hans. Þess um sparisjóði skipaði hann svo og stjórn aöi að sá sjóður varð fyrirmynd fjölda annarra slíkra sjóða víða hvar. Sjóður- inn varð í höndum þessa ágæta manns raunar að öflugum banka, þó að nafninu væri ekki breytt og hann héldi sig við starfsemi sparisjóða. Þegar Alberti hinn eldri dó fylgdu honum meira en 2000 sjálenskir bændur til grafar, og er það í frásögur fært. Þeir reistu honum fagr- an minnisvarða skammt fyrir utan Sór- ey. Öll þessi ást og traust sjálensku bændanna beið nú sonarins. Hann var líka lögfræðingur. Faðir hans hafði gert hann að varamanni sínum í stjórn sparisjóðsins nokkru áður en hann dó, og þannig kom það svo sem af sjálfu sér að Alberti yngri yrði forstöðumaður sparisjóðsins þegar faðir hans féll frá. Þaö var 1890, og var Alberti yngri þá tæplega fertugur. Hann hafði staðið við hlið föður síns í starfinu fyrir bændur og þegar unnið traust þeirra á eigin spýtur. Hann var búinn að stofna brunatryggingafélag fyrir smábýli og smábændur á Sjálandi, en hitt var þó meira, að hann hafði stofnað smjörsölufélag danskra bænda, með beinu sambandi við London, til þess að komast fram hjá heildsölunum. Bændunum þótti að þessu mikil búbót, en þetta félag varð Alberti sjálfum nokk ur hefndargjöf. Vegna þess að hann hafði tvær stórar fjárhirslur, sparisjóð- inn og smjörsölufélagið, veittust honum hægara um fjársvikin. Hann gat lengi vel fært féö á milli, á víxl, án þess að grunsemdir vekti. Hann lærði fyrst á mjóum þvengjum. Sagan um Alberti, vald hans og svika- feril, verður ekki skilin nema í sam- bandi við dönsk stjórnmál um langt ára bil. Þegar hann var að komast til aldurs og mannvirðinga var furðulegt pólitíkst ástand í Danmörku. Hin gamla ráða- stétt stóreignamanna og ættborinna embættismanna háði þá úrslitabaráttu fyrir valdi sínu. Estrup óðalseigandi var þá forsætisráðherra Dana um 20 ár sam fleytt. Hann var maður ákaflega harð- snúinn og ihaldssamur, og lét ekki, né flokksmenn hans, hægrimenn, á sig ganga þó að þeir yrðu í minnihluta í fólksþinginu, sem kosið var til beinum kosningum. Hann barðist gegn rýmkun kosningarréttar, stórbændum og stór- eignamönnum í vil, og vildi hervæða land ið sem sterklegast. Þegar fjárlögin voru felld fyrir honum i fólksþinginu fór hann að dæmi Bismarcs, gerði bráða- birgðafjárlög og sat sem fastast. Þetta ástand þótti mjög með endemum vföa hvar. Fransk háðblað birti á þeim árum mynd af Kristjáni konungi 9., ekki all- fagra ásýndum, en undir þeirri ásjónu stendur: „Þetta er maðurinn sem fann upp þá list að stjórna með minnihlutan- um.“ Stjórn Estrups skapaði geysiharða andstööu í landinu og langvarandi bar- áttu. Andstöðuflokkurinn var einn: Vinstrimenn, og þó að vísu í mörgum flokksbrotum og fleygum, og varö þeim að því mikið ógagn alla tíð. Eitt var þeim sameigirilegt: fjandskapurinn við Estrup og hægrimenn og vægðarlausar kröfur um aukin mannréttindi. En margt annað skildi þá. Flokkurinn átti lengst af meginstoð sína í bændum, bjargálnabændum, smábændum og

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.