Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 23
Alþýðublaðsins as Hann leit út í loftið og roðnaði. En svo brosti hann og sagði: — Eg þurfti nú heldur ekki alla leið hingað í dag. Það var ekkert af fénu komið svona langt vestur eftir. — Nu-hú, sagði hún, og glettnin skein út úr henni. Hvað rak þig þá hingað — eins og ég líka lét við þig í gær? — En þú ,af hverju komst þú og varst meira að segja að bíða? Og nú leit. hann dálítið kankvís í augun á henni. — Eg, o, það er nú ekki svo skemmtilegt að smala — og ekki marga að hitta heima, og svo hlógum við bara svo vel í gær. Hann góndi aftur út í loftið. Svo dró hann annað augað í pung og leit á hana með hinu: — Hefir þú gaman af skáldskap? — Skáldskap, — ja, já, ekki þó rímum og því, sem er mjög edduborið. En kvæðum og — svona vísum. — Það er nú ílestur skáldskapur, sem eitthvað er varið í, nokkuð edduborinn, og það skil ég ekki, að þú hafir ekki gaman af rímum, því þar er þó sagt frá mörgu merkilegu, köppum og afrekum. En vísum, seg- irðu. Þér þykir líklega ekki minna varið í þær, ef þær eru dýrt kveðnar og dálítið — ég á við svona hóflega mikið — í þeim af kenningum? — Nei, ekki ef það er svoleiðis, að það sé ekkert sérlega vont að skilja það. . . En af hverju ertu að spyrja að þessu, ha? — O, svo sem ekki af neinu, — svona bara rétt hins- eginn — og af því að mér sjálfum þykir gaman að svona. Þögn. Svo sagði Ósk og var stóreyg og alvarleg: — Eg er að fara að heiman — ekki á morgun, held- ur hinn daginn. Hann hrökk við, og glápti á hana. — Já, ég vissi það ekki í gær, þegar ég hitti þig. En það beið maður heima vestan úr Höfðavík, þegar ég kom. Hún er veik, hún móðursystir mín, og það á að lána mig vestur að Leiti. Eg fer á morgun eða hinn daginn. Þá fer pabbi á bát og sækir salt, sem á að koma vestan úr Tangakaupstað í dag eða á morgun. Hann sagði ekki neitt, en drúpti höfði. Síðan blístr- aði hann og kallaði því næst til hestsins: — Dreyri, stattu kyrr, segi ég! Svo þaut hann til hestsins, þreif í taumana og togaði hann upp á götuna. Ósk horfði á hann og það kom á hana eins og vand- ræðasvipur. Það hafði heidur ekki verið nauðsynlegt hjá honum að þjóta eftir hestinum. Síður en svo. Klárinn hafði alls ekki getað komizt lengra í þá átt, sem hann fór, heldur en hann var kominn, og þetta voru ekki nema nokkur skref. Svo sagði hún hljóðlega, og hin skæru augu voru angurvær: — Jæja, ég verð víst að kveðja þig, en við hittumst sjálfsagt einhvern tíma seinna. Vertu sæll. Og hún rétti fram höndina. Hann horfði í augun á henni, en hann rétti ekki fram hönd sína, og hann sagði ekki eitt orð. Þannig GLEÐILEGJÓLI GLEÐILEGJÓLi og forsælt nýtt ár! Vigfús Guðbrandsson & Co. GLEÐILEG JÓL! Verzl. VÍK Verzl. FRAM GLEÐILEG JÓL! Verksmiðjan VENUS h.f. S •✓•v--v*^*y*x*y*. ■*^r»^~»^r»^r»^»^r*^»^». H.f. Hreinn Gleðileg jól! | s s s s s s s s s s Brjéstsykursgerðin Néi h.l. j s H.f. SúkkuladiverksmlOlan Sfrfus J \ ' S S S s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.