Tíminn - 24.12.1957, Síða 11
★ J ÓUABLAÐ TÍMANS 1957 ★
n
PWP
Undarleg kyrrð hvíldi yfir snævi-
þöktmn dalnum. Þetta var á Þor-
láksmessu, og nú var orðið áliðið
kvölds. Það grillti rétt í lágreistan
bæinn og yfir útidyrunum hékk
ljósker, sem sendi daufan, rauðan
bjarma út á hlaðið. Gamla konan
kom inn frá þurrkhjallinum. Hún
hélt á fáeinum dúkum og lökum,
sem hún lagöi frá sér á borðið í
baðstofunni.
Enginn sagði orð. Börnin þrjú
voru sofnuð og afi gamli sat og
blaðaði í húslestrabók. Hann las
ekki, hann sat aðeins þarna og
fletti bókinni.
— Hvað heldur þú Ingimundur,
sagði gamla konan að lokum.
Hann leit á klukuna, áður en
han svaraði: — Ég held, að það hafi
verið vitleysa af okkur að láta hann
fara.
— Ó, já, en kannske hefði það
líka verið vitleysa, hefðum við ekki
látið hann fara.
— Jamm. Við vitum svo lítið enn.
— Það skiptir ekki heldur
minnstu máli á hvað við trúum,
Ingimundur, hvort við trúum á
Hann eða aðeins á okkur sjálf.
— Skyldi það nú ekki vera heilla-
drýgzt að trúa á hvort tveggja.
— Ó, jú, kannske það.
Allt í einu rétti gamli maðurinn
sig upp. Dauft óp heyrðist innan
úr herbergi. Gamla konan kom
hljóðlega inn aftur.
— Það er nú að nálgast, sagöi
hún og þegar hún gekk út úr stof-
eftir Ivar Ringdal
-
unni var eins og hún hefði yngzt
um mörg ár.
Gamli maöurinn sat kyrr enn um
stund. Börnin sváfu vært, hann
hlustaði á djúpan og reglubundinn
andardrátt þeirra. í hinum enda
stofunnar var pottur á hlóöum og
frá honum lagði þægilegan ilm.
— Það nálgast . . . hann endur-
tók orðin hægt, reis stirðlega á
fætur og gekk þunglamalega yfir
gólfið. Aðeins að Andrés og Anna .. .
Klukkan á veggnum sló tólf högg,
og Arni litli hrökk upp með and-
fælum. — Hvað er þetta, spurði
hann óttasleginn.
Systur hans vöknuðu einnig. Þær
risu upp, úfnar og syfjulegar. Það
glampaði á grýlukerti, sem hékk
niður af þakinu. Gamli maðurinn
fann, að hann varð að segja eitt-
hvað við börnin, áður en þu kæmu
með hættulegar spurningar.
— Aumingja litlu angarnir, ósköp
hlj ótið þið að vera þreytt, hóf hann
máls.
Inga litla, sem var elzt af börn-
unum leit í kringum sig: — Er
pabbi ekki kominn ennþá?
— Hann ætti nú að koma á
hverju aughabliki. Gamli maðurinn
hækkaði röddina og sagði óstyrkur:
— Það er ekkert vit að þið sitjið
hér og vakiö, börn. Komið þið, ég
skal fylgja ykkur upp á fjósloftið,
svo skulum við syngja jólasálmana.
Komið þið nú börn.
Hann sagði víst eitthvað meira,
en hann vissi ekki, hvað það hafði
verið. Börnin fylgdu honurn orða-
laust.
Skömmu síðar lágu þau dúðuð í
skinnábreiður og hlustuðu á jórtr-
andi dýrin fyrir neðan sig. Myrkrið
milUUlllIlllillllllllllllllillllllillllllillllllllllllHllllllllllimillffi^.
= Saga frá afskekkíu fjallabýli á Sunn- =
H mseri ária 1843. Bærinn lan?iist i eyði =
= 1851 sakir þess aS lífshættulegt var S
= að brjótast að vetrarlagi yfir lannan =
= snævi þakinn dalirsn til byggða. Nú S
= er þar haft í seli og sumarbeit góð. =
ííiiiiiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuíiT
og ylurinn breiddist yfir þau eins
og mjúkt teppi. Það var svo gott
að liggja hérna og hvilast, gleyma
öllu, sem var ljótt og leiðinlegt og
fyrirgefa öllum þeim, sem þau
skildu ekki, — mömmu, sem þau
fengju ekki að sjá, af því að hún
ætlaði að eiga lítið barn, og pabba,
sem brauzt yfir jökulinn með vesl-
ings gamla klárinn. Fingerð snjó-
korn svifu til jarðar, litla ljósker-
ið, sem lýsti dauft út á hlaðið og
trefillinn, sem afi átti að fá i jóla-
gjöf og . . . Svo voru þau öll þrjú
sofnuð.
En úti á hlaöinu, sem lá baöað