Tíminn - 24.12.1957, Page 15
★ JDLABLAÐ' TÍMANS 1957 *
15
Ástríðarkveðjan þar í landi. Og
það vakti almennan fögnuö, þeg-
ar litla döttir hennar löngu siðar
heilsaði með Ástríðarkveðjunni.
Tiunda nóvember fór fram kirkju
brúðkaup þeirra Ástríðar og Leó-
polds, sex dögum eftir borgaralega
vigslu þeirra i Stokkhólmi. Brúð-
urin var klædd glitofnum kjól,
brúðarslæða hennar var tíu metra
löng og borin uppi af fjórum, hvít-
klæddum hirösveinum. Brúðkaups-
dagurinn var gerður að þjóðlegum
hátíðisdegi með blórnum og fán-
um skrýddri höíuðborg, brúðhjón-
in sýndu sig i opnum vagni og á
svölum og voru hyllt af þjóðinni,
sem virtist einhuga fagna þeim,
og alveg sérstaklega sýndi hinni
ungu brúði kærleika sinn.
í nokkrar vikur fengu þau frið
til að njóta hveitibrauðsdaganna í
sumarhöll sinni í Ardenna fjöllun-
um, síðan tóku við opinberar skyld-
ur.
Ástríður var kornung, þegar hún
hækkaði upp í þá tign að verða
krónprinsessa Belgíu með öllum
þeim skyldum, sem slikri stöðu
fylgdu. Foreldrum hennar og henni
sjálfri, ef til vill einnig, var það
umhugsunarefni, hvort hún yröi
þeim vanda vaxin. Þó að hún væri
af konunglegu bergi brotin hafði
hún að mörgu leyti fengiö alþýð-
legt uppeldi. Fööurfrændur henn-
ar höfðu sýnt að þeir kusu skap-
andi störf fremur en höfðinglega
lifnaðarháttu. Eugen prins, föður-
bróðir hennar gerðist listmálari,
annar frændi hennar, Vilhelm
prins, stundaöi ritstörf, faðir henn
ar skrifaði bók er hann nefndi:
Ég minnist. Hann var foringi í
Sænska hernum, afburða vinsæll,
og gekk undir gælunafninu blái
prinsinn, hann starfaði mikið að
líknarmálum og var lengi i stjórn
Rauða krossins sænska. Yngri
frændur hennar hafa hver af öðr-
um afsalað sér ríkiserfðaréttind-
um til þess aö geta gengið að eiga
stúlkur af borgaralegum ættum
og taka síðan að sér ýms borgara-
leg störf. Sjálf hafði Ástríður sýnt
það ótvirætt á uppvaxtarárum
sínum, að hún kaus sér helzt að
ganga að einföldum störfum, hafði
nautn af erfiði og undi bezt ó-
brotnu lifi. Nú átti hún að lifa dag
hvern eins og konungselskandi
þjóð kaus brúði rikiserfingjans,
hina væntanlegu drottningu. Og
ekki aðeins augu þjóðarinnar, held-
ur einnig augu heimsins myndu
vaka yfir framgöngu hennar og
hversu vel henni tækist að sam-
eina tign og Ijúflyndi. Að henni
tókst þetta svo fágætlega vel átti
sér margar orsakir, fyrst og fremst
var það að þakka æskuþokka henn
ar og hjartanlegu viðmóti, ást
hennar á manni sínum, sem hún
kunni ekki að leyna, en einnig
átti hún nokkuö því að þakka, hví-
likur ævintýrabragur var yfir
komu hennar til Belgíu, Snæprins-
essunnar frá Norðri, sem kom sigl-
andi á hvítu skipi og var klædd
hvítri flauelskápu með hvítrefs-
skinni og hafði hvítan hatt með
gimsteinaspennu.
Hún lífgaði upp og vermdi, það
var bjart og hlýtt í návist henn-
ar, hún var hin rétta kona fyrir
Leópold ríkisarfa og foreldrar
hans elskuðu hana, sem sitt eigið
fcarn. Ungu krónprinsessunni óx
öryggi, þegar hún fann að henni
var hvarvetna svo vel fagnað. Hún
LEIKIR OG ÞRAUTIR
VERÐLAUNAGETRA5JN
Hvað á telpan margar krónur í spari-
sjóðsbókinni sinni?
Getur þú korr.iit tnn tii drengsins?
Helmili
Aldur
Það er verið að úthluta jólagjöfum í
skóginum. Sjö dýr horfa ánægð á það sem
verið er aö taka upp handa þeim. Viljið
þið nú ekki reyna að finna þau og segja
okkúr hvað þau heita. Merkið við þau á
myndinni og sendið blaðinu fyrir 20. jan-
úar, merkt TÍMINN, Edduhúsi, Reykjavík.
Ver.ðlaun eru sex og eru þsð bækur frá
bókaútgáfunni Leiftri. Munið að skrifa
greinilega nafn, heimilisfang og aldur.
Nafn
Laosnir á síðu 37
Nýja árið kemur þjótandi, en ef þið
leitið vel, getiö þið fundið gamla árið
felum.
Getur þú hjálpað stúlkunni út úr hringn-
um?
Reynið athyglisgáfuna
Finnið á næstu 5 mínútum í hvaða átta atriðum myndirnar eru frábrugðnar. Svar
er á öörum stað í blaðinu.