Tíminn - 24.12.1951, Side 21

Tíminn - 24.12.1951, Side 21
JÖ'LABLAÐ TÍMANS 1951 21 a3 til hefir verið haldið. Nokkrir þeirra Prakka sem nú eru staddir í bækistöðinni í „Camp Central“, eru að búa sig undir langa ferð á skrið- bílunum, alla leið til austurstrandarinnar, en nokkrir verða eftir í bækistöðunum og hafa þar vetursetu. Við erum með benzín á skriðbílana til hinnar löngu og erf- iðu ferðar og matvæli og vísindatæki handa þeim, sem búast til að dvelja inni á miðjum Græn- landsjökli hinn langa heimskautsvetur, sem í hönd fer. Á skyrtunum niöri l jökulhúsum. Útvarp jökulbúa er hið skemmtilegasta. Þeir spila á grammófón og segja sögur af tilveru sinni á jöklinum. — Við erum hér í steikjandi hita langt niðri í jöklinum og bíðum með eftirvæntingu eftir því, að ykkur miði áfram inn yfir ísbreiðuna. Sumir eru í sunnudagsskapi að raka sig við spegilinn, en aðrir að lesa góðar bókmenntir sér til af- þreyingar. Við erum allir snöggklæddir, þeir sem eru niðri í undirhúsunum, en vinir okkar, sem að skyldustörfum eru ofanjarðar, eru vel dúðaðir í frostinu. Það er einkennilegt að fylgjast með hinum óteljandi myndbrigð- um á yfirborði jökulsins. Sá, sem heldur að hann sé tilbreytingar- laus snjó- eða ísbreiða, gerir sér skakkar hugmyndir um Grænlands jökul. Fyrst í stað, þegar komið er yfir hæsta fjallgarðinn, út við jökul- jaðarinn, stingur þverhníptur tind ur kolli sínum upp úr snjónum á stöku stað. Stundum eru þeir nokkrir í hóp, eins og holt og hól- ar í íslenzku landslagi. Snjórinn er í sköflum eftir skafrenninga og sums staðar hefir líka skeflt yfir samfelldar j ökulsprungur. Fyrstu vetrarveðrin eru þegar komin á jöklinum. Syrungur og blágrœn stöðuvötn. Áður en maður er til fulls bú- inn að skoða landslagið á einum staðnum, ber annað fyrir augað og það orðið gerbreytt. Jökullinn liggur allur í straumum, eins og árstraumur, eftir beinum og boga- dregnum línum, sprunga við sprungu. Yfirborðið er hart og hrjúft eins og skrápur. Á stöku stað sést í blágrænt stöðuvatn á jökulbreiðunni, sem myndazt hefir í slakka. Það eru einkennileg lit- brigði að sjá þessi grænbláu augu í hvítum jöklinum. Á öðrum stöð- um er jökullinn alls ekki hvítur, eins og jöklar eiga að vera, heldur alsettur mórauðum óhreinindum. Þannig ber sitt hvað fyrir augað á hinni löngu leið yfir isbreiðuna. Og Frakkarnir halda áfram að út- varpa. Allir útreikningar sýna nú, að við eigum mjög að fara að nálg- ast áfangastaðinn. Vísir útvarps- áttavitans stefnir beint á útvarps- stöðina og hefir gert það alla leið- ina inn yfir jökulinn. Leiðangursstöðvarnar fundnar. Frakkarnir segjast nú ætla að fara að hafa auga með vélinni. Eftir stutta stund er gripið inn í útvarpið og sagt, að nú heyrist í flugvél niðri í bækistöðvunum á jöklinum. Rétt í sama mund kom- um við auga á mannabústaðina í hvítri auðninni. Það er fiogið nokkra hringi yfir tjaldbúðunum og flugið lækkað við hvern hring. Tjöldin, sem ýmist eru topptjöld eða tjöld með venjulegu lagi, eru dreifð yfir stórt svæði á jöklinum. Útvarpsstengurnar eru á milli tjaldbúðanna. En kassar með ýms- um vísindatækjum til athugana dreifðir á auðu svæðunum á milli. Á einum stað eru skriðbílarnir í hóp, en förin eftir þá liggja eins og fíngerðar dráttlistarlínur á við og dreif út um allan jökul frá tjald búðunum. Kuldalega búnir menn veifa til okkar, þegar flogið er lágt síðasta hringinn til athugunar, áður en flugið er hækkað fyrir fyrsta útkastið. Vöruafhendingin á jöklinum. Nú faía allir aftur í vörugeymsl- una, nema flugmennirnir tveir og Axel siglingafræðingur, sem stend- ur frammi í stjórnklefadyrum, til að gefa merki um það, þegar Krist- inn ætlar að steypa vélinni og losna við hluta af farminum úr rennunni í dyrunum. Bolli loftskeytamaður er útköst- unarstjóri og er sérfræðingur í faginu. Hann raðar hlutunum í rennuna og hefir band um sig miðj an og er bundinn í dyrastafinn, því þegar fjöl er dregin frá, og vör- urnar fara út í geiminn, verður hann að standa í opinu og fylgj- ast með því, að allt fari út í einu. Allt er tilbúið fyrir fyrsta útkast- ið. Rennan er full af vörum og flug vélin kemur úr mikilli hæð niður að staðnum, þar sem vörurnar eiga að lenda. Það eru kassar, allir með fallhlífum. Axel gefur merki í dyr- unum. Bolli tekur spjaldið úr rennunni. Geysir hækkar skyndi- lega flugið og þeytist upp á við, rennan er tóm. Dálítill skruðning- ur og loftið fyrir neðan okkur er þakið hvítum fallhlífum. Fallið er stutt og kassarnir lenda í snjón- um. — Allt í lagi, segir útvarpið frá tj aldbúðunum, meðan raðað er GRÆNLANDS um dýrmæta farmi milli tveggja tignarlegra fjalístinda upp yfir hina endalausu flatneskju jökuls- ins. Við eigum langt en ekki til- breytingarlaust flug fyrir höndum. Nú má lækka flugið lítið eitt, og kemur það sér vel, því flestum var farið að líða illa af súrefnisskorti í meira en fjögur þúsund metra hæð. Maður verður máttfarinn og latur og á erfitt með að draga and- ann. Það verður styttra og styttra í hverju öndunarsogi, þegar loftið þynnist. Aftur við legubekkinn í stjórn- kléfanum er súrefnisgríma og geta merin brugðið henni upp, til að fá sér heilnæman sopa, sér til hress- ingar, þegar deyfðarmók færist yfir. Jökulbreiðan er talsvert lægri en háu fjöllin við ströndina og þess vegna þarf ekki að fljúga jafn hátt yfir jökulinn og gert var meðan verið var að komast upp yfir fjöllin inn á j ökulbreiðuna. Fyrstu kynni af jökulbúum. Við höfum nú eignast skemmti- legan félagsskap við hina frönsku leiðangursmenn inni á miðjum Grænlandsjökli gegnum útvarpið, Þeir varpa stöðugt út frá stöð sinni til vélarinnar, svo hægt sé að stilla stjórntækin á útvarpsgeislana. Það er ennþá tveggja klukkustunda ferð fyrir höndum, þótt ekki sé henni heitið nema inn á miðjan jökul. Þar hafa hinir frönsku vísinda- mienn undir forystu Poul Emil Victor aðalbækistöðvar sínar og nefna „Camp Central“. Þar eru nú 18 leiðangursmanna og búa í tjöld- uni á jöklinum og í jarðhýsum, heilli borg, sem þeir hafa grafið sér niður í jökulinn og hafa haft þar tvennar vetursetur. Hafa þeir únniö þar að mikilsverðum vísinda athugunum og tekizt vel að lifa af hinn grænlenzka vetur. Hafa aðrir vísíndaleiðangrar ekki haft þvílík- ar vetursetur inni á jöklinum sem hiriir frönsku. Á sumrin ferðast menn frá leið- Áýri:grinum um jökulinn á skriðbíl- ,-Ujfr og mæla þykkt hans og hafa riú komizt að því, að Grænland er skorið sundur undir jöklinum og éri'hvi ekki ein éýja, eins og hing- !. - Sólskin og blár sgór é Græn- tiö er. - EVIeðfram hæstu fjöllum ti landi. - Jökylbúarnir og útvarp ísbreiður. - Með snjóinn í fanginu. jökla viö Grænlandsströnd. urid metrar, eða næstum því helm- ingi hærri en Öræfajökull, hæsta fjall íslands. Norðan er svo sífelld röð þverhníptra og hvassra fjalla- tinda á Knud Rasmussenslandi upp af Bossevilleströndinni. Á vinstri hönd eru fjöllin heldur lægri, eða ekki nema um þrjú þús- und metrar, en þau eru þverhnípt, þar sem tindarnir standa upp úr jöklinum svo langt sem augað eyg- ir til beggja handa. Þar fellur ís í fjarðarbotn. Niðri í fjarðarbotninum er kulda legt um að litast, þar sem samfelld- ur straumur ísmolsins flýtur und- an skriðjöklinum. Það er eins og hvít froða og rýkur upp af brot- unum þar sem fjöröurinn og sjálf- ur skriðjökullinn mætast. Flugvélin hækkar nú enn flugið og hreyflarnir nötra undan átök- unum. Geysir skilar okkur og hin- •••••. .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.