Tíminn - 24.12.1948, Page 24
24
JÓLABLAÐ TÍMANS 1948
EYÞÓR ERLENDSSDN, HELGASTÖÐUM
UNDRAFJALLI
Geislar júnisólarinnar flæða yfir
landið, svo að fjallahringurinn sveipast
fagurblárri móðu. Yfir gervallri náttúr-
unni hvílir djúp kyrrð. — Þetta er að
aflíðandi hádegi, þriðjudaginn 22. júní
(1948). Ég er staddur austanmegin
Þjórsár, andspænis Þjórsárholti. Þaöan
hafði ég verið fluttur yfir ána. Og nú
er hún að baki mér, þessi mikla elfur,
skolgrá og ógnandi, en gróðurflákar
Landsveitarinnar taka við. Ég er á leið
til Heklu, undrafjallsins, sem athygli
allra landsins barna hefir beinzt að síð-
an eldgos hennar hið síðasta hófst fyrir
tæpum fimmtán mánuðum. Því er nú
að fullu lokið. Hekla sést ekki þaðan
sem ég er, því að Skarösfjall byrgir fyrir
allt útsýni til austurs, þótt lágkúrulegt
sé. Það er allmikið ummáls og ég verð
að leggja talsvert mikla lykkju á leið
mína til að komast fyrir suðurenda þess.
Undir Skarðsfjalli standa margir bæ-
ir, vel hýstir og reisulegir bæir, þar sem
íslenzk gestrisni er í hávegum höfð. Við
flesta þeirra eru snotrir skrúðgarðar, til
mikillar prýði og augnayndis.
Þegar fyrir suðurenda fjallsins kemur
opnast brátt tilkomu mikið og fagurt
sjónarsvið til austurs, með Heklu sjálfa
í öndvegi. Það sjónarsvið er mér að vísu
ekki ókunnugt, en verkar þó á mig sem
töfradrykkur.
Framundan mér liggur geysimikil
slétta, iðjagræn og fögur. Þessi slétta
er meginhluti hinnar blómlegu Land-
sveitar. Handan við hana í austri gnæfir
Hekla við himinn, myrkblá frá rótum
upp fyrir miðjar hlíðar, en með hvítu
fannakögri þar fyrir ofan. Er hún
tíguleg mjög í þessum búningi og sann-
kölluð drottning í riki sínu. — Næsta
dag er ætlun mín að ganga á hátind
hennar, verði skilyrði til veðurs vegna.
Nálega í beinni línu til suðurs frá
Heklu eru tvö önnur fagurmynduð jök-
ulbákn, Tindafjallajökull og Eyjafjalla-
jökull. Auka þeir mjög við glæsileik út-
sýnisins á þessum slóöum.
Ég held nú förinni áfram og er brátt
kominn á bílveginn, sem liggur upp að
Galtalæk, en þar hefi ég hugsað mér
að gista næstu nótt. Held ég svo eftir
veginum rakleitt, að heita má, að und-
anskildri skammri viðdvöl á tveimur
bæjum, Skarði og Leirubakka.
Að Galtalæk kem ég klukkan tæplega
sjö. Hitti ég bóndann þar, Sigurjón Páls-
son, skammt fyrir vestan bæinn, og fal-
ast eftir gistingu hjá honum þá um
nóttina, sem var auðsótt mál. Gisti ég
þar síðan tvær nætur, við hinar ágæt-
ustu móttökur og hjálpsemi af hálfu
þeirra Galtalækjarhjóna, Sigurjóns og
konu hans, Sigriðar Sveinsdóttur.
Ég notaði kvöldið til að slcoða mig um
bekki og litast um kringum bæinn. Veð-
ur var bjart og kyrrlátt og á slíkum
kvöldum er fagurt á Galtalæk. Útsýni
þaðan er stórfenglegt og svipfagurt.
Umhverfis hið víðáttumikla, grösuga
flatlendi, sem þenur sig til suðurs frá
bænum svo langt, er séð verður, rísa til-
komumikil fjöll á þrjá vegu. Breiðist
fjallahringur þessi eins og faðmur móti
suðri og minnir hin sérkennilega lögun
landsins þegar við fyrstu sýn á breiðan
flóa. Enda er af jarðfræðingum talið
víst, að í lok ísaldar, fyrir ca. 10 þúsund
árum, hafi allt hið víðáttumikla svæði
milli fjallanna þarna verið sævi hulið.
Þá hafa öldur hafsins farið dansandi
yfir þar sem bændabýlin standa nú og
brimið svarrað á undirhlíðum fjallanna,
hvarvetna um þessar slóðir. En hinir
skapandi kraptar náttúrunnar eru vold-
ug öfl. Og meðan aldir og árþúsundir
Christensen sjálfur sagt, að Alberti kom
til hans og bað hann mjög fyrirgefning-
ar, og lagði þar mikið við. Og mína fyr-
irgefningu fékk hann! sagði Christen-
sen. Engan annan mun þessi harðsvír-
aði maður hafa beðið fyrirgefningar á
neinu.
Alberti fékk þunga dóma, sem vonlegt
var, því að hann gerði landi sínu og
þjóð mikla smán og skaða. En svo var
sem oft verður, að margir þeir sem djarf
legast vógu að honum föllnum höfðu
velt sér í veldi hans og dýrð meðan kost-
ur var. Hefði Alberti verið meiri fjár-
málamaður en hann var, má vera að
hann hefði orðið auðugur maður á svik-
um sínum, eins og hann ætlaðist til.
Hefði hann í hentugan tíma grætt nokk-
ur hundruð þús. sterlingspund, þá hefði
hann getað fylgt I. C. Christensen allan
valdaferil hans, áfallalaust fyrir báða,
og fengið eigi lakara eftirmæli, aðeins
með öðrum hætti, af því að mennirnir
voru ólíkir. Enginn hefði þá vitað um
innræti hans og syndasekt.
Margir ágætustu menn Dana hafa
skrifað um mál hans eftir hans dag og
eitthvað á þessa leið: Það gerði minnst
um þessar miljónir, og smánin út á við
fyrnist — allt þetta má fyrirgefa. En
það er eitt sem brennur í blóði okkar
meðan við lifum og engin afplánun og
engin fyrirgefning nær til: Það var að
vita svo víst um hyldýpi spillingarinnar
kringum þennan mann, vita svik hans
og fals, en geta ekkert að gert, sjá hann
hrokast fyrir augum vorum, hælast um
í svívirðingunni, storka öllu réttlæti og
allri dygð. Svo hörmulegt var að sjá slík-
an mann safna að sér aðdáendum og
fylgi og trúnaðartrausti góðra manna,
að það bæti svipt mann allri getu til að
vilja vel og gera vel.
„Að sjá spillta menn og vera ekki fær
um að vikja þeim úr embætti, þetta er
þjáning og mikil smán“ — segir Kon-
fúsíus, spámaður Kínverja.
Sagan um Alberti er sem dæmisaga
um það sem yfir gengur margt þjóðfélag
og marga stétt og margan tíma — og
jafnan kann að gerast í meira mæli eða
minna fyrir augum vorum. Þar er lær-
dómur þessarar reyfarasögu — sem
reyndist sönn, þegar silkislæðunum var
á burtu kippt.
hann kominn? Líklega hálfnaður með leiðina sem
Hákon fór.
Vetrarvegurinn lá eftir ánni á löngum köflum. Og
vakir voru margar. Það var ekki gott að sjá þær,
þar sem snjór var allmikill.
En svo kom Lars til hugar, að hríðin hefði brostið
á áður en Hákon hefði lagt af stað frá selinu. En það
var ótrúlegt.
Lars nam staðar og lýsti umhverfis sig með ljós-
kerinu. En hann sá ekkert.
Svo sá hann eitthvað svart í snjónum framundan
og staðnæmdist. Þetta hreyfðist. „Hákon!“ kallaði
Lars. „Ertu þarna?“ Lars var spenntur. Ný von
kviknaði í brjósti hans.
Þá heyrði hann rödd. Hann þekkti að það var rödd
Hákonar.
Hákon nálgaðist, en mjög hægt.
Hann hafði ekki skíði, en kafaði ófærðina. Var
hann kominn að niðurfalli af þreytu. Skrefin, sem
hann tók, voru ekki löng. Hann hneig niður annað
slagið og hvíldi sig. Skór og sokkar voru gaddfreðnir.
Þannig hafði Hákon staulast langan tíma. Það var
blóðbragð í munni hans. Hann var dauðþreyttur.
Lars tók Hákon á bakið. Þeir töluðu lítið saman.
Þó sagði Hákon honum hver hefðu orðið afdrif
hestsins. Hann fór í vök. Hákon hafði orðið blautur,
en sloppið við að drukkna.
Kvöldið var langt á Björk að þessu sinni. Bóndinn
fór út við og við, og fólkið horfði út um gluggana.
Út og inn. Inn og út. Hlusta, horfa, vona. En ekkert
heyrðist annað en hvinurinn í storminum. Hríðin
hafði völdin þetta kvöld, og hún minnti á dauðann.
Tíminn leið. Og því lengra sem leið, þess vissari
þóttust allir um, að óhamingja hefði dunið yfir.
Angistin hertók fólkið. Hver vindhviða var eins
og járnhönd gripi um hjartað.
Svo heyrðist hark við útidyrnar.
Var það vindurinn eða....?
Bóndinn var á leið til dyra þegar hurðinni var
hrundið upp og Lars reikaði inn, hvítur eins og hann
væri úr eintómum snjó.
Hann hneig niður á gólfið — svo örþreyttur var
hann. Nú sáu menn að hann var ekki einn. Á baki
hans var Hákon.
Þá létti yfir öllum. Og fólkið sagði: „Guði sé lof.“
Vorið var að koma. Jörðin fór að anga. í Bjarkar-
hlíðinni heyrðist að eitthvað var haft fyrir stafni.
Lars var að smíða bæinn sinn. Hann hafði eignast
landspilduna.
Hákon hafði fengið lungnabólgu og legið nokkrar
vikur, en var orðinn alheill fyrir löngu.
Dag nokkurn hafði Bjarkarbóndinn gert orð fyrír
Lars. Hann mælti: l
„Þú hefir bjargað lífi einkasonar míns, og ég er
í mikilli þakklætisskuld viðjrig eins og gefur að skilja.
Og nú skaltu fá Bjarkarhlíðarspilduna án endur-
gjalds. Ég treysti engum betur, en þér og Marit til
þess að reisa nýbýli.
Hest geturðu fengið lánaðan hjá mér þar til þú
eignast hest. Ég er þá illa svikinn ef þess verður langt
að bíða.“ Hann klappaöi Lars á öxlina.
Lars gleymdi aldrei þessum degi.
Þetta var eins og í ævintýri. Svo gott að það var
ótrúlegt. Nú gátu þau Marit hafist handa á meðan
fjörið ólgaði í æðum.
Þegar Lars sagði unnustunni þessar fréttir tár-
felldi hún af gleði.
Hún mælti: „Það fór vel eins og ég vonaði. Ég var
svo hrædd um að missa þig frá mér.“
Lars lagði mikið að sér fram eftir sumrinu. Hann
gróf kjallara, sprengdi grjót og undirbjó ræktun.
Hann vann langt fram á kvöld, og verkjaði í bakið.
En hann gerði allt með glöðu geði.
Stundum kom Marit tli hans, og þá hresstist Lars
mjög. Þau sátu þá og horfðu á litla akurinn, sem
hann hafði búið til, og annað það er hann var búinn
að gera.
Þarna var bjarkarilmur og fuglasöngur, þarna var
indælt að dvelja.
Fólk, sem átti leið þama um, sagði:
„En hve hér verður geðugt að eiga heima. Og hversu
imgu kærustupörin eru sæl."