Tíminn - 24.12.1951, Síða 38

Tíminn - 24.12.1951, Síða 38
38 JOLABLAÐ TTMANS 1951 SÆ inóclaciur heima a iJU lac^ur neima cu Framhald af 2. síðu um innilega. Hlýju hendinni fylgir ætíð gleðilegt, vermandi bros og nokkur vingjarnleg orð.“ Brosið fjekk jeg, en engi:-. orð, og lítt mun skáldið hafa grunað hverja aðdá- un og elsku þessi unglingur bar til hans sjálfs. En mjer fanst æ síðan að þetta handtak væri ein besta blessunarósk sem jeg bar með mjer út á lífsleiðina; í því var einhver þvílík orðlaus meining, hlý og djúp, magni aukin. Seinna um daginn, eftir hátíðina, flutti Einar Joch- umsson kvæði fyrir bæjardyrum á Hólum og fjekk allgott hljóð. En að loknu kvæðinu gekk Matthias til hans, tók í hönd honum og sagði: Gott hjá þjer, bróðir! Og hið þriðja man jeg að vísu og heyri enn fyrir eyrum mjer, að Brynjólfur í Þverárdal, risnumeist- ari hátíðarinnar, hann er að bera í bætifláka út af einhverri um- kvörtun gesta: Og vitið þjer það ekki, elskan mín, að sjálfur prófast- urinn og prófastsfrúin hafa sofið á gólfinu í nótt og ekki kvartað! Þetta var 1910. Nú var gott að koma heim að Hólum, eftir 40 ár, hafandi engar áhyggjur af hestum Matthíasar þjóðminjavarðar nje neinu öðru. En engum stendur á sama um veðr- ið, ef hann er á ferð, og jeg vakn- aði með sól norður á Reynistað og léit til veðurs og sá út til austurs. Og það fyrsta sem jeg sá var und- arlegur vefur eða eimur af sól- skini og vatni saman. Öll tilveran var gegnvot af langvarandi rign- ingum. En nú var eins og regn- þyknið lyftist hægt upp frá jörð- inni, upp frá iðjagrænum, marflöt- um, vjelslegnum engjum. Sólina sjer ekki sjálfa og öll fjöll eru byrgð, en sólarljósið kemur ein- hverjar leiðir meö jörðinni sjálfri, undir regnþyknið og tekur að lyfta því. En jörðin flóir í dögg, og bilið milli jarðarinnar og skýjanna er mettað af glitrandi úða, tæru vatni og morgunsól ýrt saman, og í þessu morgunbaði sveima öll hey- sætin hans Jóns á Reynistað. Þetta er eins og í draumheimi, óvirkilegt. Það verður glaðasólskin, hugsa jeg líka og sofna enn, þvi að nútima- maðurinn lætur ekki morgunsól- ina hrekja sig á fætur. Og morgunsólin lyftir regnþung- Qg loks greiðist þyknið til suðurs og sjálfur Mælifellshnjúkur mænir úr heiðríkju út yfir hjeraðið og fjörðinn. Alt er bjart, suður til jökla og norður í haf. Allur Skaga- fjörður skín við sólu. Og mundi þá farið hafa sem þar segir, að þá mælti enginn í mót, að það var mikið og fagurt hjerað sem kom út úr mistrinu. Það segir í gömlum kviðlingi, að „fagurt er skúrar- upprofið“, fagurt er skin eftir skúr. En það er eitthvað óumræði- legt við þá heiðríkju sem heill landsfjcrðungur hefur þráð svo heitt, einmitt- á þeirri stundu. Það er í fám orðum sagt, að dag- ur Jóns Arasonar að Hólum varð dýrlegur dagur. Og fyrst og fremst varð bessi c’agur mikil þjóðhátíð Skagfirðinga og Norðlendinga. Tvent þarf mest til þess aö gera Forsœtisráðherrann, Stehigrímur Steinþórsson, talar að Hólum. anum hægt og hægt upp frá þessu algræna hjeraði. Drangey reis úr mistrinu úti á firðinum, og það var sem gulli slæi á allar austurþiljur bjargsins. Það er gömul trú, segir Jón á Reynistað, að það boði þurk, ef Drangey er svona björt í morg- unsáriö. En svo þungar áhyggjur hefur hann fyrir þessum degi aö' hann þorir nú illa að treysta þess- ari trú feöra sinna. En Tindastóll sveipar af sjer regnþokunni, og Glóðafeykir teygir gnípuna upp úr skýj abeltunum austan hjeraðsins. slíka hátíð: sólskin og gott hugar- far. Þessi dýrlegi sólskinsdagur varð þeim mun fegurri, að sól hafði ekki sjeð um svo langa hrið; gleði hjeraðsmanna yfir þessari ham- ingju var svo djúp og rík, að alt annað hlaut að snúast til góðs, enda varð svo. Það var fágætur hátíða- bragur yfir þessum sólskinsdegi að Hólastað. Þarna er talið að komið hafi sam- an á fjórða þúsund manna eða meira. En öll stjórn forgöngu- manna gafst ágætlega og alt skipu- hljómnum út í loftið og gerði því næst hreyfingu, eins og hann drægi til sín hljóminn á ný. Allra augu, rök og í móðu, beind- ust að honum. Og að síðustu, í sama bili og litla, tifandi klukkan á veggnum sló ellefu, spratt kennslu- konan, sem fram að þessu hafði verið svo órjúfanlega samanbitin, upp úr sæti sínu og tók að baða út löngum handleggjunum, eins og hún stæði í straumþungu fljóti og berðist upp á líf og dauða við að halda sér ofan vatnsskorpunnar. Hún fálmaði sig áfram í áttina til hins óviðjafnanlega dansmeistara og æpti, líkt og hún væri í bráðri lífshættu. Og með þessu virtist gef- in uppkveikja i þau furðulegu ólæti, sem nú byrjuöu, joví að á samri stund spratt einnig hinn lotningarverði pópi á fætur með föstum, hröðum danssporum og kyssti hana. Því næst dansaði hann til grátandi húsfreyj unnar og féll um háls henni, en kona hans stepp- aði með hvítan vasaklút fyrir and- litinu til féiaga míns og féll kjökr- andi að brjósti hans. Hann horfði á mig, eins og hann langaöi að biðja um hjálp. En einnig ’hann haföi gætt sér drjúgum á jólaglaöningn- um og var ósjálfbjarga-. í sama bili vafði hin langa kennslukona dans- meistarann örmum og lyfti honum ofan af borðinu, horfði síðan hvasst í augu honum og leysti bandingja hjarta síns úr fjötrum. j Þegar hér var komið, brast einn- ág stilling gestgjafa okkar. Og svo fleygði hann sér volandi meðal hunda sinna, sem spruttu upp og tóku ámátlega undir kvein hans. Þá fannst mér tímabært að leggja á flótta, áður en ég yrði einnig fórnarlamb þessarar hrylli- legu sefjunar. Ég reis því á fætur og gekk út í tæran svala vetrar- næturinnar. Nú var hætt að snjóa, og mér virtist karlsvagninn þjóta á morg- unvegi sínum yfir austurhvelið. Pögur norðurljós vörpuðu seinustu bragandi geislum sínum yfir land Skoltlappanna, og frostbrestir kváðu við í fjarska. Ég gekk að litlu kirkjunni, síðan milli smáu, gráu húsanna, og velti því fyrir mér, hvort gleði og sorg mannanna ættu sér eitt og sama upphaf: ó- ljósan grun um eilífa, dimma botn- leysu og ætti sér útrás í sama breiða fljótinu. Þegar ég svo um síðir stóð þar inni aftur, fann ég húsmóðurina og pópann sofandi undir borðinu. Öðrum megin borösins lá barna- kennarinn og hafði kennslukonuna að höfðalagi. Pópamaddaman studdi bakinu við hné félaga míns og svaf með höfuðið hvilandi á annarri öxlinni. Hann sat álútur og hengdi höfuðið yfir henni. Hús- bóndinn sjál'fur hraut hreyfingar- laus meðal hunda sinna. Þá fannst mér ég einnig hafa þörf fyrir að fá mér blund. Ég vafði mig innan í feld hans, lagð- ist fyrir í einu horninu og datt lit af. Þegar ég loks vaknaði aftur, var kominn dagur. Rússnesku gestirn- ir höfðu yfirgefið húsið, en hinn góöi Bölja sat við eldinn og vermdi bakið, og aldrei hafði ég séð hann á svipinn neitt líkan því sem þenn- an morgun. Hann vildi, að við héld- um heim svo fljótt sem verða mætti. Um annað var ekki heldur að ræða nú, því að húsbóndinn, sem um kvöldið hafði auðsýnt okkur svo frábæra gestrisni, var í því skapi, er gerði allt samneyti við hann óhugsandi. Hann rak út hundana og sparkaði á eftir þeim í dyrunum, tók því næst gömlu, ljótu byssuna ofan af veggnum og hótaöi að skj óta okkur, ef við hypj - uöum okkur ekki þegar í stað úr húsi hans, sem við hefðum rúðzt inn í og atað út. Kona hans skyldi einnig fara allrar veraldadr veg með okkur, því að það hefði ekki farið fram hjá honum, hvernig hún hefði um kvöldið gefiö slánanum honum Bolia hýrt auga og óskað, að' hann, ciginmaöurinn hennar, væri kcrninn út í hafsauga. En nú tók hún af honum byss- una, várpa'ðLhonum síðan inn í hitt lrerbergiö, laVöi hann upp í rúm og íór aö tína af honurn spjarirnar. Brátt stóðum við þannig aftur á skið’um okkar og runnum niður til dalanna, niður að Bjarnarvatni, þar sem reykinn lagði upp úr að- eins einum skálanum, sem var bú- staður Finn-Antons og konu hans. Og svo héldum við það' sem eftir var jóla hjá þeim. Leifur Haraldsson íslenzkaði. lag. En þó varð að visu enginn þess var, að þarna væri nein stjórn nje þyrfti neinnar stjórnar. Hugarfar mannfjöldans stjómaði sjálft, og öllu til hins betra. Furðu mátti það gegna fyrir gamlan hestasvein frá Hólum og þarná í sjálfum Skagafirði, að sjá varla eða ekki ferðamann koma á hesti til slíks mannamóts. Svo al- gerlega er bíllinn að útrýma hest,- inum. Skagfirski gæðingurinn er að verða að leikfangi, sjálfsagt eitthvað heimafyrir, en mest mun- aður ríkra manna, sem raunar þurfa alls ekki á hesti að halda. Reiðhesturimi er að veröa um mik- inn hluta landsins einskonar auka- geta, einskonar viðauki við lúxus- bilinn. En hestabændur í sjálfum Hólminum aka í jeppa heim að Hólum. Og lái þeim hver sem ekki mundi líka gera þetta. Það hefði einhverntíma ekki þótt höfðinglegt að íyrirmaður lcæmi á mannamót með sjálfblekung og skjalatösku í staðinn fyrir silfurbúið sverð. Alt hefur sinn tíma. Hesturinn heyrir til hinu veglausa landi, frumbýlis- manninum, og svo í annan stað manninum sem leikur sjer. Og hvað er svo um sjálfan minn- isvarða þjóöhetjunnar? Það kanski fyrst, að hamingjunni sje lof að eklci var hnoðuð af honum mynd í leir og bronsi. Það er um minnis- varða Jóns biskups að segja, að all- ir þeir sem þar komu nærri eiga mikla þökk og miklar samfagnað- aðaróskir fyrir það, hversu tilhlýði- lega og listrænt er hjer að verki verið, bæði að hugmynd og formi. Engin sögn um Jón Arason líkist þeirri, að Líkaböng hringdi sjer sjálf þegar lík hans kom inn fyrir sjónarhring Hólastaðar. í þessári sögn er falinn hinn sári, háleiti harmur yfir missi höfðingjans. Og einnig Likaböng var brotin niður, og dómkirkjan að Hólum drúpti turnlaus, eins og skemmuhús. Nú hefur henni verið reistur klukku- turn, hár og fagur, turn sem hún hefði ekki borið sjálf, enda gat minnisvarðinn um Jón Arason ekki verið sem viðauki eða viðgerð á húsi. Sumum hjer á landi kann að virðast það undarlegt að kirkju- turn sje ekki á kirkjunni sjálfri, en þetta getur um leið verið katólsk minning, því að margar höfuðkirkj - ur katólskra manna eru gerðar með þessum hætti. Og enn mun ný og mikil Líka.böng eiga eftir að hljóma frá þessum klukkuturni í minn- ingu um hinn síðasta katólska biskup aö Hólum, sem varð þjóð- hetja fyrir trú sína á rjett og frelsi og framtíö þjóðar sinnar, fyrir að verða eins og brúarstöpull í miðri Ófæru á framtíðarvegi þjóðar sinn- ar, milli Gissurar Þorvaldssonar, hins synduga manns, sem þó stíl- aði Gamlasáttmála og bjargaði því sem bjargað varð, og Jóns Sigurös- sonar, sem löngu síðar þorði áð taka upp hina djarflegu von Jóns Arasonar. Stöpullinn nýtur sín sem jera bcr langbest þegar komið er heim undir staðinn á Hólum, hár og grannur og tiginn í hreinum ein- faldleik, drifhvítur, og í svo hnit- miðuðu samræmi við kirkjuna að gerð og afstöðu, að vera má að fá verk arkítekta sem eru okkur sam- tíð’armenn þyki betur af hendi leyst þegar frá líður. Hólakirkja er, eins og margir vita, ekki mikið hús hjá þeim byggingum sem nú eru risn- ar þar, en hún er einföld og harla fögur í einfaldleik sínum. Innan- vert er hún raunar katólskt guðs- hús, þó að hún sje reist i lútersk- um sið, enda var milligerðin milli kórs og kirkju rifin á öldinni sem leið, eftir kröfu fólksins, sem enga stjettaskiftingu vildi hafa í guðs- húsL Sannarlega má skilja þetta -d

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.