Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 40

Alþýðublaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 40
40 Jólablað verð alltaí að hugsa um systkini mín, og þegar Nanny ífflT át, þá er ég ein með þau. Bara að ég gæti losnað úr skólanum og að heiman og orðið frjáls manneskja. — Hvað myndirðu gera, ef þú kæmist burtu, Noel? — Eg myndi reyna að útvega mér vinnu, ungfrú Anerley. Eg er viss um, að ég gæti það. — Og býstu við, að þu getir lifað á því, sem þú getur unnið þér inn? — Eg veit það ékki, sagði hún. — Ef til vill gæti ég útvegað mér vinnu, sem ég gæti lifað á. — Og heldurðu, að þú verðir þá frjálsari, en þú ert nána? Þykir þér ekki vænt um fjölskyldu þína, barnið mitt? — Auðvitað þykir mér vænt um hana, en stundum finnst mér ég tilheyra ekki fjölskyldunni. Ef til vill hafa þau tekið mig í fóstur, þegar ég var lítil. Ef til vill eru hinir raunverulegu foreldrar mínir allt öðru- vísi. — Vílltu, að þeir séu öðruvísi? — Nei, reyndar ekki, en þeir gætu verið ríkir, eins og t. d. guðmóðir mín. Það hlýtur að vera mjög gaman að eiga peninga. — En ef til vill gætu þau líka verið bláfátæk og átt heima í fátækrahverfinu. Verið nú ekki svona ömur- iynd, barn. Þér eigið ágætt heimili og elskulega for- eldra, og þér eigið að virða þá. Nei, ég ætla ekki að fara að prédika, bætti hún við í flýti, þegar hún sá óá- naegjuglampa í augum Noel’s. — Eg hefi samúð með yður, kæra mín, því að ég veit, hvað það er að vilja eiga með sig sjálfur, og allir vilja fá að lifa frjálsu lífi á þínum aldri, og það er erfitt að vera alltaf í góðu skapi, þegar framtíðaráætlanirnar verða að sitja á hakanum. En þér mynduð verða hamingjusamari, ef þér skylduð, hversu þér eruð miklu betur sett en margar aðrar telpur á yðar aldri, sem eru bláfátækar. Jæja, eruð þér mér sammála? — Það er vingjarnlegt af yður að bera umhyggju fyrir mér, ungfrú Anerley, þegar ég er svona van- þakklát. Eg veit, að ég ætti ekki að kvarta, en ég er ekki eins og aðrar stúlkur. Eg á ekki almennilegan af- mælisdag. Eg 'fæddist á jóladag. — Þér hafið ljómandi fallegt nafn, og þér gætuð ekki átt yndislegri afmælisdag. En nú á ég von á öðr- um gesti, Samt getið þér komið seinna, ef yður langar til þess að tala við mig. Gleymið nú ekki bréfinu mínu. Á. heimleiðinni hugsaði Noel um allt það, sem ung- frú Anerley hafði sagt við hana. Var hún •— Noel — vanþakklát? Hún fór fram hjá tveim litlum börnum, sem hnipruðu sig saman inni í skýli. Ef hún hefði nú verið dóttir drykkjúmanns eða glæpamanns? Það fór hryllingur um hana og hún flýtti sér burtu. Það lék bros um varir hennar, þegar hún flýtti sér upp í barna- herbergið. í fáeina daga var í óða önn verið að búa undir jólin. An nokkurs fyrírvara sendi Matilda frænka akeyti og sagðist ætla að koma og dvelja fáeina daga hjé Böinbrídges. Enda þótt Noel vissi, að mikill kostn- aður yrði af heimsókn hennar og dvöl, sem foreldrar hennar hefðu naumast efni á að greiða, var hún mjög eftirvæntingarfull. Matilda frænka var guðmóðir henn- ar, og ef til vill færði hún henni fallega jólagjöf. Noel byggði stóra og skrautlega loftkastala þá tvo daga, sem beðið var eftir Matildu frænku. En hún var óviðbúin því, sem móðir hennar sagði við hana eitt kvöldið. — Noel! Við faðir þinn höfum verið að ræða fram- tíð þína. Við vitum að þú ert ekki hamingjusöm hér heima, og við efumst um,. að við höfum rétt til þess að halda þér hér gegn vilja þínum. Frænka þín er auðug kona, og hún myndi gjarnan vilja taka þig að sér og gera þig að erfingja sínum. Hugsaðu nú um það, hversu þýðingarmikið þetta er fyrir þig, vina mína. Ég sagði þér þetta í kvöld, svo að þú gætir hugs- að þig um, áður en frænka þín kemur. Noel þurfti ekki að hugleiða þetta mál. Hana lang- aði ekki til að fara að heiman, jafnvel þótt öll auð- æfi frænkunnar væru í boði. Þegar hún kom upp í barnaherbergið lá þar hrúga áf sokkum, óviðgeröum. — Ég skal gera við sokkana, Leila mín, sagði Noel. — Þú þarft að læra lexíurnar þínar. — Ó, Noel mín, ætlarðu að vera svona góð við mig. Ég er þér ákaflega þakklát. Ég þarf að læra lexíurn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.