Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 25

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 25
Alþýðublaösins 25 — Ætlarðu ekki að lofa mér að þakka þér fyrir vís- una? — Þakka! Hann skellti í góm. — Það var þá líka eitthvað að þakka. Þeir yrkja nú líklega eitthvað um þig, einhverjir, sem verður merkilegra en þetta kjaft- eeðí. — Heyra, hvernig þú lætur, já, víst þakka. Hver ætti svo sem að -yrkja um mig? Það hefir enginn ort um mig nema Símon Dalaskáld, og þá var ég svo lítil, að ég man ekki einu sinni eftir honum, og hann var víst líka leiðinlegur. Vísan þín er falleg. Það er bara alltof mikið lof í henni. Þakka þér fyrir, og vertu nú sæll. Og í annað sinn rétti hún honum höndina. Vestangolan bar ilm að vitum hans, ilm af grösum og lyngi, af ungri stúlku með ljóst hár og stór og skær augu, stúlku, sem var rjóð vegna hans. Hann beit á jaxl, og svo hló hann. En þessi hlátur, — var það annars nokkur hlátur? Og allt í einu fleygði hún sér upp að honum og vafði öðrum handleggnum um háls- inn á honum. Og svo grét hún og strauk á honum vangann með þeirri hendinni, sem laus var. Hann stóð grafkyrr, og það var eins og hann héldi niðri í sér andanum. Hún leit upp og horfði í augun á honum. — Mig langar svo til að vera þér góð, sagði hún, og svo grét hún meira. Hann tók annarri hendi utan um hana og studdi við bakinu á henni með lófanum: — Það hefir sjálfsagt ekki verið rétt af mér, þetta, en þú verður að fyrirgefa. Eg hefi alltaf verið svo einsamall, og svo komst þú — öðruvísi en allar aðrar manneskjur. — Fyrirgefa! Fyrirgeíðu mér heldur. Það er allt ég. Og nú ætla ég bara að kyssa þig, áður en ég fer. Mér er þá alveg sama. Hún kom með munninn, og hún var áköf. En hann studdi fastar við bakinu á henni og fetti sig svolítið aftur á bak. Hún náði ekki til að kyssa hann. Hann horfði á hana, og hann skalf eins og hin visnu strá uppi á stóra steininum við götuna: — Nei, nei, ég má það ekki . . og svo ferð þú líka, og hvenær hittumst við svo aftur? Þú heldur þó ekki, að ég sé svoleiðis, sé neinn flagari, sem vilji gera illt og draga stúlkur á tálar? — Eg kyssi þig víst og kveð þig og þakka þér fyrir vísuna, og vertu nú sæll. Og snögglega beitti hún afli og kyssti hann aftur og aftur á kinnina. Hann stóð eins og stirðnaður á meðan, og það fóru snöggir kippír um andlitið á honum, þegar varir henn- ar snertu hann. . . En skyndilega losaði hún handlegg- inn af hálsinum á honum og ýtti sér frá honum með hinum. Og hann sleppti. Svo stóðu þau nokkur andar- tök niðurlút. Síðan sagði hún: — Þú ert góður. Svo vék hún sér við og hljóp af stað. Hsnn horfði á eftir hennx, þangað til hún hvarf fyrir GLEÐILEG JÓLI Skóverzlunin YORK Laugavegi 26. GLEÐILEG IÓL Raftækjaverzlunin „Lfósafoss'‘ Laugavegi 27. GLEÐILEG JÓL! fffvannSertjs 6rtcSu r * $ s s s \ s s s s s s i s s s * s s s s s s s s * s s s vk s s $ s s s s s s s s -s s \ s s s s s s s s s s s S s s S GLEÐILEG JÓL! Matardeildin, Hafnarstræti. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúð Austurbæjar, Njálsg.87. Kjötbúð Sólvalla. Kjötbúðin, Skólavörðustíg 22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.