Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 18
13
★ JÓLABLAÐ' TÍMANS 1957 ★
íslenzkar bjarkir
urkál, mustarður, desurt o. fl. Enn-
fremur hélunjóli, bókhveiti, bygg
og hafrar, akurarfi, freyjubrá, o.
m. fl. Hefir sumt náð fótfestu, en
sumt eru aðeins eiiis-sumctrs slæð-
ingar, sem oft deyja út, en berast
aftur utanlandsfrá næsta ár. Tala
slæðinga eykst auðvitað með bætt-
um samgöngum. T. d. má geta þess
að frá þvi Flóra íslands kom út
1924 og þar til hún kom út aftur
1948, eða á einum aldarfjórðungi,
hafa bætzt við rúmlega 60 slæð-
ingar. Röskur þriðjungur þeirra
hefir ílenzt og breiðst út. Enn eru
nýjar tegundir aö ílendast á síð-
ustu árum. Skal ég nefna t. d. geita
kálið og skógarkerfilinn, sem eru
svo nýir borgarar í gróðurríki
landsins, að hvorugur var tekinn
með í Flóru íslands 1948. Nú hafa
báðar þessar tegundir tekið sér ból
festu á allmörgum stöðum í land-
inu, sá sér árlega og breiðast út,
engu síður en gamlar og grónar ís-
lenzkar jurtir. — Margar hinna
„nýju“ tegunda hafa mikla dreif-
ingarhæfni og breiðast ört út, ef
þær þola lífskjörin á annað borð
hér á landi. En svo virðist sem var
anlegur kyrkingur hafi komið í
sumar tegundir, sem lifðu af isöld-
ina. Hefir riðið á meetu að bæla sig
niður og hjara, en hin hörðu kjör
virðast hafa komið hart niður á
frjóseminni. Sem dæmi um hve
mikið berst af slæðingum til lands-
ins, skal þess getið, aö á litlu svæði
við Reykjalund í Mosfellssveit (þar
sem herbúðir voru á stríðsárunum
og síðar hænsnabú) fann Einar M.
Jónsson alls 39 tegundir slæðinga
árin 1955 og 1956. Voru 23 þeirra
mjög sjaldgæfir. Og í einu „eikar-
stakkstæði“ í Reykjavík fundust
11 tegundir slæðing;a.
Bæði stórauknar samgöngur og
hlýnandi loftslag eru aö breyta gróð
urfari landsins.
Gróðurríki íslands er fremur fá-
skrúðugt. Talið er að hér á landi
vaxi nú nœr hálft fimmta hundrað
tegundir villtar, þ. e. blómplöntur
byrkningar (auk tegimda eða af-
brigða fifla og undafífla, og um
þrefalt fleiri tegundir mosa, sveppa
þörunga og flétta). Miklu fleiri
blómjurtir og byrkningar vaxa viö
svipuð veðurskilyrði í Norður-Nor-
egi og Alaska. Þessum mismun veld
ur lega landanna aðallega. Bæði
Alaska og Skandinavíuskagi eru
tengd meginlöndum, en ísland ligg
ur úti í reginhafi, mjög einangrað
gróðurfarslega. Þess vegna hefir
fjöldi tegunda, sem þrifast við svip
að veðurfar í vestri og austri ein-
faldlega ekki borizt hingað. Hér
við landið hefir verið rannsakaður
gróður í allmörgum eyjum og reyn-
ast þær jafnan tegundafærri eri
strandlengj an eða næsta sveit og
það þótt þær liggi skammt undan
landi. Ýmsar tegundir hafa elcki
komist út í eyjarnar og svo gera
landþrengslin þar sitt til og sauð-
féð gengur þar haröara að, t. d.
kvistlendinu, heldur en þar sem
landrýmið er meira í landi. Stein-
dór Steindórsson áætlar í riti sínu
um aldur og innflutning íslenzku
flórunnar, að um 20% íslenzkra
viltra blómjurta hafi borist til
landsins síðan það byggðist, með
mönnum og varningi. Allir núlif-
andi íslenzkir grasafræðingar líta
svo á, að mikið, e. t. v. meginhlut-
inn af íslenzkum gróðri hafi þrauk
að hér af síðustu ísöld. Mikilvægar
sannanir eða svör munu, eins og
áður var minnst á, frfógreiningar
í mómýrum o. fl. jarðlögum veita.
Þær rannsóknir eru hér ennþá á
byrjunarstigi, en mikils má af þeim
vænta og þær eru undirstöðuþátt-
ur er rekja skal gróðursögu lands-
ins. Frjógreiningarnar hafa t. d.
þegar sannað örugglega hina
snöggu gróðurfarsbreytingu, sem
verður við landnám íslands. Um-
hverfis bæina hverfur björkin
skyndilega en grastegundir breið-
ast út. Illgresi o. fl. slæðingar koma
til sögunnar. Korn og sennilega fá-
einar matjurtir og ölgerðarjurtir
eru fluttar inn til ræktunar þegar
á landnámsöld, e. t. v. einnig netla,
hör o. fl. Rófur, káltegundir, lauk-
ar og hvönn munu og hafa verið
ræktaðar eitthvað snemma á öld-
um íslandsbyggðar. Erlendis voru
klaustrin viða miðstöðvar garð-
yrkjunnar. Munkarnir ræktuðu
matjurtir, skrautjurtir og læknis-
jurtir og kenndu almenningi rækt-
un þeirra og hagnýtingu. Að öllum
líkindum hafa klausturbræður hér
á landi lika stundað garðrækt og
flutt inn eitthvað af jurtum til
ræktunar. Annað stríðir á móti
heilbrigðri skynsemi. íslenzkir
höfðingjar og bændasynir sáu líka
fyrir sér garðyrkju erlendis. Hóla-
biskup, Gottskálk Kæneksson, and
aðist í laukagarði sínum á 15. öld.
Sennilega hefir eitthvað verið flutt
inn af fræi og plöntum öðru hvoru
allar aldir íslandsbyggðar, þótt fátt
eitt af því hafi ílenzt. Með korni
hafa bæði að fornu og nýju fylgt
ýmsir slæðingar — og meir fyrr á
öldum en nú, því að kornið var þá
verr hreinsað. Á 17. öld var Vísi
Gísli mikill ræktunarfrömuður. Seg
ist hann hafa sáð 30 útlendum
jurtategundum, sem algengar séu
í Danmörku, er hann dvaldi á
Munka-Þverá í Eyjafirði árið 1647.
Á 18. öld sáðu hér ýmsir erlendu
fræi og gerðu ræktunartilraunir t.
d. Magnús Ketilsson í Búðardal, sr.
Björn Halldórsson í Sauölauksdal o.
fl. (Benda má á að Sturla Friðriks-
son rekur ýtarlega sögu íslenzkra
sáðtilrauna með gras og belgjurta-
tegundir í nýútkomnu riti frá At-
vinnudeild Háskólans). Skúli Magn
ússon landfógeti gerði ræktunar-
tilraunir í Viðey. Hafa þá senni-
lega slæðst hingað erlendar jurt-
ir og einnig í sambandi við „inn-
réttingar“ þ. e. iðnfyrirtæki Skúla.
Tilraunir með innflutning og rækt-
un trjáa og runna mistókusi lengi.
Árið 1779 er þess getið, a, peru-
tré í garði Lynge kaupmanns á
Akureyri hafi borið fullþroska ald-
ini. Árna landfógeta heppnaðist
að ílytja inn erlend tré og runna
og rækta í garði sínum, sem hann
gerði á árunum 1862—1865. Síðan
komu fleiri á eft-ir. Þannig var t. d.
Schierbeek landlæknir mjög áhuga
samur garðyrkjumaður og hafði
mikil áhrif til eflingar íslenzkrar
garðyrkju. Taldi hann líka garð-
yrkjuna æskilega frá heilbrigðis-
legu sjónarmiði og segir í skýrsiu
árið 1886, þar sem hann ræðir um
plöntuinnflutning sinn og ræktun-
artilraunir:
„Einnig væri það mjög æskilegt,
að því er heilbrigði manna snertir,
að þær matjurtir, er geta þrifist
hér á landi, væru ræktaðar miklu
meira en gert er — og séu þær
almennt hafðar til manneldis,
munu þær eflaust eiga mikinn þátt
í að minnka skyrbjúginn, sem því
miður kemur allt of oft fyrir ennþá
á íslandi.“
Schierbeck ber saman veðrátt-
una í Reykjavík og í norðanverðum
Noregi og telur ekki að marka þótt
meðalhiti ársins sé svipaður. Hin
stuttu og svölu sumur, umhleyp-
ingarnir og vorhretin hér á landi
munu vera aðalorsök þess hve trjá
vöxtur heppnaðist illa — enda voru
þá harðæri. — Schierbeck gerði til-
raunir með um 40 matjurtategund-
ir, nær 100 tegundir trjáa og runna
og á þriðja hundrað tegunda
skrautjurta. Sézt af þessu að hann
flutti inn fjölda tegunda, og miklu
meira en áður hafði tíökast.
Meginið af frætegundum til til-
raunanna fékk hann frá próf.
Schubeler í Osló. Tré og runna fékk
Schierbeck bæði frá Noi'egi og Dan-
mörku. Sameinaða gufuskipafélag-
ið flutti plönturnar ókeyvis. Árið
1886 segir Schierbeck: „í görðun-
um í Reykjavík er eigi mikil fjöl-
breytni af blómjurtum. Algeng-
astar eru: venusvagn, reinafáni,
burnirót, silfurhnappar, sverðlilja
og sigurskúfur.“ Bygg fékk hann
bæði frá Norður-Noregi og Dan-
mörku. Gróðurríki íslenzkra skrúð-
garða er margfallt auðugra nú.
Einar Helgason gerði umfangs-
miklar garðyrkjutilraunir á árun-
um 1898-1935 í Gróðrarstöðinni og
görðum sínum í Reykjavík, og birti
yfirlitsskýrslu tilraunanna í Garð-
yrkiuritinu 1930 og 1934. Greina
skýrslurnar frá tilraunum meöl33
tegundir trjáa og runna, og nœr
500 teguncLum og afbrigðum skraut-
blóma. í bókinni Hvannir skýrir
Einar frá margvíslegum tilraun-
um í matjurtarækt. Plönturnar og
fræið fékk Einar aðallega frá Dan-
mörku og Noregi.
Með stofnun gróðrarstöðvanna á
Akureyri og í Reykjavik og skóg-
ræktarstarfsemi laust eftir 1900
má telja að aldahvörf hafi orðið í
gróður-innflutningssögu íslands. —
Allir þessir þrír aðilar tóku að
flytja inn tré og runna og gróðrar-
stöðvarnar nyrðra og syðra fluttu
jafnframt inn matjurtategundir,
grastegundir o. fl. fóðurjurtir, og
einnig ýmsar skrautjurtir og gerðu
tilraunir með ræktun þeirra. —
Einar Helgason skýrir t. d. frá
reynslu sinni í „Hvönnum", „Björk
um“ ársriti Garðyrkjufélagsins
1930, og nyrðra birtust garðyrkju-
og trjáræktarskýrslur í ársriti.
Ræktunarfélags Norðurlands. Var
þar Sigurður Sigurðsson, síðar bún-
Framhaid á síðu 31.
Álmur Túngötu 6, Reykjavík