Tíminn - 24.12.1951, Qupperneq 9

Tíminn - 24.12.1951, Qupperneq 9
JÓLABLAÐ TÍMANS 1951 9 SUMARDAGAR 1 ÖRÆFUM Kviskcr i Öia fuin. 14. júlí 1951. Sól og sumar í Ör- æfum. Við Jóhannes Gröntved grasafræðingur skoðum gróður í Skaptafelli. Gröntved hefur mik- inn áhuga á íslenzkri grasafræði og hefur skrifað mikið og merki- legt rit á ensku um gróður lands- ins. Nú var hann hér á fjórðu rann- sóknarferð sinni, nær sjötugur að aldri. — Höfðum við komið fljúg- andi frá Reykjavík að Fagurhóls- mýri í þoku daginn áður. Var þá um tíma að: „Skýjabólstra skolgrátt traf skyggði bæði á land og haf. Horfinn með öllu himinn og jörð, í háalofti var bagan gjörð.“ Fengum síðar far með póstbílnum að Skaptafellsá. Hún er slæmur larartálmi og venjulega ófær bíl- um. Urðum við að fá mann frá Skaptafelli til að sækja okkur yfir ána. En stundum er farið á jökli og þannig sneitt hjá ánni. Á Fagurhólsmýri mættum við Jóni Eyþórssyni, Sigurði Þórarins- syni o. fl. jökulförum. Komu þeir frá skálagerð ofan úr Esjufjöllum. -----Skaptafellsbæir standa hátt í hlíð og er víð útsýn yfir sandana miklu fyrir neðan. Um þá flæm- ist Skeiðará í mörgum kvíslum. Liggur einn állinn alveg uppi við brekkur og nagar þær. Skeiðarár- jökull blasir við, en lengst í suð- vestri blámar fyrir Lómagnúp o. fl. fjöllum. Ekki ber ýkja mikið á Öræfajökli, þótt nálægur sé. Hann er löngum skýjum hulinn og hæð- ir skyggja á, svo að hann nýtur sín ekki til fulls. En neðan frá söndunum að sjá gnæfir hann við ský ærið hrilcalegur. Komast engin íslenzk fjöll til jafns við hann. — í Skaptafelli eru nú tveir bæir. Heitir sá efri Hæðir, en hinn neðri í Böltanum. Miðbærinn, Sel, er kominn í eyði, en hús standa þar ennþá. í Böltanum bjó áður hinn landskunni bóndi og fylgdarmaður „Oddur í Skaptafelli“. En nú býr þar ekkja hans, Ingigerður, ásamt b’’æðrum Odds heitins. Bæirnir stóöu neðar áður, en voru íluttir vegna ágangs Skeiðarár hærra upp í hlíðina. Fyrir neðan oæina eru fagrar skógarbrekkkur og tvö gil meö fossum og skógi, — en svartur sandurinn hvarvetna fyrir neðan brekkurnar. Túnið er hvítt af kúmeni. Sækir skógurinn á það og er slíkt sjaldgæft á íslandi. Mikill maðkur var í skóginum. Voru lauf- in víða öll götótt og saman spunn- in, en skógarmaðkarnir skriðu hvarvetna og létu sig siga til jarð- ar í silkiþræði, þegar gengiö var um skóginn. Nöguðu maðkarnir einnig blágresi, fífla, hrútaberja- lyng o. fl. breiðblaða jurtir. Kong- ulærnar voru í essihu sínu, bústn- ar mjög; þar á meðal stóru, rönd- óttu tígurlærnar, sem sátu í vef sínum, eða skriðu mjög hratt í berginu. Geithvönn er hér mjög algeng og stingur alstaðar hvít- um sveipunum upp úr kjarri og grasi. Hávaxin hjónagrös, gull- steinbrjótur, gullbrá og klettafrú sátu viða á sillum í giljunum. í túnskóginum vaxa eggtvíblaðka, garðabrúða, brönugrös og óvenju- lega stórir jakobsfíflar, greinóttir, með margar körfur. Á bergstöllum vaxa líka skriðuhnoðri og hinn frægi helluhnoðri, sem fyrrum var notaður gegn hlustarverk og sem uppsölumeðal. Liðfætla og köldu- gras eru algengustu burknar; að undantelcnu tófugrasinu, sem heita má að vaxi í hverri klettaskoru um land allt. Á stöku stað litar rauð- bláa baunagrasið klettastallana bæði heima í giljunum og austur í Kálfabrekkum. Kjarr er víða í brekkunum. Hefur mjög létt af skógunum síðan rafmagn kom á flesta bæina. 15. júlí héldum við Gröntved í Bæjarstaðaskóg, en það er alllöng leið inn eftir bröttum, skógivöxn- um hlíðurn. Fylgdi Magnús Magn- ússon í Skaptafelli okkur. Er yfir Morsá að fara, en hún getur orö- ið allmikil. Hundur Magnúsar, Vaskur, stökk óðara á bak, þegar að ánni kom og lét húsbónda sinn reiða sig yfir. — Brúskar af þrí- laufungi sáust hvarvetna i skóg- inum í Sniðabrekkum. Láglendi Morsárdals er auðn að mestu, en skógartorfur eru í dalhlíounum handan Morsár. Stendur Bæjar- staðaskógur á þeirri stærstu. Berar hlíðar eru hið efra. í giljum halda reynihríslur enn velli á stöku stað, t. d. i Réttargili. í Fúsa- gili. viröist reynihrísla koma út úr berum klpttinum, en sprunga mun vera þar undir. Skammt frá Bæjarstaöaskógi er 60—70° heit laug og rennur frá henni lítill, volg- ur lækur. Er þar gull af skarififli og blátt af blákollu og lyfjagrasi við ylinn. Mikið var um mýflugur og veiddu lyfjagrösin auðsjáan- lega vel. Smáar birkihríslur gægð- ust víða upp úr grasinu. — Bcgjarstaðaskógur stendur á all- stórri gróðurtorfu, en umhverfis eru berar urðir og sandar. Skógur- inn er langt frá byggð og hefur það eflaust hlíft honum mikið. Nú er hann girtur, en fáeinar kindur voru samt í honum. Skógurinn er víðast hinn blómlegasti. ' „Angar björk í Bæjarstaðaskógi.“ Lauf- hvelfingar lokast þar — langt yfir höfði, víðast hvar“, mætti um hann segja. Mjög mörg tré eru há og beinvaxin, flest með hvítum berki. Lítið bar á skógarmaðki, en hann kvað hafa verið mikill í fyrra. Ekki sást mikið af reklum, svo að ekki virtist ætla að verða fræár að þessu sinni. En á síðari árum leggur skógræktin kapp á að afla fræs úr Bæjarstaðaskógi. Eru tiltölulega mörg tré þar talin góð til undaneldis. Vex Bæjar- staðabirki nú víða um land. Allstór- ar, blásnar geilar, eru í skóginn, berar niður í mel. Munu það upp- runalega vera vatnsrásir. Læk- irnir rífa burt hinn þykka jarðveg í vatnavöxtum haust og vor. Síðan nær vindurinn tökum. Eru rofbakk- arnir sumstaðar 2—3 m. á hæð og standa berar birkiræturnar út úr þeim. Þótt eyðingin gangi hægt, virðist hér þurfa að koma nátt- úrunni til aðstoðar, en er senni- lega alldýrt. Mikill undirgróður er viðast í skóginum. Þar er fögur rjóður- brekka með gulvíðirunnum, reyni, miklu blágresi, brönugrösum, hrútaberjalyngi o. fl. fögrum blómjurtum. Reyrilmur liggur í lofti. Alls töldum við 73 tegundir í skóginum. Vaxa þar sennilega fleiri. En ekki virðist þar mikið af birki í uppvexti til að endurnýja skóg- inn. Er þaö athugavert. — Þegar út úr skóginum kernur blasa við aurar, jökulvötn og auðn- ir. Hafa jökulhlaup, ár og upp- blástur verið að verki. — Á heið- inni ofan við Skaptafell eru líka glögg einkenni uppblásturs. Hár rofbakki horfir móti norðri og er blásið niður i mel á bak við hann. Uppi á heiðinni er einkar svip- mikið. Sést þaðan Hvannadals- hnjúkur, Kristínartindar o. fl. fjöll og gnípur. Rétt hjá er Svartifoss í gili með fögru stuðlabergi. — Garðrœkt hefir heppnazt vel í Skaptafelli. En í sumar var kom- inn þar kálmaðkur í rófurnar. Vita menn ekki til að neinar jurtir hafi verið fluttar þangað, nema trjá- plöntur í hitteöfyrra. Kálmaðkuf er einnig sagöur á Núpstað. Á Skaptafelli er vítt til vegg.ia. Þar er sauðland gott. En betra mun að vera léttur á fæti til smalamennsku i öllu þvi víðlendi. 16. júlí fórum við ríðandi frá Skaptafelli austur yfir Skapta- fellsá. Þar beið Þorsteinn á Svína- íelli og flutti okkur í jeppa sínum áfram austur sandana, yfir Svína- fellsá og lieim að Svínafelli. Fag- urt er aö líta heim að hinu forna höfuðbóli Flosa. Þar er nú fimm- býli. Grösugar engjar fyrir neðan, en skógi vaxin hlið á bak við. Vex: skógurinn alveg heirn á tún. En örskammt vestan við túnin er hólahrúgald mikið og bak viö það teygist Svínafellsjökull eins og tunga niður á láglendið, all-mó- rauður og aurborinn. Lá jökull- inn alveg fram á hólana fyrrum, en gengur nú óðum aftur á bak og; lækkar. Hólarnir eru jökulruðn- ingur, sem jökullinn hefir ýtt á undan sér fyrr á tímum. Svina- fellsá kemur kolmórauö undan jökulsporðinum bak við hólana. Koma hér greinilega í ljós hinar miklu andstæður Öræfa: Svartir sandar með jökulkvíslum, sem sí- fellt breyta farveg og flæða yfir; stórir gróðurhólmar, grösugir mjög og skógarhliðar. En jökultungur koma fram úr hverju skarði eða. dalverpi og teygja sig niður á lág- lendi milli bæjanna. Bak við byggðafjöllin liggur Vatnajökull og er þar af nógum ís aö taka. Samt virðist heldur. ganga á forðann, því að jökultungurnar styttast með ári hverju. — í gömlum bæjarvegg á Svína- felli vex tófugras, sigurskúfur og’ brúskar af burnirót. Kúmen vex í túninu og skriðsóley í hlaövarp- anum. Hlýtt mun vera þarna und- ir hlíðunum og veðursæld mikil að jafnaði. En stöku sinnum koma aftakaveður og ætlar þá allt um koll aö keyra. Oft er logn við bæ- ina, þótt hvasst sé niður á söndun- um. Trjágarðar eru við bœina og matjurtarækt lánast ágætlega. Elztu trén á Svínafelli rnunu gróð- ursett árið 1911. Standa þau sér í garði austur frá austasta bænum og eru um 6 m. há, reynir og birki. Oft hafa trén skemmst af hvass- viðrum. Fram undan bænum vaxa reynir, birki og tvö blágreni; hið stærra 3 m. hátt. Hjá trjánum vaxa ribs, ætihvönn, kúmen, mjaðurt, garöabrúða, vallhumall, randagras, riddaraspori, kornblóm (og yllir, sem fyrst var ræktaður Eftir Ingólf Davíðsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.