Tíminn - 24.12.1957, Page 31

Tíminn - 24.12.1957, Page 31
★ JÖLABLAÐ TÍMANS 1957 ★ 31 Gróðurinn breytist Framhald af síðu 18. aðarmálastjóri, mikill trjáræktar- frömuður. Margir einstaklingar hafa einnig flutt inn þlöntur fyrr og síðar, og svö auðvitað tilrauna- stöðvarnar, skógræktin, sandgræðsl an, garðyrkjufélagið, Atvinnudeild Háskólans, garðyrkjustöðvar ýms- ar, Garðyrkjuskólinn o. fl. aðilar. Hver er svo árangurinn? Hann er m.a. sá, að innfluttar blómjurtir eru þegar orðnar mun fleiri en villi- gróður landsins. Villtar blómjurtir og byrkningar eru nú taldar tæpt hálft fimmta hundrað á íslandi, að meðtöldum ýmsum slæðingum sem eru í landinu. En influttar trjá- tegundir, runnar og garöa-skraut- jurtir eru á sjötta hundrað. („Garðagróður"). AUar matfurtir, sem ræktaðar eru í görðum og gróðurhúsum hér á landi eru út- lendar að uppruna (líkiega yfir 80 tegundir, sem reyndar hafa ver- ið, en ekki getur nema helmingur þeirra talist all-algengur). Svo eru fóðurgrösin. Af 44 tegundum ís- lenzkra grasa teljast aðeins fjór- ar grastegundir algengar í ræktun. Nokkrar eru beitarjurtir. Hafa ver- ið reyndar hér margar erlendar grastegundir og ennfremur smári og fóðurflækjur o.fl. belgjurtir. Af útlendu g r a s t e g u n cVun u m eru a.m.k. 4 algengar í túnrræktinni. Öll gróðurhúsabiómm og stofublóm in eru erlend að uppruna, líklega meir en 200 tegundir, auk fjölda afbrigða. Ennfremur korntegund- irnar. Munu vera rœktaðar á íslandi úti og inni eitthvað um þúsund tegundir (lauslega áætlað). Er það geysi mikið í hlutfalli við innlenda gróðurinn. Flestar eru plönturnar fluttar inn frá norðan- verðri Evrópu og Mið-Evrópu. En einnig frá Alaska, Klettafjöllum og víðar, jafnvel Himalajafjöllum, austan frá Rússlandi, Síberíu, Jap- an og Kína, sunnan frá Eidlandi, Miðjarðarhafslöndum o.s.frv. og innijurtirnar að kalla frá flestum löndum heims. Stöðugt er flutt inn og samt eru „mikil lönd“ ennþá ónumin í þeim efnum. Er nú miklu hægara en áður að ná til afskekktra staða og fá þaöan fræ og plöntur og sjálfsagt að nota tækifærið. — Þekking á vaxtarskilyrðum og út- breiðslu plantna hefur líka aukizt mjög mikið, svo að nú er hægara að velja og hafna en fyrr, og hægt að starfa og leita skipulegar að plöntum sem liklegt má telja að geti þrifist við íslenzkt veðurfar og jarðvegsskilyrði. Grasgarðar — viðskipti. Nú er m. a. talaö um aukinn inn- flutning frá N-Noiægi, Alaska og ýmsum útskögum cg fjall-lendum þar sem veðurfarið er ekki ósvip- að og hér. Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri hefur látið safna miklu af trjáfræi í Alaska, einkum fræi sitkagrenis o. fl. barrtrjáa og flutt inn Alaskaösp og nokkra runna og fjölærar jurtir t.d. Alaskalúpinur og melgresistegund. Hefur Hákon ixnnið mikið að því að gera sarnan- burð á loftslagi ýmissa staða og loftslagi íslands, og notað þær skýrslur til glöggvunar við innflutn inginn, þ.e. hvert helzt væri að leita til að fá plöntur sem líklegt er að geti þrifist hér. Gróðurríki margra norðlægra landa hefur ver- ið mikið rannsakað á síðustu ára- tugum og nú er ólíkt hægara um vik að gera samanburð og áætlanir um hagnýtan innflutning gróðurs heldur en unnt var á dögum Einars Helgasonar og samtíðarmanna hans. Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans (Sturla Friðriksson), hefur hin síðari ár flutt inn mikið af grastegundum, matjurtum o.fl. til reynslu, frá ýmsum löndum. Sturla ferðaðist einnig til Eldlands fyrir fáum árum og flutti þaðan allmargar trjátegundir, runna og jurtir sem afhent var Skógrækt rík isins, er hefur einkaleyfi á trjám og runnum. Eru Atvinnudeildin og Skógræktin helztu plönt-uinn- flutningsaðilar nú, hvað snertir trjágróður, matjurtir, fóður- og beitar j urtir. Verkefnið er óþrjótandi. Auk teg- unda eru til ógrynni afbrigða, sem þarf aö reyna. Séu afbrigðin talin með, verður tala gróðurtegunda, sem þegar er búið að flytja til ís- lands liklega yfir tvö þúsund. Og afbrigðin geta verið næsta ólík að eðlisfari þótt þau teljist til sömu tegundar. í því liggur stundum skýringin á því, hve ein jurta- eða tr-játegund reynist misjafnlega. Er það fagnaðarefni ef Búnaðarfélag- ið, Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, Skógrækt ríkisins, Sand græðslan, Grænmetisverzlun land- búnaðai’ins o.fl. aðilar fá aðstöðu til að flytja inn og reyna nýjar tegund ir nytjagróöurs. Fáeinar nýtar teg- undir margborga fé og fyrirhöfn. Auðvitað þarf að sýna varúð við innflutninginn vegna hættu á því að sjúkdómar geti borizt með plönt unum. Og til eru tegundir sem hæg lega gætu orðiö versta illgresi hér á landi. Er því margs að gæta. Svo er annað, sem sízt má gleymast. Fjöldi tegunda, sem þegar hafa ver ið fluttar inn, eru aðeins til á ein- um eða fáeinum stöðum á landinu og hvergi nærri reyndar til fulls. Er einnig mikið starf framundan að reyna skipulega plöntur, sem til eru í landinu og fjölga tegundum, sem eiga útbreiðslu skilið. Þegar landnámsmenn komu hing að fyrir nær 11 öldum, var landið eflaust mikiu betur gróið en nú, enda hafði það fengið að vera í friði í þúsundir ára, fyrir ágangi manna og búfénaðar. Skógar og kjarr þakti holt og hlíðar og tals- vert af núverandi mýrlendi. En tegundir gróðursin-s voru þá mun fœrri en nú. Steindór Steindórsson og Lövehjónin telja að um 90—100 tegundir eða rúm 20—30% af villtum blómjurtateg. iandsins hafi flutzt inn með mönnum síðan byggð hófst. Þessar tegundir vaxa enn, einkum í kaupstöðum og nálægt bæjurn, a. m. k. í byggðum að lang- mestu leyti. Það eru hlaðvarpa- jurtir, túnjurtir, illgresi o. s. frv. En út um hagleiidi, mýrar, holt, hlíðar, heiðar og fjöll, heldur upp- runalegur gróður landsins velli og hafa flestar tegundir hans lifað hér af síðustu ísöld. Að frátöldum ýms- um afbrigðum, t. d. fífla og unda- fífla, er aðeins um örfáar einlend- ar „íslenzkar“ tegundir að ræða, því að sömu tegundir vaxa í austri og vestri t.d. í Noregi og á Græn- landi, á Skotlandi, í Alpafjöllum og viðar. Skógarnir og kjarrið hér á landi eru ennþá aðallega „ísaldarbirki." En þetta er að breytast með til- komu barrtrjánna. Austur á Hall- ormsstað er t.d. að vaxa upp lerki- skógur, ættaður frá Síberíu, og lík- legt er að t.d. sitkagreni frá Alaska eigi eftir að mynda hér framtíðar- skóga. Gróðursvipur landsins er víða að breytast stórkostlega með aukinni ræktun. Hið ræktaða gras lendi færir út ríki sitt. Bæði inn- lendar og erlendar grastegundir nema þar með land í hinum gömlu holtum, móum og mýrum. Garðrækt hefur aukizt mjög síðustu áratugi — og ncerfellt all- ur garðagróðurinn er útlendur að uppruna. í kaupstöðum og við mörg bændabýli ber landið nú erlendan gróðursvip. Og þetta mun fara i vöxt í framtíðinni. ísland hefur tekið miklum gróðurfarsbreyting- um síðan á. landnámsöld og auðg- ast mjög af tegundum. Víða hefur gróðurlendi eyðst af uppblæstri. En líklega hefur enginn tegund dáið út með öllu, og horfið á þessum tíu eða ellefu öldum. Hundruð teg- unda hafa, með aðstoð mannanna, numið land í görðum og á túnum síðasta aldarfjórðunginn og aldrei hafa fleiri borizt til landsins en á síðasta áratugnum. E. t. v. verður breytingin enn örari í náinni framtíð. Og jurtir eru stórvaxnari nú á dögum, heldur en þær voru fyrir hálfri öld. Ingólfur Davíðsson. 1 i H « ♦♦ ♦♦ 8 :: H H ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• Kaupfélag Hellissands Sandi H :: xx Senn líður að jólum og þvi viljum við minna félagsmenn og aðra á, að við höfum flest það, er þarf til jólanna. Gagnlegar vörur til gjafa Allt í jólabaksturinn Jólaávextina Hreinlætisvörur Vefnaðarvörur og skófatnað Kaupfélagið býður góðar vörur við hagstæðu verði. Gleðileg jól! Gott og farsœlt nýtt ár! Þökkmn viðskiptin á árinu. Kaupfélag Hellissands :: \x 4 > :: ♦ » ♦ ♦ 8 e ♦ :: ixixxxiittxxxixiiiiixixiiixiiixiiiixiiiii iiiitiiiiitittttiittttttti ■ ■■ XX ♦♦ ♦♦ :: H ♦♦ ♦♦ ♦♦ :: it :: :: :: ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ii ♦♦ ♦♦ :: H :: tt H Súgfirðingar! Munið, að kaupfélagið býður ykkur flestar fáanlegar nauðsynjar til jólanna s. s. allt í jólabaksturinn, hreinlætisvörur, nýlenduvörur, jólaávextina, vefnaðarvöru, skófatnað o. m. fl. Ennfremur margs konar góðar vörur til jólagjafa. Gleðileg jól, farscelt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Suðureyri ::

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.