Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 5
AlþýSubiaðsins Indíánadrengs að verða einhvern tíma volador og svífa í loftinu úr órahæð, meðan augu mannfjöldans stara á hann af hrifningu. Drengirnir eru ekki nema 10 ára gamlir, þegar þeir byrja að æfa sig að halda jafnvægi á endanum á mastri, sem er nokkurra metra hátt. En aðeins fáir komast svo langt, að vera teknir í hóp hinna fljúgandi dansara. Á torginu hittum við sex voladores ásamt foringja þeirra, el capitano, og voru þeir af ákafa að undirbúa hátíðina, sem átti að fara fram daginn eftir. Yið mastr- ið lá kringlóttur trédrumbur, sem var holur í annan endann. Þetta var hinn svokallaði tacomat, efsti hluti mastursins, og var hann 75 cm. í þvermál. Utan um mastrið var vafið reipi, og með því að nota það sem stiga klifruðu þrír Indíánar gætilega með tacomat upp eftir mastrinu. Þeir létu trédrumbinn á endann á mastrinu eins og fingurbjörg á fingur. Trédrumburinn var smurður að innan með feiti, svo að hann gat vel snúizt á endanum á mastrinu. Þegar þessu var lokið var borinn upp sexhyrndur rammi, gerður úr tréstöng- um, sem voru hver um metra á lengd, og vandlega bundnar saman á endunum. Eftir nokkurt erfiði tókst að koma rammanum fyrir rétt undir tacomat. Þegar öllu var fyrir komið, minnti það á hjól, þar sem mastrið er öxullinn og ramminn hjól. Sterk reipi voru í stað teina í ,,hjólinu“. Við komumst ekki að því, til hvers allt þetta var, fyrr en daginn eftir, þegar flugdansinn fór fram. En nú var allt tilbúið til hátíðarinnar. Rétt þegar undirbúningnum í mastrinu var lokið, gekk sólin til viðar, og það varð innan skamms niða- myrkur í bænum. Við vorum þreyttir eftir daginn og lögðumst snemma til svefns. Gistihúsið var samkomu- staður fyrir Indíána, sem komið höfðu til bæjarins til þess að vera viðstaddir hátíðina, og múlasnarnir þeirra stóðu í hóp fyrir utan húsið, en við heyrðum hroturnar í þeim sjálfum, þar sem þeir sváfu meðfram húsveggn- um. Nokkur svín, sem voru í aurnum skammt frá hús- inu, hrinu um leið og við klifruðum upp eftir hænsna- stiga, sem var utan á húsinu, og skriðum svo inn í her- bergin okkar. Stjörnubjartur himinninn gefur góða von um sólskin næsta dag. sérstakar myndir, sem konurnar hafa í sjölum sínum. í einu horni torgsins var gríðarstór pottur á hlóðum og hafði soðið í honum síðastliðið dægur. Þar voru Indíánarnir að elda chicharon — Indíánarétt, en í hon- um var svínakjöt, sem soðið hefir svo lengi, að fitan er horfin og aðeins skorpa eftir. Indíánarnir voru að blaðra hver í kapp við annan, og barst ómurinn til- breytingalaust yfir torgið. Þeir töluðu Otomi-'og Az- tekamál, en mjög fáir þeirra skildu spönsku. Nokkrar klukkustundir gekk verzlunin og rabb þeirra sinn vanagang, en þá kom skyndilega hreyfing á mann- fjöldann. Sex voladores gengu inn á torgið og með þeim var foringi þeirra — el capitano. Fimm þeirra HÁTÍÐ HINNA FLJÚGANDI DANSARA Ég var kominn á fætur fyrir sólarupprás. Það var allt útlit fyrir að þetta yrði sólbjartur dagur. Af göt- unni heyrðist hófadynur, hróp og köll og einkennilegt hljóð í bjöllum múlasnanna. Indíánarnir streymdu til bæjarins frá öllum nágrannaþorpnum, úr dalverpum og fjallahlíðum sveitarinnar. Að fornum Índíána sið var markaðsdegi og hátíð slegið saman, og eldsnemma um morguninn eru þeir búnir að koma sér fyrir víðs vegar um torgið, í súlnagöngum húsanna við það og á tröppum þeirra og hafa breitt varning sinn út fyrir framan sig. Flestir eru þeir Otomi-Indíánar frá ná- grannaþorpunum og konurnar eru með quechquemitis — marglit sjöl með ívöfnum myndum af blómum og dýrum — sem eru skerandi í glampandi sólskininu. Næstum því hvert einasta þorp á sér sérstaka liti og Hér sjást hinir fljúgandi dansarar voladoramir í fluginu. Gefur mynd þessi góða hugmynd um hæð mastursins, sem þeir dansa á og svífa svo niður úr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.