Tíminn - 24.12.1951, Side 15

Tíminn - 24.12.1951, Side 15
JÓLABLAÐ TÍM/ 15 Afeð fiutning upp HrisJiáls. Við Jlvalvatn, Súliu i baksýn. í 400 m. hæð, upp af Hvalfirði, bak við Botnsúlur og Hvalfell, ligg- ur Hvalvatnið. Þarna uppi hefir verið unnið að því á undanförnum árum að setja upp einu regnmælingarstöð lands- ins og er því verki nú langt komiö, en mælingar hófust þarna strax eftir að fyrsti mælirinn var kom- inn og hafa þær verið auknar eft- ir því sem mælunum hefir fjölgað. Það var fyrri hluta ágústmánaoar í sumar, sem við fórum 4 upp að Hvalvatni, Teresía Guðmundsson, veðurstofustjóri, Sigurjón Rist, vatnamælingamaður hjá Raforku- málaskrifstofunni, Ari Guðmunds- son, veðurfræðinemi og ég. Til- gangur ferðarinnar var sá að setia upp tvo nýja mæla og að mæla úr- komuna i þeim, sem fyrir voru. Víð lögðum af stað úr Reykjavík kl. 5. á laugaföagsmorgxii og vorum koniín í hlaðið á Stóra-Botni kl. 6.30, Þar beið efnið í mælana, en af því er óþægilegast til flutnings hin ar löngu stangir, sem þeir eru reist ir á. Eina leiðin til þess að koma þessu upp að Hvalvatni var sú, að reiða það á hestum, en í Hvalfirði er ekki nú, fremur en annars stað- ar, mikill kostur hesta. Þó hafði tekizt að fá tvo reiðingshesta og varð það að nægja. Haldið var sem leið liggur upp Glyipsbrekkur, kenndar við fossinn Glym í Botnsá, sem er hæstur allra fossa hér á landi. Að þessu sinni lá leið ókkar all fjarri hinu hrikalega Botnsárgljúfri, en við höfðum öll séð það áður og dvöldum því ekki við það. Ferðin gekk vel upp hina bröttu brekku, þrátt fyrir óþægilegan flutning. Tjöld og annar yiðiegu- aðbúnaður var tekinn af í fögrum hvammi skammt frá, þar sem Bothsá íellur úr Hvalvatni. Síðan var haldið áfram með efnið í mæl- irinn upp að svo kölluðum Veggj- um, en það er lágt fjall, norðan við Hvalvatnið, sem mest líkist þvi, að það sé hlaðið upp úr störgrýti. Eft- ir að menn höfðu síðan snætt af nesti sínu á tjaldstað, héldu pilt- arnir á ný niður að Stóra-Botni, því að enn var eftir að fara aðra ferð með efni í mæli, sem ætlunin var að byggja uppi í hlíðum Botn- súlna. Leiðin með þann mæli átti að vera hinum megin við Hvalfell- ið upp Hríshals, llinn forna fjallveg milli Hvalfjarðar og Þing- valla. Við Teresía liggjum . stundar.- korn í hvamminum göða og njót- um háfjallasólarinnar. Rétt fram- undan okkur rennur Botnsá lygn og all breið, en þó óvenjulega vatns lítil. Hvalfellið er alveg við ána hinum megin, efst klettabelti, en neðan móbergsklappir og sand- skriður. Þarna skammt fyrir ofan árósinn er hellirinn, þar sem Arnes útilegumaður er sagður liafa haft vetursetu. Þaðan, sem við Teresía erum, sést ekki allt umhverfi Hval- vatns, en við höi'um áður, fyrir réctum tveim árum gengið um allt það svæði, sem ætlunin er að mæla úrkomuna á. Höfðum við þá með okkur stiga ail stóran, sem við bár- um eins og handbörur, en hann var okkur nauðsynlegur til þess að komast upp i mælana. Sú ferð varð aðailega söguleg fyrir þennan stiga og vegna þéss; hve lengi við vor- um,- En ferðin tók okkur 14 tima frá Stóra-Botni, hringinn allan með viökomu í mælur.um og að Stóra-Botni aftur um Hvalskarð, sem liggur milii Hvalfells og Botn- súina. Komum við til bæjar löngu ei'tir að dimmt var orðið, enduðum með því að vaða Botnsá, þar sem við komum að henni og var hún bæði köld og ströng. Hvalvatnssvæðið er fagurt-.Sjálft liggur Hvalvatnið í djúpri kvos og hallar að því á alla vegu, nema rétt þar sem Botnsá fellur úr því til vesturs. Að norðan eru Veggir, sem áður voru nefndir, og austar Kvíg- indisfellið, en að sunnan Botnsúlur og Hvalfell. Súlur eru fögur liparit- fjöll yfir 1000 metra yfir sjávarmál, en Hvalfellið talsvert lægra. Víða opnast þarna hið fegursta útsýni út á Hvalfjörðinn, einkum úr Súl- um og Kvigindisfelii. Austan við Hvalvatnið eru lágir meiar, en það- an hallar niður í Hvannadali og Víðiker. Alveg við vatnið, austur- enda þess, er Skinnhúfuhöfði, þar sem tröllkona ein, að nafni Skinn- húfa, á að hafa búið. Litill hellis- skúti er í þessum höfða. Hvalvatnið er um 4 ferkm. að stærð og er geysidjúpt, talið eitt af dýpstu vötnum landsins. Það liggur á takmörkum móbergs- og liparitlaga og tjáði Sigurjón Rist mér, að hann hefði ekki fengið um það haldgóða skýringu hjá jarð- fræðingum, hvernig vatnið hefði orðið til. Væru um það ýmsar get- gátur, sem erfitt væri að sanna. Að Hvalyatni fellur vatn af 30 fer- kílómetrá svséði og er þetta svæði mjög vel fallið til athugunar á úr- komumagni. Regn- og vatnamælingarnar við Hvalvatn eru framkvæmdar af Veðurstofunni og Raforkumála- skrifstofunni, og er tilgangurinn með þt: um ruælingum jöfnum liönít i Ví vísindalega sann- a3, hv'" smagn hér er um aö rær . gera rannsóknir með t ., tðarvirkjunar. Fvr %■■■■ , rinn var settur upp ár •!ö: austið 1947 voru settir i-r t mæ! ;.r og haustið 1949 var bæt: ð ■- • m. Nú voru settir upp tv: aæla:: l viðbótar, þann- ig að . ei’U rnælarnir orðnir 7. Talið er. rð all: myndu þurfa að vera þax a S—10 mælar til þess að mælingarnar væru í allra bezta lagi, svo að mælarnir eru í það fæsta. liegnnurtir. Regnmælarnir eru allstórir geym ar, sem festir eru á 6 m. háa þrí- fætur, og eru af þessum 6 m. tveir metrar grafnir i jörð niður. Er mæl- irinn þá 4 m. frá yfirborði jarðar og er það talið nægilegt til þess að hann snjói ekki í kaf, jafnvel í mestu snjóum. Mælirinn tekur svo við úrkomunni um 200 fersentím. op að ummáli, en til þess að vatn- ið frjósi ekki, er látið í mælinn á- kveðið magn af Calcium Ciorid, og til þess að forðast uppgufun, er einnig látin parafinolia í mælinn. Eftirlitið með mælunum er svo fólgið í því að sjá til þess, að þeir standi örugglega þar sem þeir hafa verið settir, gæta þess, að þeir leki ekki, og svo í athugunum á úrkom- unni. Slíkar athuganir eru venju- lega gerðar á þriggja mánaða fresti, en aðalmæling, tæming og hreinsun á mælunum fer fram einu sinni á ári. Aðalmæling á, sam- kvæmt öllum vísinaalegum reglum, að fara frarn seint á haustin, eftir að telja má, að aðaihaustrigningar séu afstaðnar, en áður en fer að snjóa fyrir alvöru. En vegna þess að dagar eru stuttir í októbermán- uði og nóvember og alla veðra von, er nú aðalmæling gerð í ágústmán- uði og var það einmitt annar aðal- tilgangur þessarar farar. Tvö síðustu árin, sem hafa verið sérstaklega þurrviðrasöm, liggja fyrir sæmilega áreiðanlegar mæl- ingar úr þeim fimm mælum, sem til voru. Sýna þessar mælingar m. a.,. að úrkoman hefir á þessum tveim. árum verið 30—150% meiri við HValvatn heldur en í Reykja- vík. Úrkomumagnið er talsvert mismunandi eftir því, hvar á mæl- ingarsvæðinu mælirinn er, og reynist úrkoman mest fyrir sunn- an vatnið, í hlíðum Súlna, en minnst fyrir norðan það. Auk þess benda mælingarnar til þess, að í úrkomuárum verði mismunur á úrkomumagni á hálendi og lág- lendi tiltölulega meiri heldur en í þurrkatíð. Við Teresía tókum síðari hluta dagsins í það að mæla í mæli, sem stendur vestan við vatnið, og nú söknuðum við stigans góða, því það var mestu erfiðleikum bundið fyr- ir okkur að komast upp í mælinn á þverslám þeim, sem til þess eru ætlaðar. Um miðnættið komu þeir Ari og Sigurjón, eftir langa ferð og erfiða. Höfðu þeir, ásamt Jóni bónda í Stóra-Botni og Þorkeli bónda í Litla-Botni, flutt efni í nýjan mæli upp i 800 m. hæð í hlið- um Súlna. Þetta var orðinn langur vinnudagur hjá þeim og lítið hafði verið sinnt um að borða, svo að þeir voru fegnir að fá matarbita, þegar á tjaldstað kom. Á sunnudagsmorguninn mældi Sigurjón vatnsmagnið í Botnsá. Honum fannst nú heldur lítið til hennar koma, þar sem hún flutti ekki fram nema 500 lítra á sek- úndu og ekki var meiri en svo, að stikla mátti hana á lágstigvélum, enda hafði hún aldrei verið minni að sumri til síðan vatnsmælingar hófust hér, en þær eru miklu eldri en regnmælingarnar og hafa stað- ið í 8 ár. Sigurjón gefur mér nú ýmsar upplýsingar um vatnamælingarn- ar og tilganginn með þeim. Auk þess, sem vatnsmagnið er mælt við og við, er vatnshæðin stöðugt

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.