Tíminn - 24.12.1957, Qupperneq 5
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1957 ★
5
Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður:
GÖMUL HÚS í SKAGAFIRÐI
Mér er í minni, a5 ég heyrði einu
sinni útlendan mann segja, að
hann hefði takmarkaða löngun til
að sækja ísland heim, því að hann
þættist vita, að fyrir sinn smekk
væri þar of mikið af náttúruverk-
um, en of lítiö af mannavérkum.
Þessi orð minna á, hve ólik við-
horf manna eru, hve mismunandi
það er, hvar og hvernig menn velja
sér áfangastað, hvar þeir kj ósa
helzt að staldra við og hyggja nán-
ar að því, sem fyrir augun ber.
Hingað til lands kemur árlega
fjöldi erlendra fer'ðamanna. Flest-
ir koma þeir fyrst og fremst til að
kynnast hinni stórbrotnu íslenzku
náttúru, sem skáld og listamenn og
vísindamenn þreytast aldrei á að
vegsama. Og aldrei verður það
heldur of oft kveðið, að náttúran,
líf hennar og tign, er óþrotleg un-
aðslind hverjum þeim, sem hefir í
sér hæfileika og menningu til að
Útlendingurinn, sem ég hafði um-
mælin eftir, mun eflaust hafa ver-
ið af þessari manngerð. Og hann
hafði að vísu þau lög að mæla, að
ísland er sannarlega ekki i tölu
þeirra landa, sem mikilfengleg eða
fornhelg mannaverk hafa að sýna
gestum sínum. En hitt er jafnsatt,
að góður ferðamaður með opiun
hug er ekki rígskorðaöur við ann-
að tveggja, heldur hefur jöfnum
höndum vakandi athygli sína á
sköpunarverki náttúrunnar og
sýnilegum merkjum um menningu
fólksins og sögu. íslendingur, sem
ferðast um land sitt með réttum
huga, hyggur grannt að sveitar-
brag og bæjasvip þar sem leið hans
liggur, gefur gaum að vinnubrögð-
um og búskaparháttum, kynnist
lífi þjóðarinnar á ólíkum stöðum,
og hann leggur gjarnan lykkju á
leið sína til þess eins að staldra
við á sögustöðum, þótt þar sé ekk-
• ... • ■ ;
■ m‘-‘
'■ ;§
■ ■
SéS helm a3 Glaumbæ, byggSasafnl SkagfirSinga.
njóta hennar. Sem betur fer eru
þeir íslendingar margir, sem gædd
ir eru þessum eiginleikum, og þeim
fjölgar óðum, þvi að náttúra lands-
ins er ekki lengur sá fjandsamlegi
ægivaldur sem hún var áður, með-
an hún var ofjarl fátækrar og fá-
fróðrar þjóðar. íslenzk náttúra lað
ar hingað ferðamenn af fjörrum
löndum, en hún heillar einnig inn-
lenda ferðamannahópa inn í öræfi
og óbyggðir landsins, þar sem hún
er einvöld eins og í árdaga, ósnort-
in af öllu veraldarvafstri. Hin dýr-
legu furðuverk guðs og elds, árang
urinn af samleik eða togstreitu
hinna skapandi og eyðandi afla
náttúrunnar, blasa þar við augum
náttúruskoðarans i óendanlegxi
fjölbreytni. Þar er af svo miklu að
taka, að aldrei verður skortur í
hans búi, hversu lengi sem hann
ferðast um þetta land.
En fieira er forvitnilegt á yfir-
borði jarðar en það, sem drottins
hönd hefir skapað. Þeir menn eru
til, sem ferðast um ríki og álfur
fyrst og fremst til þess að virða
það fyrir sér, sem þar er gert af
mannahöndum, kynna sér líf og
hætti fólksins, sem löndin byggir,
horfa á hús og borgir og önnur
mannvirki forn og ný og svipast
um á þeim stöðum, þar sem hin
miklu tíðindi sögunnar hafa gerzt.
ert að sjá — þar sé ekkert nema
minningin um þann atburð ís-
lenzkrar sögu, sem staðnum er
tengdur.
Þótt ísland sé tiltölulega snautt
að merkum byggingum frá fyrri
Glaumbær, gamli bærinn.
tíð, er ekki ^ersamlega sviðin jörð
að þessu leyti. Á síðustu áratugum
hafa gömlu íslenzku torfhúsin,
kirkjurnar, bæirnir og peningshús-
in hnigið að velli þúsundum sam-
an. í einni svipan hefir hinn þjóð-
legi byggingarstíll þurrkazt út, svo
að nú er ferðazt um heilar sveitir,
heilar sýslur, án þess að sjáist svo
mikið sem einn torfbær. Reynt
hefir þó verið á fáeinum stöðum
að halda í nokkrar gamlar bygg-
ingar, sem ætlunin e.r að varðveita
til komandi tima. Á íslandi er vax-
in úr grasi ný kynslóð, sem engin
kynni hefir af gömlum íslenzkum
húsakynnum önnur en þau, sem
ritaðar lýsingar og frásagnir veita,
og svo þessi fáu gömlu hús, sem
Glaumbær, miöbaö'stofan, sést til norðurhúss.
vernduð eru. Heimsókn á slikan
staö á með réttu að geta veriö skil-
merkileg og áhrifarík kennslu-
stund í íslandssögu. Ég ætlá að
nota þessar mínútur í kvöld til
þess að kynna íyrir yður eða minna
á nokkur gömul hús í Skagafirði,
því héraði landsins, þar sem gam-
all íslenzkur byggingarstíll hefir
haldizt lengst, liklega fyrst og
fremst vegna þess, hve veðurfar er
þar hagstætt torfhúsum.
Svo mun mörgum íara, aö þeim
verður ógleymanlegt, er þeir í
fyrsta sinn komu vestan Stóra-
Vatnsskarð og höíðu skyndilega
meginhérað Skagafjarðar fyrir
augum. Þar mundi vera tígLilegust
sýn yfir norðlenzka byggð, og
hugðarefni ótæmandi, náttúrufeg-
urð, sögustaðir, gamlar byggingar.
Rétt fyrir neðan fjallið, þegar
komið er fram úr skarðinu, er hið
forna höfuðból Víðimýri. Þar stend
ur ein af elztu og sérkennilegustu
kirkjum landsins, Víöimýrarkirkja,
byggð árið 1834. Viðimýrarkirkja
er ein af örfáum torfkirkjum, sem
enn standa hér á landi, en á síð-
astliðinni öld voru þær algengar
um allt land. Víðimýrarkirkja hef-
ir verið í eigu ríkisins og undir
umsjá þjóðminjavarðar síðan 1938
og er að öllu leyti eins og hún var
í öndverðu. Að henni eru þykkir
torfveggir til beggja hliða og torf-
þak, en stafnar báðir úr timbri og
vindskeiðar fomlegar, sem ganga
á víxl upp fyrir mæninn og setja
á húsið sérkennilegan svip. Ekki
verður með sanni sagt, að sá svip-
ur sé sérlega kirkjulegur. Að ytra
útliti skáru gömlu torfkirkjurnar
sig ekki verulega úr torfhúsunum
á bæjunum, nema hvað þær voru
í hærra lagi. Víðimýrarkirkja er
þó ekki nema tæpir 5 metrar á
hæð. En það mun fiestum finnast,
að það sem kirkjuna skc-rtir á