Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 9
Alþýðublaðsins þegar guðhræddur maður hefir lent í vandræðum, sem hann hefir þurft að losna úr, hefir ljón staðið í veg- inum. Mundu eftir Daníel og mundu eftir Samson. Neí, bróðir. Sannleikurinn er sá, að ljón eru ofurlítið hneigð til guðrækni. En mér vitanlega viðurkenna gyltur engin rök nema stafahögg á granirnar eða hníf í hálsinn. Svín yfirleitt, og einkum þó þessi gylta, eru forhertustu skepnur, sem til eru. — Samt er«það svo, sagði bróðir Paul, — að fyrst maður hefir ráð á valdi kirkjunnar, væri skammarlegt að neyta þess ekki, hvort sem um Ijón eða gyltu er að ræða. Særingin dugði ekki, en það sannar ekkert. Nú skal gera betri bæn. Hann tók að leysa af sér lind- ann, sem hann notaði í stað beltis. Bróðir Colin horfði á hann óttasleginn. — Bróðir Paul, hrópaði hann. — í hamingjubænum farðu ekki ofan til gyltunnar. En bróðir Paul gaf eng- an gaum að orðum hans. Hann brá af sér lindanum og batt öðrum endanum við festina, sem krossinn var í, svo hallaði hann sér aftur á bak unz kápan féll yiir höfuð honum og renndi krossinum eins og beittum öngli niður að grönunum á Katy. Katy kom hægt í áttina, reiðubúin að hrifsa' kross- inn og troða hann undir fótum sér. Hún var eins og tígrisdýr í framan. En um leið og hún kom að kross- inum, speglaðist hann í gulum glyrnunum á henni. Það dró úr henni allan mátt. Hljóð varð á himni og jörðu meðan heilagleikinn háði styrjöld við syndina. Hægt og hægt læddust tvö stór tár fram í augun á Katy, og áður en auga festi hafði hún kropið niður og gert krossmark á jörðina með hægra framfæti og stundi þungan undir byrði synda sinna. Bróðir Paul dinglaði krossinum fyrir framan augun á henni í rúma mínútu áður en hann vatt sér aftur upp á greinina. Meðan á þessu stóð hafði Roark staðið við hlið sitt og horft á aðfarirnar. Upp frá þeirri stundu var hann ekki vondur maður. Sögu þessa sagði hann hverjum, sem heyra Vildi og sagðist aldrei á ævi sinni hafa séð neitt, sem jafnaðist við þetta. Bróðir Paul stóð á fætur og teygði úr sér uppi á greininni. Svo baðaði hann út þeirri hendinni, sem laus var og þuldi Fjallræðuna á fegurstu klausturlatínu yfir Katy, sem stundi og veinaði við rætur trésins. Að því loknu varð dauðaþögn að undantehnu kjökri og and- vörpum hinnar iðrandi gyltu. Það er vafamál, hvort bróðir Colin hefir verið gædd- ur geistlegu hugrekki og trúartrausti. — He-heldurðu óhætt sé að fara niður, ha? stamaði hann. í stað þess að svara, braut bróðir Paul grein af trénu og fleygði henni niður til gyltunnar. Katy stundi þung- an og leit á þá társtokknum augum og allir púkamir voru horfnir úr augunum á henni, en iðrunarsvipur kominn í staðinn. Bræðurnir renndu sér niður úr trénu, brugðu bandinu í hringinn í miðsnesinu á Katy og lögðu af stað með iðrandi gyltuna í taumi. Fréttirnar um það, að bræðurnir væru á heimleið með gyltu frá Roark, vöktu svo mikla undrun, að þeg- 6LEÐILEGJOL! Farsælt og gott nýtt á! MÁLNING OG JÁRNVÖRUR ■•~r»r’**r*«r*. GLEÐILEGJÓL! KOLASALAN s.f. -•jr**r**r*jr*. s s s s s s s s s s s s s s s S' s 'V<. GLEÐILEGRAJÓLA óskum við okkur viðskiptavinum. SPORTVÖRUR h.f. GLEÐILEGJÓLI s s s s s s V s PENSILLINN GLEÐILEG JÓL! Verzl. HAMBORG s * s s * s J GLEÐILEG JÓL! s s s s s s Reiðhjólaverksmiðjan FÁLKINN S S s ••r-**r»*r*'r GLEÐILEG JÓL! s ■ $ * Friðrik Magnússon & Co. S Heildverzlun. — Efnagerð. ^ Sími 3144, Reykjavík ý s !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.