Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 16
16
★ JÓLAQLAÐ TÍMANS 1957 ★
HvaS eru pabb. ^ ..........na aö geraí — Þau eru að utaa ar
og jólatréS. Lltlu stúlkurnar horta spenntar gegnum skráargatið á
stofuhurSlnnl.
var tign sinni fyllilega vaxin, enda
þótt hún væri að upplagi hneigð-
ari fyrir einfaldara og óbrotnara
líf. Prjálslegt og eðlilegt viðmót
hennar gerði það að verkum að
öllum leið vel í návist hennar. Og
belgíska fólkinu fannst, að ein-
mitt svona vildi það hafa konu
ríkisarfans, hina væntanlegu
drofctningu sína.
Krónprinshj ónin, ferðuðust um
land sitt þvert og endilangt, því
að öll belgíska þjóðin óskaði eftir
að sjá og kynnast Snæprinsessunni
frá Norðri. Þar á eftir ferðuðust
þau til Ceylon, Singapor, Java,
Bali, Borneo og Nýju Guineu.
Nokkrum árum síðar voru þau um
þriggja mánaða skeið i opinberri
heimsókn í Belgísku Kongó. Þau
voru. á þessum ferðalögum að
kynna sér ríkið, sem þau áttu aö
erfa, kjör væntanlegra þegna
sinni. Ef Ástríður varð vör við bág-
indt spurði hún ávallt: Hvað er
hægt að gera?“ Sjálf lagði hún
sig í líma til að finna ráð til úr-
bóta. Hún byrjaði fljótlega eftir
að hún kom til Belgíu að vinna
að ýmiskonar hjálparstarfsemi og
vann því nær stöðugt að fjársöfn-
un til þess að bæta úr skorti og
vandræöum.
Krónprinshjónin belgisku bjuggu
í yndislegri hvítri höll, skammt frá
Brussel, hún líktist meira vinaleg-
um herragarði en konunglegum bú-
stað. og þarna sköpuðu þau sér
indælt heimili eftir sinu eigin
höfði. Þar var komið fyrir gyllt-
um flosklæddum húsgögnum, eem
áður höfðu verið á bernskuheimili
Ástríðar, og þar voru húsgögn með
ísaumuðu áklæði eftir móður henn
ar, sem var víkingur dugleg við
hannyrðir og lét sig ekki muna um
að sauma út í heilar húsgagnasam-
stæður fyrir dætur sínar. í skrif-
stofu krónprinsessunnar voru
einkalegustu kjörgripir hennar og
myndir af ástvinum hennar, og
þar safc hún á lágum, baklausum
bekk við arininn, begar hún las
sendibréf sín og blöð, en á arinhyll-
unni rétt fyrir ofan sæti hennar
var mynd af manni hennar í
skrautlegum einkennisbúningi. Um
alia höllina voru blóm og um-
hverfis höllina blómagárður, sem
krónprinsinn hafði sjálfur skipu-
lagt, og þar höfð'u þau gróðurhús,
þar sem þau ræktuðu vínþrúgur
og önnur gómsæt, suðræn aldini.
Bömin þeirra fengu lika lítið hús
FQRSÍÐUMYND
ForsfSumyndln: Hollgrímskirkja í Saur-
b*. (Ljósm.: Guðni Þórðarson).
í garðinum með leikvangi í kring-
um eins og Ástríður hafði átt með
systkinum sínum, þegar hún var
lítil heima í Friðheim.
Ástríður og Leópold eignuðust
þrjú börn, Josephine-Charlotte,
Baudouin, sem nú er konungur í
Belgíu, og Albert. Ástríður var und-
ursæl með börn sín og svo hreykin
af þeim, að hún gat ekki við bað
ráðið að varpa .iöulega fram bess-
um spurningum: „Ó, eru þau ekki
indæl? Eigum við ekki yndisleg
börn?“
Um manninn sinn sagði hún:
„Á ég ekki undursamlegan mann?
Ó, horfðu nú vel á hann, svo að
þú sjáir, hvað hann er dásamleg-
ur.“
Þó að krónprinshjónin nytu
heimilislífsins í ríkum mæli
reyndu þau þó alltaf að eiga sér
öðru hvoru stundir, sem þau væru
aðeins tvö ein, þá fóru þau oft
til fjalla, eða reru til fiskjar, og
Ástríður matbjó þá stundum veið-
ina, þegar heim kom, þangað sem
þau létu fyrirberast. Þau áttu svo
vel saman að öllu leyti og bæði
undu þau óbrotnu lífi bezt, en
tóku þó allar þær skyldur, er tign-
arstöðu þeirra fylgdu með fullri
alvöru og ábyrgðartilfinningu og
áunnu sér hylli allrar belgísku þjóð
arinnar með glæsibrag sínum, sam-
vizkusemi og góðvild. Glæsibragur
þeirra, ást þeirra og hamingja var
hróður þegnanna, litlu börnin
þeirra gleði og yndi þjóðarinnar.
Það fyrirfundust varla mörg heim-
ili í Belgíu á þeim árum, sem ekki
höfðu uppi við myndir af Ástriði
og börnum hennar.
Á sumrin fór Ástríöur heim ■ til
Svíþjóðar og var nokkrar vikur í
Friðheim, sem var eftirlætisstað-
ur fjölskyldu hennar. Þar skrif-
aði faöir hénnar bók sína: Eg
minnist, sem hann lauk með þess-
um oröum: „Þess er óskandi, að
sú stund sé ekki fjarri, þegar menn
irnir hafa öðlast þau hyggindi, ó-
sýngirni og sjálfstjórn, sem þarf
til að skapa varanlegan frið, ekki
einungis þjóða í millum, heldur
einnig innbyrðis meðal þjóða,
tími er til þess kominn.“
Leópold krónpríns fór einnig til
Friöheim á sumrin, en var þar
skemur en fjölskylda hans, mikil
ríkisstjórnarstörf hvíldu þá þeg-
ar á herðum hans og hann var
skyldurækinn maður.
Faðir hans, Albert konungur,
fórst af slysförum 18. febrúar 1934,
fáum dögum síðar kom Leópold
til valda. Krýnmg fer ekki fram í
Belgíu, en konungurinn sver þjóð
sinni hollustueið.
„Ég sver að fylgja sMómarskrá
og lögum belgísku þjóðarinnar, að
viðhalda sjálfstæði þjóðarinnar og
vernda landamæri hennar."
Þannig sór hann þá og hann
bætti við: „Drottningin mun af
öllu hjarta styrkja mig til aö upp-
fylla skyldur mínar. Við munum
ala börn okkar upp í áft til föður-
landsins “
Þrátt fyrir sorgina yfir hinu svip
lega og átakanlega fráfalli Alberts
konungs var ungu konungshjónun-
um innilega fagnað og Ástríður
varð ógleymanleg, þegar hún fyrst
var hyllt sem drottning. Fögur og
tignarleg steig hún fram í sorgar-
klæðum með síða, svar’a höfuð-
blæju, en börnin sín hvítklædd
fyrir framan sig. Baudouin krón-
prins á fjóröa ári og Josepine-
Chaiiotte á sjöunda ári. Albert
fæddist nokkrum mánuðum siðar.
Elísabet, ekkjudrottningin, varö
svo buguð af sorg við fráfall manns
síns að hún dró sig alveg í hlé, og
unga drottningin varð því að taka
á sig allar þær skyldur, sem stöðu
hennar fylgdu jafnskjótt og hún
haföi nokkurnveginn náð sér eftir
fæðingu Alberts litla. Hún tók
þetta ekki sem yfirborðsskyldur,
sem hún í sýndarskyni gegndi, held
ur gerði sér mikið far um að
kynna sér hagi fólksins og finna
ráð til úrbóta, þar sem hún sá að
atvinnuleysi, skortur og sjúkdóm-
ar suríu að. Það var ekki óvenju-
legfc dagsverk, að Ástríður drottn-
ing heimsækti um þrjátíu fjölskyld
ur til þess að sjá með eigin aug-
um við hvaða kjör fátæka fólkið
byggi, og allsstaöar flutti hún með
sér sólskin, gleði og von, af henni
væntu sér allir góðs, og auk þess
var þaö út af fyrir sig mikil ánægja
bara það eitt að sjá hana og tala
við hana, hún var svo mannlega
hlý og auðveld til viðræðu, og þó
um leið eins og fólkið hugsaði sér
drottningu bezta, svo landsmóður-
lega umhyggjusöm og umhjúpandi
hvert barn, sem á vegi hennar varð,
með sinum óvenjulegu barngæðum
og áhuga fyrir hverju einstöku
barni.
Á heimili nokkru, sem ákveöið
var að drottningin heimsækti var
henni sagt, að börnin væru átta,
faðirinn atvinnulaus og heimilis-
ástæðurnar því mjög bágar, drottn
ingin hafði í hyggju að hjálpa
þessu fólki, svo að það þyrfti ekki
að líða skort. Þegar hún hafði tal-
að urn stund við móðurina sagði
hún, að hvernig sem hún færi að
teldust sér ekki fleiri en sex börn.
„Tvö yngstu börnin mín eru uppi
á lofti, til þess að komast þangað
verður maður aö feta sig upp eftir
þessúm slæma stiga.“
(Framh. á bls. 35.)
Kalli fékk sög og myndavél í jólagjöf.
Herra og frú Hansen kaupa jólagjafir.